Viðskiptaráð telur að hægt sé að selja opinberar eignir fyrir 800 milljarða

frostiolafs.jpg
Auglýsing

Við­skipta­ráð telur að ef ríki og sveit­ar­fé­lög myndi selja hlut sinn í Lands­bank­anum (236 millj­arðar króna), Arion banka (18 millj­arðar króna), Íslands­banka (átta millj­arðar króna), spari­sjóðum (einn millj­arður króna), Lands­virkjun (176 millj­arðar króna), Orku­veitu Reykja­víkur (101 millj­arðar króna), Orku­söl­unni (28 millj­arðar króna), Orku­búi Vest­fjarða (þrír millj­arðar króna), Lands­neti (67 millj­arðar króna), HS Veitum (þrettán millj­arðar króna), RARIK (þrettán millj­arðar króna), Farice (59 millj­arðar króna), Isa­via (31 millj­arður króna), ÁTVR (19 millj­arðar króna), Íslands­pósti (fimm millj­arðar króna) og Sorpu (fjórir millj­arðar króna) væri hægt að ná í sam­tals nálægt 800 millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Við­skipta­ráðs sem birt verður í dag og er greint frá í Frétta­blað­inu.

Ætti að vera búið að selja Íslands­póst og SorpuÍ skýrsl­unni, sem ber nafnið "Hið opin­bera: tími til breyt­inga" segir að nota mætti ágóð­ann af sölu opin­beru fyr­ir­tækj­anna til að grynnka veru­lega á opin­berum skuld­um, en ætl­aður sölu­hagn­aður sam­kvæmt mati Við­skipta­ráðs sam­svarar rúm­lega 40 pró­sentum af lands­fram­leiðslu.

landsvirkj12 Við­skipta­ráð vill að und­ir­bún­ingur verði haf­inn að því að selja hlut í Lands­virkj­un.

Auglýsing

 

"Við sjáum fátt því til fyr­ir­stöðu að fara að selja eign­ar­hlut í Lands­bank­anum og að hefja und­ir­bún­ing á að minnsta kosti hluta á eign­ar­hlut í Lands­virkj­un," segir Frosti Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, í sam­tali við Frétta­blað­ið. Hann segir einnig að Íslands­póstur og Sorpa séu dæmi um fyr­ir­tæki sem hefði átt að vera búið að einka­væða. "Við teljum engin hald­bær rök fyrir því að hið opin­bera sinni þessum hlut­verkum yfir­höfuð og þar af leið­andi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eign­ir," segir Frosti við Frétta­blað­ið.

Tölvan segir neiÁr­legt Við­skipta­þing Við­skipta­ráðs fer fram í dag. Þingið ber heitir "Tölvan segir nei: hvernig má inn­leiða breyt­ingar hjá hinu opin­ber­a".

Aðal­ræðu­maður Við­skipta­þings verður Daniel Cable, pró­fessor í stjórnun við London Business School. Meðal ann­arra ræðu­manna verða Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra,Skúli Egg­ert Þórð­ar­son, rík­is­skatt­stjóri, og Ragn­hildur Arn­ljóts­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Að loknum erindum fara fram pall­borðsum­ræður með þátt­töku leið­toga þeirra stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None