Vilja að Lögbirtingablaðið verði ókeypis fyrir alla

Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka leggja til í nýju frumvarpi að aðgengi að rafrænni útgáfu Lögbirtingablaðsins verði notendum að kostnaðarlausu.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Níu þing­menn úr þremur flokk­um, Píröt­um, Flokki fólks­ins og Sam­fylk­ing­unni, hafa lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað og lögum um auka­tekjur rík­is­sjóðs. Ef frum­varpið verður sam­þykkt munu les­endur Lög­birt­inga­blaðs­ins ekki greiða fyrir aðgang að því.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata en með honum eru þau Andrés Ingi Jóns­son, Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dótt­ir, Gísli Rafn Ólafs­son, Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, Ást­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, Tómas A. Tóm­as­son, Helga Vala Helga­dóttir og Jóhann Páll Jóhanns­son.

Fram kemur í frum­varp­inu að við raf­ræna útgáfu skuli tryggja öryggi og áreið­an­leika birtra upp­lýs­inga og að þær varð­veit­ist á var­an­legan hátt og gagna­snið útgáf­unnar sé opið og aðgengi­legt. Raf­rænni útgáfu Lög­birt­inga­blaðs skuli hagað þannig, eftir því sem tækni­lega er unnt, að komið sé í veg fyrir úrvinnslu og sam­teng­ingu per­sónu­upp­lýs­inga sem birtar eru. Við raf­ræna útgáfu skuli útgáfu­dagur til­greind­ur.

Auglýsing

Haga skuli útgáfu Stjórn­ar­tíð­inda og Lög­birt­inga­blaðs þannig að vél- og hug­bún­aður sem flestra nýt­ist. Skulu þeir sem þess óska geta keypt Stjórn­ar­tíð­indi eða Lög­birt­inga­blað í prent­uðu formi í áskrift eða fengið ein­stök tölu­blöð send gegn greiðslu kostn­aðar af prentun þeirra og send­ingu.

Raf­ræn áskrift kostar 3.000 krónur á ári

Dóms­mála­ráðu­neytið gefur út Lög­birt­inga­blað en það kom fyrst út í prent­uðu formi í árs­byrjun 1908 og var þá gefið út einu sinni í viku. Síðan hefur Lög­birt­inga­blað verið gefið út í prent­uðu formi óslitið til dags­ins í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Lög­birt­inga­blaðs­ins hefur útgáfan vaxið jafnt og þétt und­an­farin ár og hefur síð­ustu árin verið yfir 1.200 blað­síður á ári. Í árs­byrjun 2002 var ákveðið að gera blaðið einnig aðgengi­legt á net­inu og er nú hægt að nálg­ast þar öll tölu­blöð sem komið hafa út frá 1. jan­úar 2001.

Sam­kvæmt lögum skal birta í Lög­birt­inga­blaði dóms­mála­aug­lýs­ing­ar, svo sem stefnur til dóms, úrskurði um töku búa til opin­berra skipta og áskor­anir um kröfu­lýs­ing­ar, aug­lýs­ingar um skipta­fundi og skipta­lok þrota­búa, nauð­ung­ar­söl­ur, þar á meðal á fast­eignum búa sem eru til opin­berra skipta, aug­lýs­ingar um vog­rek, óskilafé og fundið fé, aug­lýs­ingar um kaup­mála hjóna, lög­ræð­is­svipt­ingu og brott­fall henn­ar, lög­boðnar aug­lýs­ingar um félög og firmu, sér­leyfi er stjórn­völd veita, opin­ber verð­lags­á­kvæði og annað það er stjórn­völdum þykir rétt að birta almenn­ingi.

Raf­ræn áskrift af Lög­birt­inga­blað­inu kostar 3.000 krónur á ári.

Allt yrði aðgengi­legt á tölvu­tækan hátt á aðgengi­legu og opnu gagna­sniði í opinni gagna­gátt

Í grein­ar­gerð­inni með frum­varp­inu segir að með þess­ari laga­breyt­ingu yrði það gert að skyldu að Stjórn­ar­tíð­indum og Lög­birt­inga­blaði yrði dreift á raf­rænan hátt, að aðgengi að raf­rænni útgáfu yrði not­endum að kostn­að­ar­lausu og að allt sem birt er í þessum ritum yrði aðgengi­legt á tölvu­tækan hátt á aðgengi­legu og opnu gagna­sniði í opinni gagna­gátt, til dæmis opin­gogn.­is.

Sam­hliða því er lagt til að fella brott grein úr lögum um auka­tekjur rík­is­sjóðs enda yrði ekki lengur kveðið á um í lögum um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað að greiða skyldi gjald fyrir raf­rænan aðgang að Lög­birt­inga­blaði sam­kvæmt lögum um auka­tekjur rík­is­sjóðs.

Hægt að nálg­ast árs­reikn­inga íslenskra fyr­ir­tækja án end­ur­gjalds

Þau tíma­mót urðu í byrjun árs 2021 að hægt var að nálg­ast árs­reikn­inga íslenskra fyr­ir­tækja án end­ur­gjalds eftir að lög þess efnis tóku gildi. Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir, þáver­andi nýsköp­un­­ar- og ferða­­mála­ráð­herra, lagði frum­varpið fram en Björn Leví Gunn­ars­son þing­­maður Pírata hafði end­­ur­­tekið flutt sam­­bæri­­leg frum­vörp þar sem afnám gjald­­­töku á upp­­lýs­ingum úr árs­­reikn­ingum var lagt til.

Björn Leví flutti frum­varp um afnám gjald­­töku fyrir aðgang að árs­­reikn­ingum í sept­­em­ber árið 2017 og svo aftur í des­em­ber sama ár. Það frum­varp fór í fyrstu umræðu í efna­hags- og við­­skipta­­nefnd sem kall­aði eftir umsögnum um mál­ið, en rataði svo aldrei það­­an. Emb­ætti rík­­is­skatt­­stjóra skrif­aði umsögn um frum­varpið á sínum tíma og sagði það kippa fótum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­­is.

Rík­­­is­skatt­­­stjóri sagði að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar fram að ganga þá væri æski­­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­­gerð um afmörkun þeirra upp­­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­­kvæmd hins raf­­­ræna aðgeng­­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­­lýs­inga.“

Björn Leví end­­ur­­flutti sama frum­varpið þrisvar sinnum á árunum 2017 til 2019, en það komst aldrei úr nefnd. Í apríl árið 2020, rúmu hálfu ári eftir þriðja end­­ur­­flutn­ing Björns Levís kom Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð svo fram með eigið frum­varp sem sneri að árs­­reikn­ingum og end­­ur­­skoðun á þeim en í því var lagt til að aðgengi að árs­­reikn­ingum yrði gjald­frjálst. Frum­varpið var sam­­þykkt sum­arið 2020, en lögin tóku gildi við upp­­haf 2021, eins og áður seg­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent