Vill heildarlög um gjaldeyrismál í takt við ný viðhorf

Fjármálaráðherra segir efasemdir vera uppi um hvort sjálfstæð peningastefna geti átt samleið með algjörlega frjálsu og óheftu flæði fjármagns í nýju frumvarpi sem innihalda heildarlög um gjaldeyrismál.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að tímabært sé að endurskoða lög um gjaldeyrismál í nýju frumvarpi sínu, sem er nú á borði efnahags- og viðskiptanefndar. Nýju lögin ættu að endurspegla betur viðtekin viðhorf í málaflokknum, þar sem aukinn hljómgrunnur er nú fyrir að takmarka gjaldeyrisflæði milli landa í ákveðnum tilvikum, sérstaklega hjá smærri opnum hagkerfum.

Meira frelsi ekki alltaf betra

Samkvæmt frumvarpinu hefur skapast aukin samstaða á alþjóðavettvangi um að algerlega óheftu fjármagnsflæði milli landa geti fylgt veruleg áhætta, enda væri það reynsla margra smærri opinna hagkerfa í aðdraganda og kjölfar fjármálahrunsins 2008. Þetta væri fráhvarf frá því viðhorfi sem væri almennt ríkjandi fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna, þar sem almennt var talið að frjálsræði fylgdi eingöngu ávinningur.

„Í hagkerfum eins og því íslenska, þar sem markaðir eru grunnir og fjárfestingarkostir tiltölulega fábreyttir, er innstreymi líklegra til að hafa meiri áhrif og kynda undir meiri óstöðugleika en annars staðar,“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Vegna smæðar hagkerfis geta því tiltölulega lágar fjárhæðir í samhengi alþjóðlegra fjármagnsviðskipta vegið þungt og haft mikil áhrif, meðal annars á eignaverð og gengi. Miklu innstreymi fjármagns fylgir einnig hætta á snörpum viðsnúningi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika.

Auglýsing

Efast um algjörlega frjálst flæði sjálfstæðrar krónu

Einnig minnist Bjarni á að hin hefðbundna sýn á val stjórnvalda í gjaldeyris- og peningamálum sé dregin í efa. Talið var að stjórnvöld gætu valið tvennt af eftirtöldu: frjálst flæði fjármagns, sjálfstæða peningastefnu og handstýrt gengi. „Hins vegar eru efasemdir um hvort sjálfstæð peningastefna geti átt samleið með algerlega frjálsu og óheftur flæði fjármagns, án varúðartækja,“ segir í greinargerðinni. „Eiga þær efasemdir ekki síst við um hagkerfi eins og það íslenska sem ekki eru ráðandi fyrir þróun fjárhagslegra skilyrða á alþjóðavísu.“

Engar grundvallarbreytingar

Frumvarpið var samið af starfshópi sem Bjarni skipaði í september 2019. Samkvæmt greinargerðinni ættu engar grundvallarbeytingar að eiga sér stað í lögum um gjaldeyrismál með innleiðingu frumvarpsins, en gengið er út frá því að sömu stjórntæki verði til staðar og nú er. Lagabreytingarnar ættu einungis að vera til einföldunar og stuðla að bættri framkvæmd þeirra.

Engar umsagnir borist

Efnahags- og viðskiptanefnd, sem hefur frumvarpið á sínu borði, hefur beðið 12 stofnanir og samtök um umsögn um frumvarpið. Þeirra á meðal eru Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Seðlabankinn og Neytendasamtökin. Engin umsögn hefur borist, en skilafrestur þeirra rennur út í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent