Vill að Samkeppniseftirlitið skoði hegðun bankanna

Gylfi Zoega segir fulla ástæðu vera fyrir Samkeppniseftirlitið til að rannsaka hegðun íslensku bankanna líkt og gert var með olíufélögin á sínum tíma. Óvíst er hvort hagræðingin í rekstri bankanna hafi skilað sér til neytenda.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið ætti að athuga sam­keppn­isum­hverfið í íslenska banka­kerf­inu, í ljósi mik­illar arð­semi þeirra og fákeppn­isum­hverf­is. Þetta skrifar Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út í dag.

Fákeppni skekkir eigna­dreif­ingu

Sam­kvæmt Gylfa er fákeppni í flestum atvinnu­greinum á Íslandi, vegna smæðar hag­kerf­is­ins og fyr­ir­komu­lags geng­is­mála. Af þeirri fákeppni skap­ast renta sem eykur ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra sem ráða yfir fákeppn­is­fyr­ir­tækj­unum og skekkir smám saman dreif­ingu eigna.

Banka­kerfið er dæmi um slíka fákeppni, en Gylfi segir að þar geti bank­arnir farið sínu fram og aukið eigin arð­semi með ógagn­sæjum verð­skrám og ósam­hverfum upp­lýs­ingum um gjald­skrár og vaxta­mun án þess að við­skipta­vinir þeirra geti rönd við reist.

Auglýsing

Í því sam­hengi nefnir Gylfi greiðslu­miðl­un, en sam­kvæmt honum skiptir miklu máli fyrir lífs­kjör Íslend­inga að til sé ódýr inn­lend leið til að miðla greiðsl­um. Til þess að svo megi verða segir hann að stjórn­völd þurfi þá að koma slíkri greiðslu­miðlun á fót eða ákvarða hvaða verð fjár­mála­fyr­ir­tæki megi rukka fyrir hana. Reyn­ist það ómögu­legt ætti að hafa beint eft­ir­lit með miðl­un­inni líkt og tíðkast í öðrum lönd­um.

Mik­ill hagn­aður en hvað græða við­skipta­vin­ir?

Gylfi segir einnig að mik­ill hagn­aður bank­anna í fyrra veki athygli, sem hefði verið mun minni ef rík­is­stjórnin hefði ekki styrkt fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og tengdum grein­um. „En þá er varla sjálf­sagt að eig­endur bank­anna haldi veislu í lok far­sóttar með arð­greiðslum vegna góðs gengis á tímum þegar sam­fé­lagið var lamað,“ bætir hann við.

Á sama tíma og arð­semi bank­anna hefur verið mikil hafa þeir einnig lækkað rekstr­ar­kostnað sinn með því að skera niður í starf­semi úti­bú­anna sinna. „En hvar liggur ábat­inn af minni kostn­aði bank­anna? Hefur vaxta­munur verið minnk­aður eða þjón­ustu­gjöld læk­uð,“ spyr Gylfi og bætir svo við: „Full ástæða er fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit að rann­saka hegðun bank­anna eins og eft­ir­litið fór ofan í saumana á rekstri olíu­fé­lag­anna fyrir nokkrum árum.“

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent