Vilja flytja Útlendingastofnun til Reykjanesbæjar

Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að færa Útlendingastofnun. Þeir segja Reykjanesbær skammt frá og því ekki sérlega íþyngjandi fyrir starfsmenn stofnunarinnar ef hún yrði flutt þangað.

Vilhjálmur Árnason, Birgir Þórarinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason, Birgir Þórarinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa lagt fram til­laga til þings­á­lykt­unar um flutn­ing Útlend­inga­stofn­unar til Reykja­nes­bæj­ar.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Birgir Þór­ar­ins­son og með honum eru þau Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, Vil­hjálmur Árna­son og Ásmundur Frið­riks­son.

Í grein­ar­gerð­inni með frum­varp­inu er bent á að Útlend­inga­stofnun sé ein af und­ir­stofn­unum dóms­mála­ráðu­neytis og starfi sam­kvæmt lög­gjöf um mál­efni útlend­inga. Umfangs­mesti þátt­ur­inn í starf­semi Útlend­inga­stofn­unar sé útgáfa dval­ar­leyfa, hvort sem um er að ræða dval­ar­leyfi á grund­velli atvinnu­þátt­töku eða til dæmis fjöl­skyldu­sam­ein­ing­ar, náms­vistar eða vist­ráðn­ing­ar, og afgreiðsla umsókna um alþjóð­lega vernd og umsókna um íslenskan rík­is­borg­ara­rétt.

Auglýsing

Stjórt skref í átt að því að tryggja fjöl­breytt atvinnu­tæki­færi utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

„Stofn­unin er til húsa að Dal­vegi 18 í Kópa­vogi og er vinnu­veit­andi 86 starfs­manna. Mik­ill meiri hluti opin­berra stofn­ana er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og af því leiðir að störf við flestar stofn­anir standa í raun ein­ungis íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til boða. Með flutn­ingi Útlend­inga­stofn­unar til Reykja­nes­bæjar væri tekið stórt skref í átt að því að tryggja fjöl­breytt atvinnu­tæki­færi utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Á Suð­ur­nesjum er hlut­fall háskóla­mennt­aðra mun lægra en lands­með­al­tal. Mik­ill meiri hluti starfa hjá Útlend­inga­stofnun er sér­fræði­störf sem krefj­ast háskóla­mennt­un­ar. Með flutn­ingi stofn­un­ar­innar til Reykja­nes­bæjar væri því sér­fræði­störfum fjölgað og hlut­fall háskóla­mennt­aðra á svæð­inu bætt.

Þar að auki býr fjöldi inn­flytj­enda á Suð­ur­nesjum sem nýtir sér þjón­ustu stofn­un­ar­inn­ar, en um 9 pró­sent íbúa í bænum eru af erlendum upp­runa. Þá er rétt að líta til þess að yfir­gnæf­andi meiri hluti þeirra sem sækj­ast eftir alþjóð­legri vernd kemur til lands­ins um Kefla­vík­ur­flug­völl og því væri hent­ugt að stofn­unin væri nær flug­vell­in­um. Jafn­framt hefur vel­ferð­ar­svið Reykja­nes­bæjar séð um þjón­ustu og aðbúnað þeirra sem sækja um alþjóð­lega vernd á Íslandi síðan árið 2004 og var bær­inn fyrsta sveit­ar­fé­lagið sem bauð upp á þá þjón­ust­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Myndi laða að nýja íbúa

Þá kemur fram að fólks­fækkun á lands­byggð­inni vegna flutn­inga til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafi um langa hríð verið eitt af meg­in­vanda­málum sam­fé­laga á lands­byggð­inni og sömu­leiðis skortur á störfum og lítil fjöl­breytni þeirra. Auk­inn fjöldi og meiri fjöl­breytni starfa utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins auki líkur á því að fólk af lands­byggð­inni sem sækir sér menntun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu snúi aftur til heima­bæjar síns eftir að námi lýk­ur. Jafn­framt laði slíkt að nýja íbúa.

„Í skýrslu Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands um sam­fé­lags­grein­ingu á Suð­ur­nesjum frá 8. októ­ber 2021 kemur fram að atvinnu­líf á Suð­ur­nesjum sé ein­hæft og fram­boð á atvinnu tak­mark­að. Þá kjósi margir íbúar á svæð­inu að starfa í Reykja­vík þar sem fleiri mögu­leika sé að finna og fjöl­breytt­ara úrval starfa í boði. Atvinnu­líf í Reykja­nesbæ er að miklu leyti háð flug­sam­göngum og ferða­þjón­ustu og lítið um sér­fræði­störf á öðrum svið­um. Flutn­ingur Útlend­inga­stofn­unar til sveit­ar­fé­lags­ins myndi því ótví­rætt fela í sér nauð­syn­lega fjöl­breytni vinnu­mark­að­ar­ins á Suð­ur­nesj­um.

Atvinnu­mögu­leikar ráða óneit­an­lega miklu þegar ein­stak­lingar ákveða hvar skal búa, en þeir mögu­leikar eru umtals­vert minni í Reykja­nesbæ en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Bera opin­berar tölur um atvinnu­leysi það skýr­lega með sér. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Vinnu­mála­stofn­unar var áætlað atvinnu­leysi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í des­em­ber 2021 5 pró­sent, en á sama tíma var atvinnu­leysi í Reykja­nesbæ 9,9 pró­sent. Slíkt mis­ræmi milli bæj­ar­fé­laga er óheppi­legt og því rétt að bregð­ast við með því að efla fram­boð á atvinnu í Reykja­nesbæ og auka fjöl­breytni hennar eins og hér er lagt til,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Að lokum segir að þrátt fyrir að eitt­hvert óhag­ræði yrði fyrir núver­andi starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar að því að starf­semin yrði flutt út fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þá sé Reykja­nes­bær skammt frá og því ekki sér­lega íþyngj­andi fyrir starfs­menn stofn­un­ar­innar ef hún yrði flutt þang­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent