Vinnumarkaðurinn á sama stað og í september

Atvinnuleysi mældist rúmlega 9 prósent í maí, sem er svipað og það var fyrir þriðju bylgju faraldursins í september í fyrra. Enn er staðan langverst á Suðurnesjum, þar sem meira en fimmta hver kona á vinnumarkaði er atvinnulaus.

Atvinnuleysið er enn langmest á Suðurnesjum.
Atvinnuleysið er enn langmest á Suðurnesjum.
Auglýsing

Almennt atvinnuleysi minnkaði um rúmt prósentustig milli mánaða í maí og mældist 9,1 prósent, samkvæmt nýbirtri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn á Íslandi.

Betri tölur en búist var við

Atvinnuleysistölurnar eru umfram spár stofnunarinnar, sem gerði ráð fyrir 9,2 til 9,8 prósenta atvinnuleysi í síðustu mánaðarskýrslunni sinni. Samkvæmt henni er viðbúist að atvinnuleysið lækki nú á vormánuðum og í byrjun sumars, meðal annars vegna sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og vegna árstíðarsveiflu á vinnumarkaði.

Í næsta mánuði er því gert ráð fyrir að atvinnuleysið lækki enn frekar og verði á bilinu 7,3 prósent til 7,8 prósent.

Auglýsing

Atvinnulausum fækkaði um 2.380 milli apríl- og maímánaðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu er þetta mesta fækkun atvinnulausra á milli mánaða frá því að mælingar Vinnumálastofnunar hófust um aldamótin.

Svipað og í lok fyrrasumars

Hægt er að sjá breytingu í atvinnuleysi og fjölda atvinnulausra á mynd hér að neðan. Samkvæmt henni var staðan á vinnumarkaði í síðasta mánuði sambærileg stöðunni í september í fyrra.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Vinnumálastofnun.

Þó er atvinnuleysið enn töluvert hærra en það var áður en faraldurinn skall á, en rúmlega helmingi færri voru atvinnulausir í janúar í fyrra.

Misskipt eftir kyni og landshlutum

Eftir sem áður er mikill munur á atvinnuleysistölum á milli landshluta, til að mynda mælist atvinnuleysið undir fimm prósentum á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi Vestra og á Austurlandi. Á Norðurlandi eystra var atvinnuleysið svo rúm sex prósent, sem er litlu hærra en það var áður en faraldurinn skall á í fyrra.

Á Suðurnesjum er staðan hins vegar langverst, en þar eru um 18,7 prósent vinnumarkaðarins atvinnulaus. Hins vegar hefur það lækkað töluvert frá ársbyrjun, en var um fjórði hver íbúi á vinnumarkaði atvinnulaus.

Í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu er heildaratvinnuleysi á meðal kvenna meira en á meðal karla. Munurinn er mestur á Suðurnesjum, en þar eru 23,1 prósent kvenna atvinnulaus, miðað við 17,4 prósent karla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent