Vill fá 150 milljónir króna fyrir gögn um eignir Íslendinga í þekktum skattaskjólum

15084010837_5e69fc5c02_z.jpg
Auglýsing

Aðilinn sem vill selja íslenskum skattayfirvöldum upplýsingar um fjármálalegar eignir íslenskra aðila í þekktum skattaskjólum vill fá 150 milljónir króna fyrir gögnin. Gangi íslensk yfirvöld ekki að því tilboði vill hann 2.500 evrur fyrir hvert mál, 375 þúsund krónur, en þau eru alls 416 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Í tilkynningunni segir að embætti skattrannsóknarstjóra hafi með bréfi, sem var sent til ráðuneytisins 27. janúar síðastliðinn, upplýst að athugun þess hefði leitt í ljós að ekki væri mögulegt að ganga til samninga um kaup á gögnunum þannig að greiðslur yrðu háðar árangri af nýtingu þeirra. "Seljandi gagnanna sé á hinn bóginn reiðubúinn til að láta öll gögnin af hendi fyrir 150 milljónir króna, ellegar 2.500 evrur fyrir hvert mál, en þau eru alls 416 talsins. Jafnframt segir í bréfi embættis skattrannsóknarstjóra að skýra þurfi nánar atriði er lúta að hæfi seljanda".

Þá upplýsir ráðuneytið að það hafi, með bréfi, beint því til skattrannsóknarstjóra að embættið gangist fyrir athugun á því hvort fréttaflutningur af viðskiptaháttum svissneska útibús breska bankans HSBC, og eftir atvikum annarra banka, gefi tilefni til rannsókna að hálfu embættisins.

Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins í heild sinni


"Hjá embætti skattrannsóknarstjóra hafa verið til athugunar gögn er kunna að varða fjármálalegar eignir íslenskra aðila í þekktum skattaskjólum. Meðal þess sem til skoðunar hefur verið er hvaða þýðingu slík gögn gætu haft fyrir þau verkefni sem embættið sinnir, hvort þeir sem hafa boðið gögnin séu til þess bærir að selja þau og hvort unnt yrði að árangurstengja greiðslu fyrir gögnin, líkt og fordæmi eru fyrir og embætti skattrannsóknarstjóra hafði áður talið koma til álita. Fyrir liggur að það er niðurstaða embættis skattrannsóknarstjóra eftir skoðun á sýnishorni af þeim upplýsingum sem boðnar hafa verið að kaup á gögnum geti mögulega nýst embættinu.


Fjármála- og efnahagsráðuneytið taldi rétt, í framhaldi af ábendingu og fundi með fulltrúum frá embætti skattrannsóknarstjóra, að láta reyna á þann möguleika að árangurstengja greiðslur þar sem fram hafði komið að til væru erlend fordæmi um slíkt fyrirkomulag. Ennfremur taldi ráðuneytið að gaumgæfa þyrfti sérstaklega hæfi seljanda.


Embætti skattrannsóknarstjóra hefur með bréfi dags. 27. janúar til fjármála- og efnahagsráðuneytsins upplýst að athugun þess hafi leitt í ljós að ekki sé mögulegt að ganga til samninga um kaup á gögnum þannig að greiðslur verði háðar árangri af nýtingu þeirra. Seljandi gagnanna sé á hinn bóginn reiðubúinn til að láta öll gögnin af hendi fyrir 150 milljónir króna, ellegar 2.500 evrur fyrir hvert mál, en þau eru alls 416 talsins. Jafnframt segir í bréfi embættis skattrannsóknarstjóra að skýra þurfi nánar atriði er lúta að hæfi seljanda. 


Ráðuneytið áréttar að varðandi hæfi seljanda er einvörðungu vísað til þess að því eru skorður reistar á grundvelli fjárreiðulaga nr. 88/1997 og laga um bókhald nr. 145/1994 hvernig viðskiptum ríkisins við einkaaðila er háttað.


Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattarannsóknarstjóra en fjármála- og efnhagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins. 


Til að styðja við hugsanlegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp í desember sl. til að leggja mat á það hvort lagaheimildir skattyfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum væru fullnægjandi og hvort ástæða væri til að taka upp ákvæði um grið í íslensk skattalög, svipuð þeim sem eru í nágrannalöndunum. Niðurstöður starfshópsins munu meðal annars felast í drögum að frumvarpi og verður skilað eigi síðar en 15. febrúar 2015.


 Upplýst skal að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur með bréfi beint því til embættis skattrannsóknarstjóra að það gangist fyrir athugun á því hvort fréttafluttningur af viðskiptaháttum svissneska útibús breska bankans HSBC, og eftir atvikum annnarra banka, gefi tilefni til rannsókna af hálfu embættisins."

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None