Vilja reisa vetnisverksmiðju í Helguvík með framleiðslugetu upp á 40 þúsund tonn

Nú stendur yfir gerð fýsileikakönnunnar vegna fyrirhugaðrar vetnisverksmiðju fyrirtækisins Iðunnar H2 í Helguvík. Gert er ráð fyrir að orkuþörf verksmiðjunnar verði 300 megavött og að uppbygging geti tekið fjögur til sex ár.

Frá Helguvík á Suðurnesjum
Frá Helguvík á Suðurnesjum
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Iðunn H2 og Reykja­nes­bær hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu sem snýr að upp­bygg­ingu Iðunnar á vetn­is­verk­smiðju í Helgu­vík. Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni er gert ráð fyrir að verk­smiðjan verði reist í nokkrum þrepum en muni full­kláruð geta fram­leitt 40 þús­und tonn af vetni árlega. Þau áform eru þó háð því að fýsi­leika­könnun fyrir verk­efnið sem Iðunn er nú að láta vinna skili jákvæðum nið­ur­stöð­um.

Auður Nanna Bald­vins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri og annar stofn­enda Iðunn­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann það geta tekið fjögur til sex ár að koma verk­smiðju sem þess­ari á lagg­irn­ar, ef af fram­kvæmd­inni verð­ur. Til þess að það geti gerst þurfi ýmis­legt fleira en jákvæða nið­ur­stöðu úr fýsi­leika­könn­un.

Auglýsing

„Við erum algjör­lega háð því að Suð­ur­nesja­lína tvö verði að veru­leika,“ segir Auður og bendir á að deilur hafi staðið yfir um fram­kvæmd hennar í 15 ár. Fyr­ir­tækið sé aftur á móti til­búið til að skoða „minni fasa ef að það þýðir að við getum kom­ist af stað og gert það á hag­kvæman máta,“ bætir hún við.

Orku­þörfin 300 mega­vött

Fram­leiðsla á vetni fer fram með raf­grein­ingu og til þess þarf tölu­verða orku. „40 þús­und tonn [af vetni] er 300 mega­vatta vinnsla í um það bil 90 pró­sent nýt­ing­u,“ segir Auð­ur. Spurð að því hvort fyr­ir­tækið hafi tryggt sér orku segir Auður að fyr­ir­tækið hafi nú þegar und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingar við nokkra raf­orku­sala. „Þetta kemur betur í ljós og við verðum með skýr­ari svör um bæði orku­þörf, upp­sett afl í vetn­is­vinnsl­unni og fram­leidd tonn á ári þegar fýsi­leika­könn­unin liggur fyr­ir.“

Auður Nanna Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri Iðunnar H2 og annar stofnenda fyrirtækisins. Mynd: Iðunn H2

Auður seg­ist fagna því að skip­aður hafi verið starfs­hópur um nýt­ingu vind­orku því hún segir að stjórn­völd þurfi að taka ákvörðun um hvort hér landi eigi að rísa vind­orku­ver eða ekki. „Þetta snýst svo­lítið um það á þessu stig­i,“ segir Auður og bætir síðar við: „Það er því­lík eft­ir­spurn eftir grænu ammón­íaki og það væri lítið mál að selja það en Íslend­ingar virð­ast ekki vilja virkja fyrir útflutn­ing, það virð­ist vera póli­tíski tónn­inn nún­a.“

Í við­tali við Morg­un­blaðið sem birt var fyrr í þessum mán­uði, sagði Hörður Arn­ar­son for­stjóri Lands­virkj­unar að ekki væri til næg raf­orka á þessum tíma­punkti fyrir nýja stór­iðju og að fjöldi fyr­ir­tækja væri á hött­unum eftir meiri orku. „Og svo er ra­­felds­neytið að þró­­ast. Við horf­um fram á mikla eft­ir­­spurn sem við get­um ekki mætt nema að hluta,“ sagði Hörður í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Gætu skapað 30 störf til fram­tíðar

Að sögn Auðar er hægt að gera ráð fyrir að eitt starf skap­ist fyrir hver tíu mega­vött í vetn­is­vinnslu. Því geti 30 störf skap­ast til fram­tíðar ef af verk­efn­inu verð­ur. „Raf­grein­ingin sjálf er til­tölu­lega ein­föld og það eru ekki mörg störf sem fylgja vetn­is­vinnsl­unni sjálfri. En þegar við tökum vetni og fram­leiðum úr því mögu­lega flug­véla­elds­neyti, mögu­lega met­anól á skip þá fylgja því fleiri störf,“ segir Auð­ur.

