Sala íslenska ríkisins á hlutafé sínu í Símanum sumarið 2005 mun líklega fara í sögubækurnar sem ein bestu viðskipti sem framkvæmd hafa verið á Íslandi. Exista og viðskiptalegir meðreiðarsveinar þess áður stórtæka fjárfestingarfélags, sem síðar magalenti stórkostlega, keyptu Símann undir hatti félags sem fékk nafnið Skipti á upphæð sem í dag myndi vera um 140 milljarðar króna. Kaupin voru vitanlega fjármögnuð með lánum og skuldunum sem stofnað var til vegna þeirra var dembt aftur inn í reksturinn með því að sameina Skipti og Símann í svokölluðum öfugum samruna. Vegna þess háa verðmiða sem greiddur var fyrir Símann varð viðskiptavild Skipta mjög há. Ofan af henni hefur þurft að vinda á undanförnum árum eftir að raunveruleikinn tók við af sýndarveruleika fyrirhrunsáranna. Alls hefur viðskiptavild Skipta hefur verið færð niður um 33 milljarða króna alls frá árinu 2008.
Lesa má allt um málið í nýjustu útgáfu Kjarnans.