Viðskiptaráð telur að hægt sé að selja opinberar eignir fyrir 800 milljarða

frostiolafs.jpg
Auglýsing

Við­skipta­ráð telur að ef ríki og sveit­ar­fé­lög myndi selja hlut sinn í Lands­bank­anum (236 millj­arðar króna), Arion banka (18 millj­arðar króna), Íslands­banka (átta millj­arðar króna), spari­sjóðum (einn millj­arður króna), Lands­virkjun (176 millj­arðar króna), Orku­veitu Reykja­víkur (101 millj­arðar króna), Orku­söl­unni (28 millj­arðar króna), Orku­búi Vest­fjarða (þrír millj­arðar króna), Lands­neti (67 millj­arðar króna), HS Veitum (þrettán millj­arðar króna), RARIK (þrettán millj­arðar króna), Farice (59 millj­arðar króna), Isa­via (31 millj­arður króna), ÁTVR (19 millj­arðar króna), Íslands­pósti (fimm millj­arðar króna) og Sorpu (fjórir millj­arðar króna) væri hægt að ná í sam­tals nálægt 800 millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Við­skipta­ráðs sem birt verður í dag og er greint frá í Frétta­blað­inu.

Ætti að vera búið að selja Íslands­póst og SorpuÍ skýrsl­unni, sem ber nafnið "Hið opin­bera: tími til breyt­inga" segir að nota mætti ágóð­ann af sölu opin­beru fyr­ir­tækj­anna til að grynnka veru­lega á opin­berum skuld­um, en ætl­aður sölu­hagn­aður sam­kvæmt mati Við­skipta­ráðs sam­svarar rúm­lega 40 pró­sentum af lands­fram­leiðslu.

landsvirkj12 Við­skipta­ráð vill að und­ir­bún­ingur verði haf­inn að því að selja hlut í Lands­virkj­un.

Auglýsing

 

"Við sjáum fátt því til fyr­ir­stöðu að fara að selja eign­ar­hlut í Lands­bank­anum og að hefja und­ir­bún­ing á að minnsta kosti hluta á eign­ar­hlut í Lands­virkj­un," segir Frosti Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, í sam­tali við Frétta­blað­ið. Hann segir einnig að Íslands­póstur og Sorpa séu dæmi um fyr­ir­tæki sem hefði átt að vera búið að einka­væða. "Við teljum engin hald­bær rök fyrir því að hið opin­bera sinni þessum hlut­verkum yfir­höfuð og þar af leið­andi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eign­ir," segir Frosti við Frétta­blað­ið.

Tölvan segir neiÁr­legt Við­skipta­þing Við­skipta­ráðs fer fram í dag. Þingið ber heitir "Tölvan segir nei: hvernig má inn­leiða breyt­ingar hjá hinu opin­ber­a".

Aðal­ræðu­maður Við­skipta­þings verður Daniel Cable, pró­fessor í stjórnun við London Business School. Meðal ann­arra ræðu­manna verða Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra,Skúli Egg­ert Þórð­ar­son, rík­is­skatt­stjóri, og Ragn­hildur Arn­ljóts­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Að loknum erindum fara fram pall­borðsum­ræður með þátt­töku leið­toga þeirra stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None