Vill fá 150 milljónir króna fyrir gögn um eignir Íslendinga í þekktum skattaskjólum

15084010837_5e69fc5c02_z.jpg
Auglýsing

Aðil­inn sem vill selja íslenskum skatta­yf­ir­völdum upp­lýs­ingar um fjár­mála­legar eignir íslenskra aðila í þekktum skatta­skjólum vill fá 150 millj­ónir króna fyrir gögn­in. Gangi íslensk yfir­völd ekki að því til­boði vill hann 2.500 evrur fyrir hvert mál, 375 þús­und krón­ur, en þau eru alls 416 tals­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins.

Í til­kynn­ing­unni segir að emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafi með bréfi, sem var sent til ráðu­neyt­is­ins 27. jan­úar síð­ast­lið­inn, upp­lýst að athugun þess hefði leitt í ljós að ekki væri mögu­legt að ganga til samn­inga um kaup á gögn­unum þannig að greiðslur yrðu háðar árangri af nýt­ingu þeirra. "Selj­andi gagn­anna sé á hinn bóg­inn reiðu­bú­inn til að láta öll gögnin af hendi fyrir 150 millj­ónir króna, ellegar 2.500 evrur fyrir hvert mál, en þau eru alls 416 tals­ins. Jafn­framt segir í bréfi emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra að skýra þurfi nánar atriði er lúta að hæfi selj­anda".

Þá upp­lýsir ráðu­neytið að það hafi, með bréfi, beint því til skatt­rann­sókn­ar­stjóra að emb­ættið gang­ist fyrir athugun á því hvort frétta­flutn­ingur af við­skipta­háttum sviss­neska úti­bús breska bank­ans HSBC, og eftir atvikum ann­arra banka, gefi til­efni til rann­sókna að hálfu emb­ætt­is­ins.

Auglýsing

Til­kynn­ing fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í heild sinni"Hjá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafa verið til athug­unar gögn er kunna að varða fjár­mála­legar eignir íslenskra aðila í þekktum skatta­skjól­um. Meðal þess sem til skoð­unar hefur verið er hvaða þýð­ingu slík gögn gætu haft fyrir þau verk­efni sem emb­ættið sinn­ir, hvort þeir sem hafa boðið gögnin séu til þess bærir að selja þau og hvort unnt yrði að árang­urstengja greiðslu fyrir gögn­in, líkt og for­dæmi eru fyrir og emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafði áður talið koma til álita. Fyrir liggur að það er nið­ur­staða emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra eftir skoðun á sýn­is­horni af þeim upp­lýs­ingum sem boðnar hafa verið að kaup á gögnum geti mögu­lega nýst emb­ætt­inu.
Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið taldi rétt, í fram­haldi af ábend­ingu og fundi með full­trúum frá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra, að láta reyna á þann mögu­leika að árang­urstengja greiðslur þar sem fram hafði komið að til væru erlend for­dæmi um slíkt fyr­ir­komu­lag. Enn­fremur taldi ráðu­neytið að gaum­gæfa þyrfti sér­stak­lega hæfi selj­anda.
Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hefur með bréfi dags. 27. jan­úar til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyts­ins upp­lýst að athugun þess hafi leitt í ljós að ekki sé mögu­legt að ganga til samn­inga um kaup á gögnum þannig að greiðslur verði háðar árangri af nýt­ingu þeirra. Selj­andi gagn­anna sé á hinn bóg­inn reiðu­bú­inn til að láta öll gögnin af hendi fyrir 150 millj­ónir króna, ellegar 2.500 evrur fyrir hvert mál, en þau eru alls 416 tals­ins. Jafn­framt segir í bréfi emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra að skýra þurfi nánar atriði er lúta að hæfi selj­anda. 
Ráðu­neytið áréttar að varð­andi hæfi selj­anda er ein­vörð­ungu vísað til þess að því eru skorður reistar á grund­velli fjár­reiðu­laga nr. 88/1997 og laga um bók­hald nr. 145/1994 hvernig við­skiptum rík­is­ins við einka­að­ila er hátt­að.
Skylda til mats á upp­lýs­ingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rann­sókn á skatt­und­anskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá emb­ætti skatta­rann­sókn­ar­stjóra en fjár­mála- og efn­hags­ráðu­neytið er til­búið að greiða fyrir kaup­un­um, verði það nið­ur­staða emb­ætt­is­ins. 
Til að styðja við hugs­an­legar aðgerðir skatt­rann­sókn­ar­stjóra skip­aði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra starfs­hóp í des­em­ber sl. til að leggja mat á það hvort laga­heim­ildir skatt­yf­ir­valda til öfl­unar upp­lýs­inga í bar­átt­unni gegn skattsvikum væru full­nægj­andi og hvort ástæða væri til að taka upp ákvæði um grið í íslensk skatta­lög, svipuð þeim sem eru í nágranna­lönd­un­um. Nið­ur­stöður starfs­hóps­ins munu meðal ann­ars fel­ast í drögum að frum­varpi og verður skilað eigi síðar en 15. febr­úar 2015.
 Upp­lýst skal að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur með bréfi beint því til emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra að það gang­ist fyrir athugun á því hvort frétta­fluttn­ingur af við­skipta­háttum sviss­neska úti­bús breska bank­ans HSBC, og eftir atvikum annnarra banka, gefi til­efni til rann­sókna af hálfu emb­ætt­is­ins."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None