Vigdís Hauksdóttir vandar Isavia ekki kveðjurnar á Facebook

flugstod-leifs-eirkissonar-1.jpg
Auglýsing

„Það er orðið súrríalískt andrúmsloft í Leifstöð sem ISAVIA ohf ber ábyrgð á,“ skrifaði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis á Facebook í kvöld.

Þá skrifar þingmaðurinn: „Þetta er einmitt sama flugstöðin sem kolféll á öryggisleitarprófinu - sumir eru límdir við stólana sína sama hvað gengur á...“

Færsla Vigdísar Hauksdóttur á Facebook í kvöld. Færsla Vigdísar Hauksdóttur á Facebook í kvöld.

Auglýsing

Í samtali við Kjarnann segir Vigdís að gagnrýni hennar snúi einvörðungu að stjórn og stjórnendum Isavia, en ekki almennu starfsfólki sem sjálfsagt reyni að vinna störf sín vel. Hún gagnrýnir forgangsröðun stjórnar Isavia varðandi Leifsstöð, að háum fjármunum hafi verið varið til að fegra verslunarsvæðið, en ekki til að stækka flugstöðina til að þjónusta ferðafólk sem best.

„Endalausir hálfvitar í Leifsstöð“


Neðan við færsluna deilir þingmaðurinn grein, sem birtist nafnlaus inn á vefsíðunni Fararheill.is, með fyrirsögninni „Endalausir hálfvitar í Leifsstöð.“ Umrædd grein hefst á orðunum: „Fólk sem hugsar lítið eða ekkert er óhætt að kalla hálfvita. Það á sannarlega við um stjórnendur Keflavíkurflugvallar sem ættu að sjá sóma sinn í að segja störfum sínum lausum.“

Í greininni eru framkvæmdir í Leifsstöð harðlega gagnrýndar og sagðar nær einungis til þess fallnar að þjónka við verslunareigendur. „Flugstöð er ekki verslunarmiðstöð. Ekki aðeins hafa borist fjölmargar kvartanir yfir löngum röðum og töfum við innritun og öryggisleit. Líka má lesa talsvert á samfélagsmiðlum um óánægju ferðafólks með dapra aðstöðu fyrir biðfarþega í Leifsstöð. Verslanir taka nú það mikið pláss að þeir sem eru bara að bíða og hafa engan áhuga að versla verða oft að gera sér að góðu að standa uppréttir í tíma og ótíma. Það jafnvel í tvær til þrjár stundir því flugvöllurinn hvetur fólk til að mæta með minnst þriggja stunda fyrirvara á álagstímum. Hvenær eru álagstímar? Alltaf.“

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None