Viðskiptaráð telur að hægt sé að selja opinberar eignir fyrir 800 milljarða

frostiolafs.jpg
Auglýsing

Viðskiptaráð telur að ef ríki og sveitarfélög myndi selja hlut sinn í Landsbankanum (236 milljarðar króna), Arion banka (18 milljarðar króna), Íslandsbanka (átta milljarðar króna), sparisjóðum (einn milljarður króna), Landsvirkjun (176 milljarðar króna), Orkuveitu Reykjavíkur (101 milljarðar króna), Orkusölunni (28 milljarðar króna), Orkubúi Vestfjarða (þrír milljarðar króna), Landsneti (67 milljarðar króna), HS Veitum (þrettán milljarðar króna), RARIK (þrettán milljarðar króna), Farice (59 milljarðar króna), Isavia (31 milljarður króna), ÁTVR (19 milljarðar króna), Íslandspósti (fimm milljarðar króna) og Sorpu (fjórir milljarðar króna) væri hægt að ná í samtals nálægt 800 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sem birt verður í dag og er greint frá í Fréttablaðinu.

Ætti að vera búið að selja Íslandspóst og Sorpu


Í skýrslunni, sem ber nafnið "Hið opinbera: tími til breytinga" segir að nota mætti ágóðann af sölu opinberu fyrirtækjanna til að grynnka verulega á opinberum skuldum, en ætlaður söluhagnaður samkvæmt mati Viðskiptaráðs samsvarar rúmlega 40 prósentum af landsframleiðslu.

landsvirkj12 Viðskiptaráð vill að undirbúningur verði hafinn að því að selja hlut í Landsvirkjun.

Auglýsing

 

"Við sjáum fátt því til fyrirstöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undirbúning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun," segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir einnig að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einkavæða. "Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir," segir Frosti við Fréttablaðið.

Tölvan segir nei


Árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs fer fram í dag. Þingið ber heitir "Tölvan segir nei: hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera".

Aðalræðumaður Viðskiptaþings verður Daniel Cable, prófessor í stjórnun við London Business School. Meðal annarra ræðumanna verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra,Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.

Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður með þátttöku leiðtoga þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None