Vigdís gæti hugsað sér að verða ráðherra og segist hafa verið leidd í gildru í landsdómsmáli

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir að umhverf­is­ráðu­neytið hafi ekki verið spenn­andi kost fyrir sig þegar það losn­aði en að hún úti­loki ekki að hafa hug á ráð­herra­emb­ætti síð­ar. Hún sér eftir Lands­dóms­mál­inu, seg­ist hafa öruggar heim­ildir fyrir því að það hafi verið runnið undan rifjum for­ystu­manna síð­ustu rík­is­stjórnar og hefur beðið Geir H. Haar­de, sem var einn sóttur til saka fyrir Lands­dómi, afsök­unnar á sínum hluta í mál­inu. Þetta kemur fram í við­tali við Vig­dísi í Morg­un­blað­inu í dag.

Vantar að taka umræðu um Sam­fylk­ing­una í lands­dóms­mál­inuVig­dís segir að enn eimi eftir af hatri og heift frá síð­asta kjör­tíma­bili sem hafi verið mikið átaka­tíma­bil. Þar hafi mörg mál verið sett upp, til dæmis Evr­ópu­sam­bands­mál­ið, stjórn­ar­skrár­mál­ið, lands­dóms­málið og umbylt­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins.

Hún tjáir sig síðan sér­stak­lega um lands­dóms­málið og atburð­ar­rás­ina sem leiddi til þess að Geir H. Haar­de, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, sætti einn ákæru fyrir dómn­um.Vig­dís segir málið sýna ótrú­lega hræsni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en hluti þing­manna hennar kaus gegn því að ákæra ráð­herr­anna tvo úr sínum flokki sem lagt hafði verið til að ákæra, þau Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dóttur og Björg­vin G. Sig­urðs­son. „Það var fyrst og fremst Sam­fylk­ingin sem hlífði sínu fólki, það voru engin heil­indi, eða raun­veru­legur vilji á bak við. Það var mjög skrýtið and­rúms­loft í þingsalnum þegar þetta gerð­ist, það var svo þrúg­andi að það var hægt að skera and­rúms­loft­ið. Eft­ir­leik­inn vita all­ir. Umræðan hefur ekki verið tekin nægi­lega í sam­fé­lag­inu, hvers vegna þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar fóru þessa leið.[...]Ein­hver sagði að það hefði átt að stöðva atkvæða­greiðsl­una þegar í ljós kom hvernig í pott­inn var búið, en ég skil ekki í þáver­andi for­seta að taka það í mál að brjóta til­lög­una upp án þess að vara þing­menn við.“

Lands­dóms­málið gildra sem hún gekk íVig­dís lagð­ist gegn því að málið yrði dregið til baka þegar til­laga um það var lögð fram. Hún seg­ist hafa verið á „þeim stað á þessu átaka­þingi að ég var búin að taka slagi út af stjórn­ar­skránni og ESB, og búin að sæta mik­illi gagn­rýni, og mér fannst ég ekki geta skipt um hest í miðri á. Eftir á að hyggja var það rangt hjá mér.“

Hún hefur síðar fundað með Geir H. Haarde og beðið han afsök­unnar á sínum þætti. „Það sýnir hvað Geir er stór­brot­inn per­sónu­leiki að taka svona afsök­un­ar­beiðni. Það sýnir styrk hans sem ein­stak­lings, og hvað hann kemur heil­steyptur út úr þessum harm­leik.“

Auglýsing

Vig­dís seg­ist hafa fyrir því öruggar heim­ildir að lands­dóms­málið hafi verið komið úr ranni for­ustu­manna rík­is­stjórn­ar­innar og að hún hafi ein­fald­lega gengið í gildr­una sem for­ysta rík­is­stjórn­ar­innar hafi lagt fyrir hana.

Vig­dís seg­ist hafa fyrir því öruggar heim­ildir að lands­dóms­málið hafi verið komið úr ranni for­ustu­manna rík­is­stjórn­ar­innar og að hún hafi ein­fald­lega gengið í gildr­una sem for­ysta rík­is­stjórn­ar­innar hafi lagt fyrir hana.

Dóna­skapur og hroki emb­ætt­is­manna­el­ítu í Brus­selUndir lok við­tals­ins tjáir Vig­dís sig um til­raun Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra til að slíta við­ræðum að Evr­ópu­sam­band­inu, en sam­bandið sjálft lítur ekki á bréfið sem hann sendi sem ígildi við­ræðu­slita. Vig­dís segir að það sé „því­líkur dóna­skapur og hroki hjá emb­ætt­is­manna­el­ít­unni í Brus­sel, að koma svona fram við sjálf­stætt og full­valda ríki, maður á ekki orð til að lýsa því hví­líkur hroki birt­ist þarna.“

Hún segir að umsókn­ar­ferlið sé búið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Elín Hirst sækist eftir stöðu útvarpsstjóra
Elín hefur áratugareynslu af fjömiðlastörfum, og var um tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 9. desember 2019
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None