Vigdís Hauksdóttir vandar Isavia ekki kveðjurnar á Facebook

flugstod-leifs-eirkissonar-1.jpg
Auglýsing

„Það er orð­ið súr­ríal­ískt and­rúms­loft í Leif­stöð sem ISA­VIA ohf ber ábyrgð á,“ skrif­aði Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefndar Alþingis á Face­book í kvöld.

Þá skrifar þing­mað­ur­inn: „Þetta er einmitt sama flug­stöðin sem kol­féll á örygg­is­leit­ar­próf­inu - sumir eru límdir við stól­ana sína sama hvað gengur á...“

Færsla Vigdísar Hauksdóttur á Facebook í kvöld. Færsla Vig­dísar Hauks­dóttur á Face­book í kvöld.

Auglýsing

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Vig­dís að gagn­rýni hennar snúi ein­vörð­ungu að stjórn og stjórn­endum Isa­via, en ekki almennu starfs­fólki sem sjálf­sagt reyni að vinna störf sín vel. Hún gagn­rýnir for­gangs­röðun stjórnar Isa­via varð­andi Leifs­stöð, að háum fjár­munum hafi verið varið til að fegra versl­un­ar­svæð­ið, en ekki til að stækka flug­stöð­ina til að þjón­usta ferða­fólk sem best.

„Enda­lausir hálf­vitar í Leifs­stöð“Neðan við færsl­una deilir þing­mað­ur­inn ­grein, sem birt­ist nafn­laus inn á vef­síð­unni Far­ar­heill.is, með fyr­ir­sögn­inni „Enda­lausir hálf­vitar í Leifs­stöð.“ Umrædd grein hefst á orð­un­um: „Fólk sem hugsar lítið eða ekk­ert er óhætt að kalla hálf­vita. Það á sann­ar­lega við um stjórn­endur Kefla­vík­ur­flug­vallar sem ættu að sjá sóma sinn í að segja störfum sínum laus­um.“

Í grein­inni eru fram­kvæmdir í Leifs­stöð harð­lega gagn­rýndar og sagðar nær ein­ungis til þess fallnar að þjónka við versl­un­ar­eig­end­ur. „Flug­stöð er ekki versl­un­ar­mið­stöð. Ekki aðeins hafa borist fjöl­margar kvart­anir yfir löngum röðum og töfum við inn­ritun og örygg­is­leit. Líka má lesa tals­vert á sam­fé­lags­miðlum um óánægju ferða­fólks með dapra aðstöðu fyrir bið­far­þega í Leifs­stöð. Versl­anir taka nú það mikið pláss að þeir sem eru bara að bíða og hafa engan áhuga að versla verða oft að gera sér að góðu að standa upp­réttir í tíma og ótíma. Það jafn­vel í tvær til þrjár stundir því flug­völl­ur­inn hvetur fólk til að mæta með minnst þriggja stunda fyr­ir­vara á álags­tím­um. Hvenær eru álags­tímar? Alltaf.“

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None