Vigdís og Guðlaugur Þór segja forsvarsmenn RÚV hafa vísvitandi blekkt fjárlagavaldið

Magnús Geir Þórðarson segir það af og frá. Skilyrðum sem fjárlanefnd setti fyrir aukafjárveitingu hafi verið náð.

vigdís hauksdóttir
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­mað­ur­ fjár­laga­nefndar og þing­maður Fram­sókna­flokks­ins, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, vara­for­maður nefnd­ar­innar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, telja að ­stjórn­endur Rík­is­út­varps­ins (RÚV) hafi vís­vit­andi blekkt fjár­veit­ing­ar­vald­ið ­með því að gefa þeim rangar upp­lýs­ingar um stöðu stofn­un­ar­inn­ar. Tíma­bund­in fjár­heim­ild að upp­hæð 182 millj­ónum króna hafi verið lögð til RÚV en hún hafi verið háð þeim skil­yrðum að á vegnum stjórnar félags­ins myndi fara fram end­ur­skipu­lagn­ing og að hún myndi gera áætlun um sjálf­bæran rekst­ur. Þær ­á­ætl­anir áttu að liggja fyrir í lok mars. Vig­dís og Guð­laugur Þór telja að þessum skil­yrðum hafi alls ekki verið fram­fylgt. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu. Þar segir Vig­dís að þeir „sem fara með mál­efni RÚV verða að svar því hver axli þá ábyrgð“. Hún telur að Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og ­menn­ing­ar­mála­ráð­herra verði að svara því hvern­ig  það sé gert. „Ég lít þetta mjög alvar­leg­um augum að rangar upp­lýs­ingar séu lagðar fyrir nefnd sem hefur eft­ir­lit með­ fjár­reiðum rík­is­ins“.

Magnús Geir Þórð­ar­son út­varps­stjóri hafnar því að for­svars­menn RÚV hafi blekkt fjár­laga­nefnd. Í vinn­u ­sem farið hefði fram með aðilum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti hafi komið fram að skil­yrðum fjár­laga­nefndar hefð­i verið náð.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Auglýsing

Ill­ugi vill að útvarps­gjaldið verði ekki lækkað

Í skýrslu nefndar sem Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra skip­að­i 7. maí síð­ast­lið­inn til að greina þróun á starf­semi RÚV ohf. frá stofn­un, þann 1. apríl 2007, og kom út í gær var rekstur fyr­ir­tæk­is­ins harð­lega ­gagn­rýnd­ur. Þar sagði meðal ann­ars að rekstur RÚV hafi verið sjálf­bær frá því að fyr­ir­tækið var gert að opin­beru hluta­fé­lagi árið 2007. Alls nemur tap umfram hagnað 813 millj­ónum króna á því tíma­bili, og er þar gert ráð fyrir þeim tekj­u­m ­sem RÚV hefur af útvarps­gjaldi sem lands­mönnum er skylt að greiða. Samt sem áður gera áætl­anir RÚV, sem fyr­ir­tækið vinnur eft­ir, ráð fyrir því að það fái hærra útvarps­gjald en gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varpi árs­ins, að 3,2 millj­arða króna lán vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga hverfi úr efna­hag RÚV og að ­sala á bygg­inga­rétti á lóð fyr­ir­tæk­is­ins gangi eft­ir. Gangi allar þess­ar ­for­sendur ekki eftir er rekstur RÚV eins og fyr­ir­tækið er rekið í dag ósjálf­bær.

Útvarps­gjaldið sem rennur að mestu til RÚV var lækkað um ­síð­ustu ára­mót, úr 19.400 krónum í 17.800 krón­um. Um næstu ára­mót á að lækk­a það aftur í 16.400 krón­ur. Í Frétta­blað­inu í dag er haft eftir Ill­uga að hann ætli að leggja það til að útvarps­gjaldið muni ekki lækka um kom­andi ára­mót. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um hvort ríkið yfir­taki líf­eyr­is­skuld­bind­ing­arnar sem fylgdu RÚV þegar fyr­ir­tækið var gert að opin­beru hluta­fé­lag­i. 

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None