Vigdís og Guðlaugur Þór segja forsvarsmenn RÚV hafa vísvitandi blekkt fjárlagavaldið

Magnús Geir Þórðarson segir það af og frá. Skilyrðum sem fjárlanefnd setti fyrir aukafjárveitingu hafi verið náð.

vigdís hauksdóttir
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­mað­ur­ fjár­laga­nefndar og þing­maður Fram­sókna­flokks­ins, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, vara­for­maður nefnd­ar­innar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, telja að ­stjórn­endur Rík­is­út­varps­ins (RÚV) hafi vís­vit­andi blekkt fjár­veit­ing­ar­vald­ið ­með því að gefa þeim rangar upp­lýs­ingar um stöðu stofn­un­ar­inn­ar. Tíma­bund­in fjár­heim­ild að upp­hæð 182 millj­ónum króna hafi verið lögð til RÚV en hún hafi verið háð þeim skil­yrðum að á vegnum stjórnar félags­ins myndi fara fram end­ur­skipu­lagn­ing og að hún myndi gera áætlun um sjálf­bæran rekst­ur. Þær ­á­ætl­anir áttu að liggja fyrir í lok mars. Vig­dís og Guð­laugur Þór telja að þessum skil­yrðum hafi alls ekki verið fram­fylgt. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu. Þar segir Vig­dís að þeir „sem fara með mál­efni RÚV verða að svar því hver axli þá ábyrgð“. Hún telur að Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og ­menn­ing­ar­mála­ráð­herra verði að svara því hvern­ig  það sé gert. „Ég lít þetta mjög alvar­leg­um augum að rangar upp­lýs­ingar séu lagðar fyrir nefnd sem hefur eft­ir­lit með­ fjár­reiðum rík­is­ins“.

Magnús Geir Þórð­ar­son út­varps­stjóri hafnar því að for­svars­menn RÚV hafi blekkt fjár­laga­nefnd. Í vinn­u ­sem farið hefði fram með aðilum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti hafi komið fram að skil­yrðum fjár­laga­nefndar hefð­i verið náð.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Auglýsing

Ill­ugi vill að útvarps­gjaldið verði ekki lækkað

Í skýrslu nefndar sem Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra skip­að­i 7. maí síð­ast­lið­inn til að greina þróun á starf­semi RÚV ohf. frá stofn­un, þann 1. apríl 2007, og kom út í gær var rekstur fyr­ir­tæk­is­ins harð­lega ­gagn­rýnd­ur. Þar sagði meðal ann­ars að rekstur RÚV hafi verið sjálf­bær frá því að fyr­ir­tækið var gert að opin­beru hluta­fé­lagi árið 2007. Alls nemur tap umfram hagnað 813 millj­ónum króna á því tíma­bili, og er þar gert ráð fyrir þeim tekj­u­m ­sem RÚV hefur af útvarps­gjaldi sem lands­mönnum er skylt að greiða. Samt sem áður gera áætl­anir RÚV, sem fyr­ir­tækið vinnur eft­ir, ráð fyrir því að það fái hærra útvarps­gjald en gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varpi árs­ins, að 3,2 millj­arða króna lán vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga hverfi úr efna­hag RÚV og að ­sala á bygg­inga­rétti á lóð fyr­ir­tæk­is­ins gangi eft­ir. Gangi allar þess­ar ­for­sendur ekki eftir er rekstur RÚV eins og fyr­ir­tækið er rekið í dag ósjálf­bær.

Útvarps­gjaldið sem rennur að mestu til RÚV var lækkað um ­síð­ustu ára­mót, úr 19.400 krónum í 17.800 krón­um. Um næstu ára­mót á að lækk­a það aftur í 16.400 krón­ur. Í Frétta­blað­inu í dag er haft eftir Ill­uga að hann ætli að leggja það til að útvarps­gjaldið muni ekki lækka um kom­andi ára­mót. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um hvort ríkið yfir­taki líf­eyr­is­skuld­bind­ing­arnar sem fylgdu RÚV þegar fyr­ir­tækið var gert að opin­beru hluta­fé­lag­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None