Víglundarskýrslan lögð fram á þriðjudag

BrynjarN.elsson.47.jpg Brynjar Nielsson
Auglýsing

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mun leggja fram skýrslu sem hann hefur unnið um ásak­anir Víg­lundar Þor­steins­sonar um ætluð lög­brot íslenskra ráða­manna, emb­ætt­is­manna og eft­ir­lits­að­ila þegar nýju bank­arnir voru afhentir erlendum kröfu­höfum fyr­ir­renn­ara þeirra á nefnd­ar­fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar næst­kom­andi þriðju­dag. Þetta stað­festir hann í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Skýrslan er til­búin og hefði verið lögð fram í þess­ari viku,  en engin fundur er í nefnd­inni nú þar sem yfir stendur kjör­dæma­vika. Nefnd­ar­menn munu fá skýrsl­una til yfir­lestrar á mánu­dags­kvöld, en hún mun verða flokkuð sem trún­að­ar­mál þar til að skýrslan hefur verið form­lega lögð fram á fund­inum á þriðju­dag.

Alvar­legar ásak­anirVíglundur Þor­steins­son hefur aflað sér gagna und­an­farin ár sem hann segir að renni stoðum undir þá skoðun hans að lög­brot hafi verið framin í upp­gjöri stjórn­valda við kröfu­hafa föllnu bank­anna þriggja. Víglundur sendi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bréf í jan­úar 2014 og nefndin ákvað í kjöl­farið að fá Brynjar, sem situr í nefnd­inni, til að fara yfir ásak­anir Víg­lund­ar.

Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, segir að stjórnmálamenn, embættismenn í ráðuneytum og Fjármálaeftirlitið (FME) hafi framið stórfelld og margvísleg lögbrot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúrskurði eftirlitsins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í október 2008. Víglundur Þor­steins­son, fyrrum eig­andi BM Vallár, segir að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn í ráðu­neytum og Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hafi framið stór­felld og marg­vís­leg lög­brot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúr­skurði eft­ir­lits­ins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í októ­ber 2008.

Auglýsing

Í jan­úar síð­ast­liðnum sendi Víglundur síðan fjölda gagna á þing­menn og fjöl­miðla. Á meðal þeirra gagna voru stof­nefna­hags­reikn­ingar nýju bank­anna þriggja. Með fylgdi líka átta blað­síðna minn­is­blað þar sem Víglundur sagði að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn í ráðu­neytum og Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hafi framið stór­felld og marg­vís­leg lög­brot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúr­skurði eft­ir­lits­ins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í októ­ber 2008. Víglundur vill meina að með þessu hafi erlendir „hrægamma­sjóð­ir“ átt að hagn­ast um 300 til 400 millj­arða króna á kostnað þjóð­ar­inn­ar.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um málið í lok jan­ú­ar.

Hart tek­ist áÍ kjöl­far ásakanna Víg­lundar sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra að honum þætti upp­lýs­ing­arnar slá­andi og boð­aði rann­sókn á stofnun nýju bankanna. Það er ekki sú skoðun sem Brynjar hefur stýrt og er nú lok­ið.

Tveir þeirra manna sem tóku hvað mestan þátt í samn­ingum íslenska rík­is­ins við kröfu­hafa um end­ur­reisn íslensku við­skipta­bank­anna, Þor­steinn Þor­steins­son (sem var aðal­samn­inga­maður Íslands í við­ræð­un­um) og Jóhannes Karl Sveins­son (sem starf­aði sem ráð­gjafi hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og fjár­mála­ráðu­neyt­inu á þessum tíma) hafa í kjöl­farið skrifað greinar þar sem þeir hafa algjör­lega hafnað ávirð­ingum Víg­lundar.

Brynjar sagði sjálf­ur, í við­tali við RÚV í lok jan­úar, að það væri ljóst að hann myndi ekki kom­ast að neinni nið­ur­stöðu um hvort eitt­hvað væri hæft í ásök­unum Víg­lundar um að stjórn­völd hefðu framið lög­brot í mál­inu. Hann sagði hins vegar að vel kæmi til greina að hann legði til að nefndin léti skoða nánar nokkra þá þætti sem Víglundur benti á.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None