Vigdís gæti hugsað sér að verða ráðherra og segist hafa verið leidd í gildru í landsdómsmáli

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir að umhverf­is­ráðu­neytið hafi ekki verið spenn­andi kost fyrir sig þegar það losn­aði en að hún úti­loki ekki að hafa hug á ráð­herra­emb­ætti síð­ar. Hún sér eftir Lands­dóms­mál­inu, seg­ist hafa öruggar heim­ildir fyrir því að það hafi verið runnið undan rifjum for­ystu­manna síð­ustu rík­is­stjórnar og hefur beðið Geir H. Haar­de, sem var einn sóttur til saka fyrir Lands­dómi, afsök­unnar á sínum hluta í mál­inu. Þetta kemur fram í við­tali við Vig­dísi í Morg­un­blað­inu í dag.

Vantar að taka umræðu um Sam­fylk­ing­una í lands­dóms­mál­inuVig­dís segir að enn eimi eftir af hatri og heift frá síð­asta kjör­tíma­bili sem hafi verið mikið átaka­tíma­bil. Þar hafi mörg mál verið sett upp, til dæmis Evr­ópu­sam­bands­mál­ið, stjórn­ar­skrár­mál­ið, lands­dóms­málið og umbylt­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins.

Hún tjáir sig síðan sér­stak­lega um lands­dóms­málið og atburð­ar­rás­ina sem leiddi til þess að Geir H. Haar­de, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, sætti einn ákæru fyrir dómn­um.Vig­dís segir málið sýna ótrú­lega hræsni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en hluti þing­manna hennar kaus gegn því að ákæra ráð­herr­anna tvo úr sínum flokki sem lagt hafði verið til að ákæra, þau Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dóttur og Björg­vin G. Sig­urðs­son. „Það var fyrst og fremst Sam­fylk­ingin sem hlífði sínu fólki, það voru engin heil­indi, eða raun­veru­legur vilji á bak við. Það var mjög skrýtið and­rúms­loft í þingsalnum þegar þetta gerð­ist, það var svo þrúg­andi að það var hægt að skera and­rúms­loft­ið. Eft­ir­leik­inn vita all­ir. Umræðan hefur ekki verið tekin nægi­lega í sam­fé­lag­inu, hvers vegna þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar fóru þessa leið.[...]Ein­hver sagði að það hefði átt að stöðva atkvæða­greiðsl­una þegar í ljós kom hvernig í pott­inn var búið, en ég skil ekki í þáver­andi for­seta að taka það í mál að brjóta til­lög­una upp án þess að vara þing­menn við.“

Lands­dóms­málið gildra sem hún gekk íVig­dís lagð­ist gegn því að málið yrði dregið til baka þegar til­laga um það var lögð fram. Hún seg­ist hafa verið á „þeim stað á þessu átaka­þingi að ég var búin að taka slagi út af stjórn­ar­skránni og ESB, og búin að sæta mik­illi gagn­rýni, og mér fannst ég ekki geta skipt um hest í miðri á. Eftir á að hyggja var það rangt hjá mér.“

Hún hefur síðar fundað með Geir H. Haarde og beðið han afsök­unnar á sínum þætti. „Það sýnir hvað Geir er stór­brot­inn per­sónu­leiki að taka svona afsök­un­ar­beiðni. Það sýnir styrk hans sem ein­stak­lings, og hvað hann kemur heil­steyptur út úr þessum harm­leik.“

Auglýsing

Vig­dís seg­ist hafa fyrir því öruggar heim­ildir að lands­dóms­málið hafi verið komið úr ranni for­ustu­manna rík­is­stjórn­ar­innar og að hún hafi ein­fald­lega gengið í gildr­una sem for­ysta rík­is­stjórn­ar­innar hafi lagt fyrir hana.

Vig­dís seg­ist hafa fyrir því öruggar heim­ildir að lands­dóms­málið hafi verið komið úr ranni for­ustu­manna rík­is­stjórn­ar­innar og að hún hafi ein­fald­lega gengið í gildr­una sem for­ysta rík­is­stjórn­ar­innar hafi lagt fyrir hana.

Dóna­skapur og hroki emb­ætt­is­manna­el­ítu í Brus­selUndir lok við­tals­ins tjáir Vig­dís sig um til­raun Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra til að slíta við­ræðum að Evr­ópu­sam­band­inu, en sam­bandið sjálft lítur ekki á bréfið sem hann sendi sem ígildi við­ræðu­slita. Vig­dís segir að það sé „því­líkur dóna­skapur og hroki hjá emb­ætt­is­manna­el­ít­unni í Brus­sel, að koma svona fram við sjálf­stætt og full­valda ríki, maður á ekki orð til að lýsa því hví­líkur hroki birt­ist þarna.“

Hún segir að umsókn­ar­ferlið sé búið.

Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None