Það verður ekki hjá því kom­ist að spyrja Auði um hvernig hafi gengið að sækja fjár­magn vegna fyr­ir­hug­aðrar vetn­is­fram­leiðslu. „Það er mik­ill áhugi að utan en því miður hefur ekki alveg kveiknað á áhuga íslenskra fjár­festa hvað þetta varð­ar. Fjár­fest­ing í vetni er alveg á milljón úti í Evr­ópu. Evr­ópu­sam­bandið er að setja hvata á vetn­is­vinnslu og vetn­is­inn­flutn­ing inn á Evr­ópu­svæðið og pen­ing­ur­inn, hann bara svarar og pen­ing­ur­inn fer af stað.“

Hún segir það leitt að íslenskir fjár­festar hafi ekki sýnt þessu verk­efni meiri áhuga. „Ég er von­góð um að það breyt­ist eftir fýsi­leika­könnun því það er ekki okkar vilji hjá Iðunni að verk­efnið sé alfarið fjár­magnað erlendis frá. Við viljum hafa íslenskt fé með,“ segir Auður og bætir því við að fyr­ir­tækið ætli að kanna áhuga íslenskra fjár­festa eftir að fýsi­leika­könn­unin liggur fyr­ir.

Fýsi­leika­könnun verði til­búin á síð­ari hluta árs­ins

Verk­efnið á sér ein­hvern aðdrag­anda en Reykja­nes­bær og Iðunn höfðu skrifað undir aðra vilja­yf­ir­lýs­ingu í ágúst í fyrra. Auður var gestur á fundi bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæjar þann 23. júní síð­ast­lið­inn en á fund­inum hélt hún kynn­ingu á verk­efn­inu. Tveimur vikum síð­ar, þann 7. júlí, sam­þykkti bæj­ar­ráð að vilja­yf­ir­lýs­ing milli Iðunnar og bæj­ar­ins, sú sem hér hefur verið til umfjöll­un­ar, skyldi und­ir­rit­uð.

Í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni segir að drög skuli verða til­búin að lóð­ar- og hafn­ar­samn­ingi sem og fram­kvæmda­lýs­ing við lok gild­is­tíma vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar, reyn­ist verk­efnið vera fýsi­legt. Gild­is­tími vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­innar er til loka þessa árs en gert er ráð fyrir að fýsi­leika­könn­unin verði til­búin á síð­ari helm­ing árs­ins.

Að því er segir í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni skal Reykja­nes­bær, bæði að eigin frum­kvæði og að ósk Iðunn­ar, vinna með við­eig­andi stofn­unum að fram­gangi verk­efn­is­ins á gild­is­tíma yfir­lýs­ing­ar­inn­ar.

Iðunn skuld­bindur sig til þess að veita Reykja­nesbæ upp­lýs­ingar og gögn um fram­kvæmd­ina svo hægt sé að meta bæði umhverf­is­leg og félags­leg áhrif henn­ar. Í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni segir að Iðunn muni skil­greina þær kröfur sem fyr­ir­tækið gerir til lóð­ar­innar í Helgu­vík, svo sem kröfur sem snúa að veg­um, veitum og aðgengi að höfn. Iðunn mun svo skila hönn­un­ar­drögum til bæj­ar­ins til upp­lýs­ingar um útlit verk­smiðj­unnar og bygg­ing­ar­magn.

Með und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­innar skuld­bindur Reykja­nes­bær sig til þess að eiga ekki í við­ræðum við þriðja aðila um upp­bygg­ingu á verk­smiðju til vetn­is­fram­leiðslu á svæð­inu án skrif­legs sam­þykkis Iðunnar á gild­is­tíma vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar. Báðir aðilar hafa mögu­leika á því að óska eftir fram­leng­ingu á gild­is­tím­anum sem er líkt og áður segir til loka þessa árs. Þó er tekið fram í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni að miklar tafir geti haft nei­kvæð áhrif á upp­bygg­ing­ar­á­form­in.

Hafa hug á útflutn­ingi

Iðunn H2 tók þátt í við­skipta­hraðl­inum Startup SuperNova um mitt ár í fyrra. Í ein­blöð­ungi frá fyr­ir­tæk­inu sem birtur var sam­hliða þátt­töku þess í hraðl­inum sagði að fyr­ir­tækið ynni að þróun vetn­is­vinnslu í Helgu­vík. Þar sagði enn fremur að fyr­ir­tækið hefði tryggt sér lóð á besta mögu­lega stað fyrir vetn­is­fram­leiðslu á Íslandi, við stór­skipa­höfn sem tryggði gott aðgengi að inn­lendum mark­aði.

Í ein­blöð­ungnum kom einnig fram að fyr­ir­tækið hefði skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingar um orku­kaup og ætti í sam­tölum varð­andi orku­flutn­ing og sjálf­bæra vatns­veitu. Þar sagði einnig að Ísland væri í ein­stakri stöðu til útflutn­ings á vetni til mark­aða sem þurfa á raf­elds­neyti að halda og að slíkur útflutn­ingur gæti jafn­vel orðið fjórða útflutn­ings­stoð þjóð­ar­inn­ar. Sú staða sé til­komin vegna ríku­legrar fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku í land­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent