Vigdís Hauksdóttir vandar Isavia ekki kveðjurnar á Facebook

flugstod-leifs-eirkissonar-1.jpg
Auglýsing

„Það er orð­ið súr­ríal­ískt and­rúms­loft í Leif­stöð sem ISA­VIA ohf ber ábyrgð á,“ skrif­aði Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefndar Alþingis á Face­book í kvöld.

Þá skrifar þing­mað­ur­inn: „Þetta er einmitt sama flug­stöðin sem kol­féll á örygg­is­leit­ar­próf­inu - sumir eru límdir við stól­ana sína sama hvað gengur á...“

Færsla Vigdísar Hauksdóttur á Facebook í kvöld. Færsla Vig­dísar Hauks­dóttur á Face­book í kvöld.

Auglýsing

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Vig­dís að gagn­rýni hennar snúi ein­vörð­ungu að stjórn og stjórn­endum Isa­via, en ekki almennu starfs­fólki sem sjálf­sagt reyni að vinna störf sín vel. Hún gagn­rýnir for­gangs­röðun stjórnar Isa­via varð­andi Leifs­stöð, að háum fjár­munum hafi verið varið til að fegra versl­un­ar­svæð­ið, en ekki til að stækka flug­stöð­ina til að þjón­usta ferða­fólk sem best.

„Enda­lausir hálf­vitar í Leifs­stöð“Neðan við færsl­una deilir þing­mað­ur­inn ­grein, sem birt­ist nafn­laus inn á vef­síð­unni Far­ar­heill.is, með fyr­ir­sögn­inni „Enda­lausir hálf­vitar í Leifs­stöð.“ Umrædd grein hefst á orð­un­um: „Fólk sem hugsar lítið eða ekk­ert er óhætt að kalla hálf­vita. Það á sann­ar­lega við um stjórn­endur Kefla­vík­ur­flug­vallar sem ættu að sjá sóma sinn í að segja störfum sínum laus­um.“

Í grein­inni eru fram­kvæmdir í Leifs­stöð harð­lega gagn­rýndar og sagðar nær ein­ungis til þess fallnar að þjónka við versl­un­ar­eig­end­ur. „Flug­stöð er ekki versl­un­ar­mið­stöð. Ekki aðeins hafa borist fjöl­margar kvart­anir yfir löngum röðum og töfum við inn­ritun og örygg­is­leit. Líka má lesa tals­vert á sam­fé­lags­miðlum um óánægju ferða­fólks með dapra aðstöðu fyrir bið­far­þega í Leifs­stöð. Versl­anir taka nú það mikið pláss að þeir sem eru bara að bíða og hafa engan áhuga að versla verða oft að gera sér að góðu að standa upp­réttir í tíma og ótíma. Það jafn­vel í tvær til þrjár stundir því flug­völl­ur­inn hvetur fólk til að mæta með minnst þriggja stunda fyr­ir­vara á álags­tím­um. Hvenær eru álags­tímar? Alltaf.“

 

 

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None