Víglundarskýrslan lögð fram á þriðjudag

BrynjarN.elsson.47.jpg Brynjar Nielsson
Auglýsing

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mun leggja fram skýrslu sem hann hefur unnið um ásak­anir Víg­lundar Þor­steins­sonar um ætluð lög­brot íslenskra ráða­manna, emb­ætt­is­manna og eft­ir­lits­að­ila þegar nýju bank­arnir voru afhentir erlendum kröfu­höfum fyr­ir­renn­ara þeirra á nefnd­ar­fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar næst­kom­andi þriðju­dag. Þetta stað­festir hann í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Skýrslan er til­búin og hefði verið lögð fram í þess­ari viku,  en engin fundur er í nefnd­inni nú þar sem yfir stendur kjör­dæma­vika. Nefnd­ar­menn munu fá skýrsl­una til yfir­lestrar á mánu­dags­kvöld, en hún mun verða flokkuð sem trún­að­ar­mál þar til að skýrslan hefur verið form­lega lögð fram á fund­inum á þriðju­dag.

Alvar­legar ásak­anirVíglundur Þor­steins­son hefur aflað sér gagna und­an­farin ár sem hann segir að renni stoðum undir þá skoðun hans að lög­brot hafi verið framin í upp­gjöri stjórn­valda við kröfu­hafa föllnu bank­anna þriggja. Víglundur sendi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bréf í jan­úar 2014 og nefndin ákvað í kjöl­farið að fá Brynjar, sem situr í nefnd­inni, til að fara yfir ásak­anir Víg­lund­ar.

Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, segir að stjórnmálamenn, embættismenn í ráðuneytum og Fjármálaeftirlitið (FME) hafi framið stórfelld og margvísleg lögbrot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúrskurði eftirlitsins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í október 2008. Víglundur Þor­steins­son, fyrrum eig­andi BM Vallár, segir að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn í ráðu­neytum og Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hafi framið stór­felld og marg­vís­leg lög­brot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúr­skurði eft­ir­lits­ins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í októ­ber 2008.

Auglýsing

Í jan­úar síð­ast­liðnum sendi Víglundur síðan fjölda gagna á þing­menn og fjöl­miðla. Á meðal þeirra gagna voru stof­nefna­hags­reikn­ingar nýju bank­anna þriggja. Með fylgdi líka átta blað­síðna minn­is­blað þar sem Víglundur sagði að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn í ráðu­neytum og Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hafi framið stór­felld og marg­vís­leg lög­brot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúr­skurði eft­ir­lits­ins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í októ­ber 2008. Víglundur vill meina að með þessu hafi erlendir „hrægamma­sjóð­ir“ átt að hagn­ast um 300 til 400 millj­arða króna á kostnað þjóð­ar­inn­ar.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um málið í lok jan­ú­ar.

Hart tek­ist áÍ kjöl­far ásakanna Víg­lundar sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra að honum þætti upp­lýs­ing­arnar slá­andi og boð­aði rann­sókn á stofnun nýju bankanna. Það er ekki sú skoðun sem Brynjar hefur stýrt og er nú lok­ið.

Tveir þeirra manna sem tóku hvað mestan þátt í samn­ingum íslenska rík­is­ins við kröfu­hafa um end­ur­reisn íslensku við­skipta­bank­anna, Þor­steinn Þor­steins­son (sem var aðal­samn­inga­maður Íslands í við­ræð­un­um) og Jóhannes Karl Sveins­son (sem starf­aði sem ráð­gjafi hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og fjár­mála­ráðu­neyt­inu á þessum tíma) hafa í kjöl­farið skrifað greinar þar sem þeir hafa algjör­lega hafnað ávirð­ingum Víg­lundar.

Brynjar sagði sjálf­ur, í við­tali við RÚV í lok jan­úar, að það væri ljóst að hann myndi ekki kom­ast að neinni nið­ur­stöðu um hvort eitt­hvað væri hæft í ásök­unum Víg­lundar um að stjórn­völd hefðu framið lög­brot í mál­inu. Hann sagði hins vegar að vel kæmi til greina að hann legði til að nefndin léti skoða nánar nokkra þá þætti sem Víglundur benti á.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None