Viðskiptaráð telur að hægt sé að selja opinberar eignir fyrir 800 milljarða

frostiolafs.jpg
Auglýsing

Við­skipta­ráð telur að ef ríki og sveit­ar­fé­lög myndi selja hlut sinn í Lands­bank­anum (236 millj­arðar króna), Arion banka (18 millj­arðar króna), Íslands­banka (átta millj­arðar króna), spari­sjóðum (einn millj­arður króna), Lands­virkjun (176 millj­arðar króna), Orku­veitu Reykja­víkur (101 millj­arðar króna), Orku­söl­unni (28 millj­arðar króna), Orku­búi Vest­fjarða (þrír millj­arðar króna), Lands­neti (67 millj­arðar króna), HS Veitum (þrettán millj­arðar króna), RARIK (þrettán millj­arðar króna), Farice (59 millj­arðar króna), Isa­via (31 millj­arður króna), ÁTVR (19 millj­arðar króna), Íslands­pósti (fimm millj­arðar króna) og Sorpu (fjórir millj­arðar króna) væri hægt að ná í sam­tals nálægt 800 millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Við­skipta­ráðs sem birt verður í dag og er greint frá í Frétta­blað­inu.

Ætti að vera búið að selja Íslands­póst og SorpuÍ skýrsl­unni, sem ber nafnið "Hið opin­bera: tími til breyt­inga" segir að nota mætti ágóð­ann af sölu opin­beru fyr­ir­tækj­anna til að grynnka veru­lega á opin­berum skuld­um, en ætl­aður sölu­hagn­aður sam­kvæmt mati Við­skipta­ráðs sam­svarar rúm­lega 40 pró­sentum af lands­fram­leiðslu.

landsvirkj12 Við­skipta­ráð vill að und­ir­bún­ingur verði haf­inn að því að selja hlut í Lands­virkj­un.

Auglýsing

 

"Við sjáum fátt því til fyr­ir­stöðu að fara að selja eign­ar­hlut í Lands­bank­anum og að hefja und­ir­bún­ing á að minnsta kosti hluta á eign­ar­hlut í Lands­virkj­un," segir Frosti Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, í sam­tali við Frétta­blað­ið. Hann segir einnig að Íslands­póstur og Sorpa séu dæmi um fyr­ir­tæki sem hefði átt að vera búið að einka­væða. "Við teljum engin hald­bær rök fyrir því að hið opin­bera sinni þessum hlut­verkum yfir­höfuð og þar af leið­andi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eign­ir," segir Frosti við Frétta­blað­ið.

Tölvan segir neiÁr­legt Við­skipta­þing Við­skipta­ráðs fer fram í dag. Þingið ber heitir "Tölvan segir nei: hvernig má inn­leiða breyt­ingar hjá hinu opin­ber­a".

Aðal­ræðu­maður Við­skipta­þings verður Daniel Cable, pró­fessor í stjórnun við London Business School. Meðal ann­arra ræðu­manna verða Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra,Skúli Egg­ert Þórð­ar­son, rík­is­skatt­stjóri, og Ragn­hildur Arn­ljóts­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Að loknum erindum fara fram pall­borðsum­ræður með þátt­töku leið­toga þeirra stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi.

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None