Vigdís gæti hugsað sér að verða ráðherra og segist hafa verið leidd í gildru í landsdómsmáli

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir að umhverf­is­ráðu­neytið hafi ekki verið spenn­andi kost fyrir sig þegar það losn­aði en að hún úti­loki ekki að hafa hug á ráð­herra­emb­ætti síð­ar. Hún sér eftir Lands­dóms­mál­inu, seg­ist hafa öruggar heim­ildir fyrir því að það hafi verið runnið undan rifjum for­ystu­manna síð­ustu rík­is­stjórnar og hefur beðið Geir H. Haar­de, sem var einn sóttur til saka fyrir Lands­dómi, afsök­unnar á sínum hluta í mál­inu. Þetta kemur fram í við­tali við Vig­dísi í Morg­un­blað­inu í dag.

Vantar að taka umræðu um Sam­fylk­ing­una í lands­dóms­mál­inuVig­dís segir að enn eimi eftir af hatri og heift frá síð­asta kjör­tíma­bili sem hafi verið mikið átaka­tíma­bil. Þar hafi mörg mál verið sett upp, til dæmis Evr­ópu­sam­bands­mál­ið, stjórn­ar­skrár­mál­ið, lands­dóms­málið og umbylt­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins.

Hún tjáir sig síðan sér­stak­lega um lands­dóms­málið og atburð­ar­rás­ina sem leiddi til þess að Geir H. Haar­de, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, sætti einn ákæru fyrir dómn­um.Vig­dís segir málið sýna ótrú­lega hræsni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en hluti þing­manna hennar kaus gegn því að ákæra ráð­herr­anna tvo úr sínum flokki sem lagt hafði verið til að ákæra, þau Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dóttur og Björg­vin G. Sig­urðs­son. „Það var fyrst og fremst Sam­fylk­ingin sem hlífði sínu fólki, það voru engin heil­indi, eða raun­veru­legur vilji á bak við. Það var mjög skrýtið and­rúms­loft í þingsalnum þegar þetta gerð­ist, það var svo þrúg­andi að það var hægt að skera and­rúms­loft­ið. Eft­ir­leik­inn vita all­ir. Umræðan hefur ekki verið tekin nægi­lega í sam­fé­lag­inu, hvers vegna þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar fóru þessa leið.[...]Ein­hver sagði að það hefði átt að stöðva atkvæða­greiðsl­una þegar í ljós kom hvernig í pott­inn var búið, en ég skil ekki í þáver­andi for­seta að taka það í mál að brjóta til­lög­una upp án þess að vara þing­menn við.“

Lands­dóms­málið gildra sem hún gekk íVig­dís lagð­ist gegn því að málið yrði dregið til baka þegar til­laga um það var lögð fram. Hún seg­ist hafa verið á „þeim stað á þessu átaka­þingi að ég var búin að taka slagi út af stjórn­ar­skránni og ESB, og búin að sæta mik­illi gagn­rýni, og mér fannst ég ekki geta skipt um hest í miðri á. Eftir á að hyggja var það rangt hjá mér.“

Hún hefur síðar fundað með Geir H. Haarde og beðið han afsök­unnar á sínum þætti. „Það sýnir hvað Geir er stór­brot­inn per­sónu­leiki að taka svona afsök­un­ar­beiðni. Það sýnir styrk hans sem ein­stak­lings, og hvað hann kemur heil­steyptur út úr þessum harm­leik.“

Auglýsing

Vig­dís seg­ist hafa fyrir því öruggar heim­ildir að lands­dóms­málið hafi verið komið úr ranni for­ustu­manna rík­is­stjórn­ar­innar og að hún hafi ein­fald­lega gengið í gildr­una sem for­ysta rík­is­stjórn­ar­innar hafi lagt fyrir hana.

Vig­dís seg­ist hafa fyrir því öruggar heim­ildir að lands­dóms­málið hafi verið komið úr ranni for­ustu­manna rík­is­stjórn­ar­innar og að hún hafi ein­fald­lega gengið í gildr­una sem for­ysta rík­is­stjórn­ar­innar hafi lagt fyrir hana.

Dóna­skapur og hroki emb­ætt­is­manna­el­ítu í Brus­selUndir lok við­tals­ins tjáir Vig­dís sig um til­raun Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra til að slíta við­ræðum að Evr­ópu­sam­band­inu, en sam­bandið sjálft lítur ekki á bréfið sem hann sendi sem ígildi við­ræðu­slita. Vig­dís segir að það sé „því­líkur dóna­skapur og hroki hjá emb­ætt­is­manna­el­ít­unni í Brus­sel, að koma svona fram við sjálf­stætt og full­valda ríki, maður á ekki orð til að lýsa því hví­líkur hroki birt­ist þarna.“

Hún segir að umsókn­ar­ferlið sé búið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None