Vigdís gæti hugsað sér að verða ráðherra og segist hafa verið leidd í gildru í landsdómsmáli

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir að umhverf­is­ráðu­neytið hafi ekki verið spenn­andi kost fyrir sig þegar það losn­aði en að hún úti­loki ekki að hafa hug á ráð­herra­emb­ætti síð­ar. Hún sér eftir Lands­dóms­mál­inu, seg­ist hafa öruggar heim­ildir fyrir því að það hafi verið runnið undan rifjum for­ystu­manna síð­ustu rík­is­stjórnar og hefur beðið Geir H. Haar­de, sem var einn sóttur til saka fyrir Lands­dómi, afsök­unnar á sínum hluta í mál­inu. Þetta kemur fram í við­tali við Vig­dísi í Morg­un­blað­inu í dag.

Vantar að taka umræðu um Sam­fylk­ing­una í lands­dóms­mál­inuVig­dís segir að enn eimi eftir af hatri og heift frá síð­asta kjör­tíma­bili sem hafi verið mikið átaka­tíma­bil. Þar hafi mörg mál verið sett upp, til dæmis Evr­ópu­sam­bands­mál­ið, stjórn­ar­skrár­mál­ið, lands­dóms­málið og umbylt­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins.

Hún tjáir sig síðan sér­stak­lega um lands­dóms­málið og atburð­ar­rás­ina sem leiddi til þess að Geir H. Haar­de, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, sætti einn ákæru fyrir dómn­um.Vig­dís segir málið sýna ótrú­lega hræsni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en hluti þing­manna hennar kaus gegn því að ákæra ráð­herr­anna tvo úr sínum flokki sem lagt hafði verið til að ákæra, þau Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dóttur og Björg­vin G. Sig­urðs­son. „Það var fyrst og fremst Sam­fylk­ingin sem hlífði sínu fólki, það voru engin heil­indi, eða raun­veru­legur vilji á bak við. Það var mjög skrýtið and­rúms­loft í þingsalnum þegar þetta gerð­ist, það var svo þrúg­andi að það var hægt að skera and­rúms­loft­ið. Eft­ir­leik­inn vita all­ir. Umræðan hefur ekki verið tekin nægi­lega í sam­fé­lag­inu, hvers vegna þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar fóru þessa leið.[...]Ein­hver sagði að það hefði átt að stöðva atkvæða­greiðsl­una þegar í ljós kom hvernig í pott­inn var búið, en ég skil ekki í þáver­andi for­seta að taka það í mál að brjóta til­lög­una upp án þess að vara þing­menn við.“

Lands­dóms­málið gildra sem hún gekk íVig­dís lagð­ist gegn því að málið yrði dregið til baka þegar til­laga um það var lögð fram. Hún seg­ist hafa verið á „þeim stað á þessu átaka­þingi að ég var búin að taka slagi út af stjórn­ar­skránni og ESB, og búin að sæta mik­illi gagn­rýni, og mér fannst ég ekki geta skipt um hest í miðri á. Eftir á að hyggja var það rangt hjá mér.“

Hún hefur síðar fundað með Geir H. Haarde og beðið han afsök­unnar á sínum þætti. „Það sýnir hvað Geir er stór­brot­inn per­sónu­leiki að taka svona afsök­un­ar­beiðni. Það sýnir styrk hans sem ein­stak­lings, og hvað hann kemur heil­steyptur út úr þessum harm­leik.“

Auglýsing

Vig­dís seg­ist hafa fyrir því öruggar heim­ildir að lands­dóms­málið hafi verið komið úr ranni for­ustu­manna rík­is­stjórn­ar­innar og að hún hafi ein­fald­lega gengið í gildr­una sem for­ysta rík­is­stjórn­ar­innar hafi lagt fyrir hana.

Vig­dís seg­ist hafa fyrir því öruggar heim­ildir að lands­dóms­málið hafi verið komið úr ranni for­ustu­manna rík­is­stjórn­ar­innar og að hún hafi ein­fald­lega gengið í gildr­una sem for­ysta rík­is­stjórn­ar­innar hafi lagt fyrir hana.

Dóna­skapur og hroki emb­ætt­is­manna­el­ítu í Brus­selUndir lok við­tals­ins tjáir Vig­dís sig um til­raun Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra til að slíta við­ræðum að Evr­ópu­sam­band­inu, en sam­bandið sjálft lítur ekki á bréfið sem hann sendi sem ígildi við­ræðu­slita. Vig­dís segir að það sé „því­líkur dóna­skapur og hroki hjá emb­ætt­is­manna­el­ít­unni í Brus­sel, að koma svona fram við sjálf­stætt og full­valda ríki, maður á ekki orð til að lýsa því hví­líkur hroki birt­ist þarna.“

Hún segir að umsókn­ar­ferlið sé búið.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None