„Vinnubrögð sem ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi“

Sigur.ur_.Ingi_.4.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Fiski­stofu mót­mælir harð­lega ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um flutn­ing höf­uð­stöðva stofn­un­ar­innar til Akur­eyrar og þeim lög­lausu fyr­ir­ætl­unum sem kynntar voru í bréfi ráð­herra til starfs­manna dag­settu þann 10. sept­em­ber s.l. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá starfs­fólki Fiski­stofu. Í bréf­inu sem ráð­herra sendi starfs­fólki var meðal ann­ars talað um til­boð til starfs­manna um að þeir get­i ­fengið styrk úr rík­is­sjóði upp á þrjár millj­ónir króna til þess að flytj­ast með stofn­unni til Akur­eyr­ar.

Til­kynn­ingin er harð­orð og er flutn­ing­ur­inn sagður ólög­legur og engin fag­leg sjón­ar­mið búi að baki. Þá hafi eng­inn starfs­maður Fiski­stofu lýst yfir vilja til þess að flytja með stofn­un­inni til Akur­eyr­ar, að for­stjór­anum frá­töld­um. Mál­flutn­ingur stjórn­mála­manna, þar sem lands­byggð og höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé att sam­an, sé óboð­legur og óþol­andi þegar um póli­tíska hreppa­flutn­inga sé að ræða, þar sem flytja á sér­fræði­menntað fólk, nauð­ugt vilj­ugt, milli lands­hluta án mál­efna­legra skýr­inga.

Til­kynnning­una í heild má lesa hér að neð­an.

Auglýsing

Starfs­fólk Fiski­stofu mót­mælir harð­lega ákvörðun sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um

flutn­ing höf­uð­stöðva stofn­un­ar­innar til Akur­eyrar og þeim lög­lausu fyr­ir­ætl­unum sem kynntar voru í bréfi ráð­herra til starfs­manna dag­settu þann 10. sept­em­ber s.l.

Ljóst er að ákvörð­unin styðst ekki við laga­heim­ild og er til þess  fallin að skaða starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, enda hafa engir starfs­menn, utan fiski­stofu­stjóra, lýst áhuga á að flytj­ast með henni norð­ur.  Hvetur starfs­fólk Fiski­stofu ráð­herra til þess að falla þegar í stað frá hug­myndum um flutn­ing stofn­un­ar­inn­ar, sem virð­ist afar mis­ráð­inn og und­ir­bún­ingi áfátt.

 Mót­mælt er áformum þar sem starfs­menn sem ekki hyggj­ast fylgja störfum sínum norður yrðu þving­aðir til þess að segja sjálfir upp störf­um, enda gætu þeir átt á hættu að glata þeim rétt­ind­um, sem þeir ella hefðu, ef slit á ráðn­ing­ar­sam­bandi væri á ábyrgð vinnu­veit­anda. Vinnu­brögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í sið­uðu sam­fé­lagi.

Und­an­farna daga hefur ráð­herra ítrekað látið í veðri vaka í við­tölum við fjöl­miðla að unnið sé að verk­efn­inu í sam­ráði við starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar.  Starfs­fólk Fiski­stofu vísar þessu alfarið á bug.  Skal áréttað að full­trúum starfs­manna var ekki boðið að taka þátt í gerð til­lagna sem starfs­menn ráðu­neyt­is­ins ásamt fiski­stofu­stjóra unnu að og lagðar voru fyrir ráð­herra í ágúst­lok. Var ráð­herra þá gerð skýr grein fyrir því að starf­menn ættu enga aðild að til­lög­un­um.  Virð­ist hann því tala gegn betri vit­und.

Í sumar kom fram að ráð­herra mæti það svo að flutn­ingur Fiski­stofu gæti kostað 100-200 millj­ónir króna.  Nú liggur hins vegar fyrir gróf áætlun fiski­stofu­stjóra þar sem gert er ráð fyrir því að kostn­aður við flutn­ing­inn geti verið 200-300 millj­ónir króna, eða tvö­falt hærri en áður hafði verið nefnt og eru sjálf­sagt ekki öll kurl til grafar komin í þeim efn­um.  Vilja starfs­menn vekja athygli á þessu og hvetja ráða­menn til að huga vand­lega að því hvernig fjár­munum almenn­ings er var­ið.  Vekur athygli að ekki virð­ist vera gert ráð fyrir þessum kostn­aði í þeim drögum að fjár­lögum sem fyrir liggja.

Starfs­fólk Fiski­stofu harmar dap­ur­lega til­burði stjórn­mála­manna sem reynt hafa að not­færa sér flutn­ing Fiski­stofu til þess að etja saman lands­byggð­inni ann­ars vegar og höf­uð­borg­ar­svæð­inu hins veg­ar. Engu skiptir hver á í hlut þegar með vald­boði er reynt að flytja fólk nauð­ugt vilj­ugt lands­horn­anna á milli. Mál­flutn­ingur á þessum nótum er óboð­legur og engum til fram­drátt­ar.

 Ráðu­neytið hefur upp­lýst starfs­fólk Fiski­stofu um að í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sé unnið að frum­varpi þar sem gert er ráð fyrir laga­breyt­ingum sem munu auð­velda vald­höfum að taka ákvarð­anir um stað­setn­ingu starfa og stofn­ana að eigin geð­þótta án þess að afla þurfi sér­stakrar laga­heim­ildar hverju sinn­i.  Lýtur þetta að starfs­ör­yggi og rétt­indum allra opin­berra starfs­manna ekki síst í ljósi þeirra ummæla for­sæt­is­ráð­herra frá því í sumar þar sem fram kom að fyrir dyrum stæði flutn­ingur fleiri opin­berra stofn­ana. Starfs­fólk Fiski­stofu skorar á Alþing­is­menn að standa vörð um lög­gjaf­ar­vald­ið. Það stuðli að lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum stjórn­valda og standi gegn því að slíkar hug­myndir séu færðar í lög. Starfs­fólk ann­arra opin­berra stofn­ana er jafn­framt  hvatt til þess að vera á varð­bergi og fylgj­ast grannt með þess­ari fram­vind­u.“

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None