Viðskiptaráð segir að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir

Að mati Viðskiptaráðs teljast aflaheimildir, sem ráðstafað hefur verið til útgerða án endurgjalds, til eignaréttinda. Það telur skilyrði fyrir þjóðnýtingu þeirra, með vísan til almannahagsmuna, vera umdeilanlega.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um tíma­bind­ingu veiði­heim­ilda til 20 ára.
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um tíma­bind­ingu veiði­heim­ilda til 20 ára.
Auglýsing

Við­skipta­ráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fisk­veiði­heim­ild­ir. Það telur enn fremur að yfir­lýs­ing þess efnis í lögum um stjórn fisk­veið­veiða, þar sem stendur í fyrstu máls­grein að „nytja­stofnar á Íslands­miðum eru sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar“ hafi ekki beina þýð­ingu í eign­ar­rétt­ar­legu til­liti. „Aftur á móti getur ríkið eða stofn­anir þess notið eign­ar­réttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess.“

Þetta kemur fram í umsögn Við­skipta­ráðs um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þing­flokks Við­reisnar um að fela mat­væla­ráð­herra að breyta áður­nefndum lögum þannig að veið­i­­heim­ildum yrði úthlutað tíma­bundið til 20 ára. Gengi þetta eftir myndi heild­­ar­afla­hlut­­deild í öllum teg­undum fyrn­­ast um fimm pró­­sent á ári og sama hlut­­deild í kjöl­farið seld á upp­­­boðs­­mark­aði til 20 ára í senn. 

Segir afla­heim­ildir telj­ast til eigna­rétt­inda

Í til­lög­unni segir að laga­leg óvissa kvóta­kerfis með fram­selj­an­legum veiði­heim­ildum snúi fyrst og fremst að eign­ar­rétt­ar­legri stöðu veiði­heim­ilda í kjöl­far ótíma­bund­innar úthlut­unar þeirra. 

Jóhannes Stefánsson.

Þessu er Jóhannes Stef­áns­son, lög­fræð­ingur Við­skipta­ráðs sem skrifar umsögn­ina, full­kom­lega ósam­mála. Hann telur óviss­una um eign­ar­rétt­indi yfir afla­heim­ildum ekki fyrir hendi og í öllu falli ofmet­in. „Afla­heim­ildir telj­ast til eign­ar­rétt­inda og skil­yrði fyrir þjóð­nýt­ingu þeirra, með vísan til almanna­hags­muna, eru umdeil­an­leg. Standi vilji til þess að þjóð­nýta afla­heim­ildir færi betur á því að taka það með skýrum hætti fram að þær yrðu eign rík­is­ins, þar sem hug­takið þjóð­ar­eign hefur tak­mark­aða þýð­ingu í laga­legu til­lit­i.“

Á þessum grund­velli leggst Við­skipta­ráð gegn þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. 

Fengu kvóta afhentan án end­ur­gjalds

Kvóta­­kerf­inu var komið á með lögum árið 1983. Við úthlutun kvóta var miðað við afla­­reynslu síð­­­ustu þriggja ára og hann afhentur án end­­ur­gjalds. Fram­­sal á kvóta var síðan gefið frjálst sem gerði það að verkum að við­­skipti fóru að vera með þessa vöru sem var í upp­­hafi lánuð án greiðslu.

Auglýsing
Sumir útgerð­­ar­­menn seldu þá afla­heim­ild­­irnar sem þeim hafði verið úthlutað frítt, meðal ann­­ars vegna þess að þeir voru komnir af vinn­u­aldri. Aðrir sáu sér ein­fald­­lega leik á borði þegar kvót­inn varð skynd­i­­lega orð­inn verð­­mætur og inn­­­leystu hagnað og fjár­­­festu í öðrum atvinn­u­­grein­­um. Enn aðrir seldu kvóta vegna hjóna­skiln­að­­ar.  Og allt þar á milli.

Árið 1997 var svo gefin heim­ild til að veð­­setja afla­heim­ildir fyrir lán­um, sem voru notuð til að kaupa upp kvóta eða eftir atvikum aðrar eign­­ir. 

Fyrir vikið hækk­­uðu afla­heim­ild­­irnar hratt í verði og mjög margir urðu mjög rík­­­ir. 

