Sjö af hverjum tíu rekist á falsfréttir á síðustu tólf mánuðum – mest á Facebook

Fjölmiðlanefnd hefur kannað miðlalæsi almennings með það meðal annars að markmiði að kortleggja færni almennings til að þekkja falsfréttir og átta sig á uppruna heimilda. 69 prósent höfðu séð misvísandi upplýsinguarum kórónuveirufaraldurinn síðasta árið.

Mest er um að fólk rekist á falsfréttir á Facebook. Nokkuð er um að fólk rekist á misvísandi upplýsingar eða falsfréttir á öðrum samfélagsmiðlum, líkt og Twitter, Snapchat, TikTok, Instagram eða WhatsApp
Mest er um að fólk rekist á falsfréttir á Facebook. Nokkuð er um að fólk rekist á misvísandi upplýsingar eða falsfréttir á öðrum samfélagsmiðlum, líkt og Twitter, Snapchat, TikTok, Instagram eða WhatsApp
Auglýsing

Átta af hverjum tíu hafa á síð­ustu tólf mán­uðum efast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga sem við­kom­andi hafa rek­ist á á net­inu og sjö af hverjum tíu hafa séð fals­frétt­ir, fengið þær sendar eða rek­ist á þær með öðrum hætti á sama tíma­bili. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjöl­miðla­nefndar um fals­fréttir og upp­lýs­inga­óreiðu en fjöl­miðla­nefnd lét fram­kvæma spurn­inga­könnun um efnið í febr­úar og mars á þessu ári.

Tölu­vert er um mis­vísandi upp­lýs­ingar um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn á net­inu, alls höfðu 69 pró­sent þátt­tak­enda orðið vör við upp­lýs­inga­óreiðu eða rek­ist á fals­fréttir um far­ald­ur­inn á net­inu. Þar af sögð­ust rúm­lega 83 pró­sent hafa rek­ist á slíkt á Face­book, rétt tæp 50 pró­sent á vef­svæðum sem ekki hafa rit­stjórn og tæp 39 pró­sent á öðrum sam­fé­lags­miðl­um, líkt og Twitt­er, Snapchat, TikT­ok, Instagram eða WhatsApp. Í sam­bæri­legri könnun sem gerð var í Nor­egi hafði um helm­ingur þátt­tak­enda rek­ist á fals­fréttir um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og einn af hverjum þremur sagði það hafa verið á Face­book.

„Nið­ur­stöð­urnar eru sér­lega athygl­is­verðar þegar að þær eru bornar saman við sam­bæri­lega könnun sem gerð var í Nor­egi, þar sem hlut­fall þeirra sem segj­ast hafa séð fals­fréttir eða efast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga á net­inu er mun hærra á Íslandi en í Nor­eg­i,“ segir Skúli Bragi Geir­dal verk­efna­stjóri miðla­læsis hjá fjöl­miðla­nefnd í til­kynn­ingu. Í Nor­egi voru 13,4% færri sem efuð­ust um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga heldur en á Íslandi og 25,7% færri sem höfðu rek­ist á eða fengið sendar fals­frétt­ir.

Auglýsing

Ólíkir ald­urs­hópar bregð­ast ólíkt við

Yngsti ald­urs­hóp­ur­inn, 15 til 17 ára, er sá ald­urs­hópur sem er ólík­leg­astur til að efast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga, sá ald­urs­hópur er aftur á móti lík­leg­astur til þess að leita ráða hjá öðrum vegna ótrú­verð­ugra frétta eða upp­lýs­inga.

Fæstir í ald­urs­hópnum 60 ára og eldri töldu sig hafa séð fals­frétt­ir, fengið þær sendar eða rek­ist á þær á síð­ustu tólf mán­uð­um. Tæpur helm­ing­ur, 48,1 pró­sent, taldi sig hafa séð fals­fréttir á tíma­bil­inu. Með­al­talið í öllum öðrum ald­urs­hópum var 72,1 pró­sent. Elsti ald­urs­hóp­ur­inn var aftur á móti sá hópur sem átti í mestum erf­ið­leikum með að bregð­ast við fals­frétt­um, „þ.e. að láta blekkj­ast af fals­frétt­um, efast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga á net­inu og mynda sér ranga skoðun á opin­berri per­sónu vegna vill­andi upp­lýs­inga í fjöl­miðl­u­m.“

Meðal þeirra ráða sem þátt­tak­endur könn­un­ar­innar gripu til þegar þau höfðu síð­ast rek­ist á frétt sem þau efuð­ust um að væri sönn og rétt var að kanna aðrar heim­ildir sem þau treystu. Það gerðu um 55 pró­sent þátt­tak­enda. Tæp 39 pró­sent slógu efni frétt­ar­innar inn í leit­ar­vél til að kanna sann­leiks­gildi hennar en tæpur fjórð­ungur sagð­ist ekk­ert hafa aðhafst. Rúm­lega fimmt­ungur hafði kannað vefslóð eða IP-­tölu við­kom­andi vef­mið­ils.

Kanna miðla­læsi ólíkra hópa

Í inn­gangskafla skýrsl­unnar segir að fjöl­miðla­nefnd sé ætlað það hlut­verk sam­kvæmt lögum að efla miðla­læsi og auka skiln­ing á hlut­verki og notkun ólíkra miðla. Með inn­leið­ingu nýrrar hljóð- og mynd­miðl­un­ar­til­skip­unar Evr­ópu­sam­bands­ins verður þetta hlut­verk nefnd­ar­innar áréttað enn frekar en með til­skip­un­inni er gert ráð fyrir að fjöl­miðla­nefnd geri áætlun og ráð­staf­anir til að efla og þroska miðla­læsi almenn­ings og að nefndin skili skýrslu til Eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar EFTA um árang­ur­inn þriðja hvert ár.

Mik­il­vægt sé að fyrir liggi upp­lýs­ingar um færni og þekk­ingu ólíkra hópa í sam­fé­lag­inu til þess að hægt sé að móta heild­stæða stefnu á sviði miðla­læsis og ákveða for­gangs­röðun verk­efna, segir enn fremur í inn­gangi skýrsl­unn­ar. Því hafi nefndin gert víð­tæka spurn­inga­könnun í febr­úar og mars á þessu ári. Könn­unin byggir á norskri fyr­ir­mynd sem hefur það að mark­miði „að kort­leggja færni almenn­ings til að þekkja fals­frétt­ir, geta greint rit­stjórn­ar­efni frá aug­lýs­ing­um, geta áttað sig á upp­runa heim­ilda, trausti til ólíkra miðla og hvernig eigi að gæta að með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga á net­in­u.“

Starfs­hópur um upp­lýs­inga­óreiðu skip­aður í fyrra

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð ákvað í fyrra­vor að koma á fót starfs­hópi til að kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera til­lögur um aðgerðir til að sporna við henni. Í til­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins þegar starfs­hópnum var komið á fót segir að íslensk stjórn­völd hafi átt í sam­starfi við önnur EES-­ríki um að sporna gegn upp­lýs­inga­óreiðu og rang­færlsum í tengslum við COVID-19.

Meðal þess sem upp­lýs­inga­óreiðu­hóp­ur­inn hefur gert til þessa er að koma á sam­starfi við rit­nefnd COVID-19 verk­efnis Vís­inda­vefs Háskóla Íslands, en á Vís­inda­vefnum hafa verið sett fram svör við fjöl­mörgum spurn­ingum um veiru­far­ald­ur­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent