Dubai hefur verið vettvangur stórra verkefna hjá arkitektum undanfari ár, svo ekki sé nú fastar að orðið kveðið. Ævintýralegar byggingar hafa risið í eyðimerkurborginni á undanförnum árum, og sér ekki fyrir endann á fjölbreytilegum uppbyggingarverkefnum.
Pólski arkitektinn Krysztof Kotala, sem er meðal eigenda hönnunar hússins 8+8 Concept Studio, hefur hannað metnaðarfullt verkefni sem hann vonast til þess að verði byggt úti fyrir strönd Dubai. Það er neðansjávar tennisvöllur, þar sem áhorfendur geta fylgst með tennis og síðan lífinu í sjónum, útum þykkt gler umlykur völlinn.
Tennishúsið er teiknað með átta völlum, þar af einum aðalvelli. Þessi mynd sýnir hvernig útsýnið gæti verið, við aðstæður eins og þær eru við hefðbundna keppni. Mynd: 8+8 Concept Studio.
Í viðtali við Quartz, segir Kotala að Dubai sé fullkominn staður fyrir þessa byggingu, þar sem rík hefð sé fyrir tennis og mikilvægt fyrir borgina að marka sér sérstöðu í þessari virtu íþróttagrein.
Kotala hefur þegar birt myndir af vellinum á Facebook síðu hönnunarhússins.