Þessi staða leiddi til þess að flest fólk sem byrj­­aði með tvær hendur tómar hefur ekki lengur tök á að kaupa sér nokkra tugi tonna af kvóta og bát með. Það er ekki á færi ann­­arra en sterk­efn­aðra. Auk þess er stærð­­ar­hag­­kvæmni í grein­inni orðin svo ráð­andi þáttur að erfitt er að „keppa“ við stærri fyr­ir­tækin þegar kemur að verðum á mark­aði og stærstu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækin eiga heilu virð­is­keðj­unnar í heild sinn­i. 

Í stað þess að það verði mikil end­­ur­nýjun eða nýliðun í grein­inni þá selja yfir­­­leitt eldri útgerð­­ar­­menn, hvort sem er í smá­út­­­gerðum eða stærri, sem eiga litla kvóta­­pakka, til stóru útgerð­­ar­­fyr­ir­tækj­anna sem sjá sér hag í að bæta við kvóta og hag­ræða enn frekar í rekstri, enda hafa þau yfir að ráða tækjum og tólum til að nýta kvót­ann bet­­ur, með hag­­kvæmri vinnslu. Og frek­­ari sam­­þjöppun verð­­ur. 

Tíu stærstu með yfir 67 pró­sent kvót­ans

Þegar Fiski­­­stofa tók saman kvóta­­­stöðu allra útgerða í haustið 2020 var nið­­­ur­­­staðan sú að engin ein útgerð héldi á meiri kvóta en lög heim­ila, en sam­­­kvæmt því má engin ein tengd blokk hald á meira en tólf pró­­­sent af heild­­­ar­verð­­­mæti úthlut­aðra afla­heim­ilda hverju sinni. Brim, sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki sem er skráð á mark­að, var efst á list­­­anum yfir þær útgerðir sem héldu á mestu með 10,45 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Tíu stærstu útgerð­­­irnar héldu sam­an­lagt á 53,1 pró­­­sent af kvót­an­­­um. Það var svipuð staða og hafði verið árin á und­­­an. 

Fiski­­­stofa, sem hefur eft­ir­lit með því að yfir­­­ráð ein­stakra aðila yfir afla­hlut­­­deildum fari ekki umfram lög­­­bundin mörk, birti nýja sam­an­­­tekt á sam­­­þjöppun afla­hlut­­­deildar í byrjun nóv­em­ber í fyrra. Þar birt­ist ný staða. Nú var ein útgerð, Brim, komin yfir lög­­­bundið kvóta­­­þak og tíu stærstu útgerð­­­irnar héldu nú á 67,45 pró­­­sent á öllum úthlut­uðum kvóta. Brim seldi í kjöl­farið hluta afla­heim­ilda sinna til útgerðar í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, for­stjóra Brims.

Fjórar blokkir voru með yfir­­ráð yfir 60 pró­­sent af öllum kvóta sem úthlutað hefur verið á Íslandi. Sú stærsta, sem hverf­ist um Sam­herja, heldur nú á næstum fjórð­ungi alls kvóta eftir Síld­ar­vinnslan, þar sem Sam­herji er stærsti eig­and­inn, til­kynnti um kaup á Vísi í sum­ar. 

Meira í arð en opin­ber gjöld

Hagur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja lands­ins, sam­tala arð­greiðslna og auk­ins eigin fjár þeirra, vænk­að­ist um meira en 500 millj­­arða króna frá banka­hruni og til loka árs 2020. Geir­inn greiddi sér meira út í arð, alls 21,5 millj­­arða króna, á árinu 2020 en hann greiddi í öll opin­ber gjöld, alls 17,4 millj­­arða króna. Inni í þeirri tölu eru veið­i­­­­gjöld (4,8 millj­­­arðar króna), tekju­skattur (7,3 millj­­­arðar króna) og áætlað trygg­inga­gjald (5,3 millj­­­arðar króna). 

Þetta var í eina skiptið á tíma­bil­inu 2015-2020 sem sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­­­ur­inn hafði greitt minna í opin­ber gjöld en hann tók út í arð­greiðsl­­ur innan árs. Raunar hafði geir­inn ein­ungis einu sinni greitt jafn lítið í bein opin­ber gjöld innan árs á því tíma­bili og hann gerði í 2020, en það var árið 2017 þegar heild­­­ar­greiðslur hans í opin­ber gjöld voru 15,8 millj­­­arðar króna. 

Nýjar tölur um arð­semi í sjáv­ar­út­vegi á árinu 2021 verða opin­ber­aðar í næstu viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent