Sjö af hverjum tíu rekist á falsfréttir á síðustu tólf mánuðum – mest á Facebook

Fjölmiðlanefnd hefur kannað miðlalæsi almennings með það meðal annars að markmiði að kortleggja færni almennings til að þekkja falsfréttir og átta sig á uppruna heimilda. 69 prósent höfðu séð misvísandi upplýsinguarum kórónuveirufaraldurinn síðasta árið.

Mest er um að fólk rekist á falsfréttir á Facebook. Nokkuð er um að fólk rekist á misvísandi upplýsingar eða falsfréttir á öðrum samfélagsmiðlum, líkt og Twitter, Snapchat, TikTok, Instagram eða WhatsApp
Mest er um að fólk rekist á falsfréttir á Facebook. Nokkuð er um að fólk rekist á misvísandi upplýsingar eða falsfréttir á öðrum samfélagsmiðlum, líkt og Twitter, Snapchat, TikTok, Instagram eða WhatsApp
Auglýsing

Átta af hverjum tíu hafa á síðustu tólf mánuðum efast um sannleiksgildi upplýsinga sem viðkomandi hafa rekist á á netinu og sjö af hverjum tíu hafa séð falsfréttir, fengið þær sendar eða rekist á þær með öðrum hætti á sama tímabili. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu en fjölmiðlanefnd lét framkvæma spurningakönnun um efnið í febrúar og mars á þessu ári.

Töluvert er um misvísandi upplýsingar um kórónuveirufaraldurinn á netinu, alls höfðu 69 prósent þátttakenda orðið vör við upplýsingaóreiðu eða rekist á falsfréttir um faraldurinn á netinu. Þar af sögðust rúmlega 83 prósent hafa rekist á slíkt á Facebook, rétt tæp 50 prósent á vefsvæðum sem ekki hafa ritstjórn og tæp 39 prósent á öðrum samfélagsmiðlum, líkt og Twitter, Snapchat, TikTok, Instagram eða WhatsApp. Í sambærilegri könnun sem gerð var í Noregi hafði um helmingur þátttakenda rekist á falsfréttir um kórónuveirufaraldurinn og einn af hverjum þremur sagði það hafa verið á Facebook.

„Niðurstöðurnar eru sérlega athyglisverðar þegar að þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi, þar sem hlutfall þeirra sem segjast hafa séð falsfréttir eða efast um sannleiksgildi upplýsinga á netinu er mun hærra á Íslandi en í Noregi,“ segir Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd í tilkynningu. Í Noregi voru 13,4% færri sem efuðust um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi og 25,7% færri sem höfðu rekist á eða fengið sendar falsfréttir.

Auglýsing

Ólíkir aldurshópar bregðast ólíkt við

Yngsti aldurshópurinn, 15 til 17 ára, er sá aldurshópur sem er ólíklegastur til að efast um sannleiksgildi upplýsinga, sá aldurshópur er aftur á móti líklegastur til þess að leita ráða hjá öðrum vegna ótrúverðugra frétta eða upplýsinga.

Fæstir í aldurshópnum 60 ára og eldri töldu sig hafa séð falsfréttir, fengið þær sendar eða rekist á þær á síðustu tólf mánuðum. Tæpur helmingur, 48,1 prósent, taldi sig hafa séð falsfréttir á tímabilinu. Meðaltalið í öllum öðrum aldurshópum var 72,1 prósent. Elsti aldurshópurinn var aftur á móti sá hópur sem átti í mestum erfiðleikum með að bregðast við falsfréttum, „þ.e. að láta blekkjast af falsfréttum, efast um sannleiksgildi upplýsinga á netinu og mynda sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga í fjölmiðlum.“

Meðal þeirra ráða sem þátttakendur könnunarinnar gripu til þegar þau höfðu síðast rekist á frétt sem þau efuðust um að væri sönn og rétt var að kanna aðrar heimildir sem þau treystu. Það gerðu um 55 prósent þátttakenda. Tæp 39 prósent slógu efni fréttarinnar inn í leitarvél til að kanna sannleiksgildi hennar en tæpur fjórðungur sagðist ekkert hafa aðhafst. Rúmlega fimmtungur hafði kannað vefslóð eða IP-tölu viðkomandi vefmiðils.

Kanna miðlalæsi ólíkra hópa

Í inngangskafla skýrslunnar segir að fjölmiðlanefnd sé ætlað það hlutverk samkvæmt lögum að efla miðlalæsi og auka skilning á hlutverki og notkun ólíkra miðla. Með innleiðingu nýrrar hljóð- og myndmiðlunartilskipunar Evrópusambandsins verður þetta hlutverk nefndarinnar áréttað enn frekar en með tilskipuninni er gert ráð fyrir að fjölmiðlanefnd geri áætlun og ráðstafanir til að efla og þroska miðlalæsi almennings og að nefndin skili skýrslu til Eftirlitsstofnunarinnar EFTA um árangurinn þriðja hvert ár.

Mikilvægt sé að fyrir liggi upplýsingar um færni og þekkingu ólíkra hópa í samfélaginu til þess að hægt sé að móta heildstæða stefnu á sviði miðlalæsis og ákveða forgangsröðun verkefna, segir enn fremur í inngangi skýrslunnar. Því hafi nefndin gert víðtæka spurningakönnun í febrúar og mars á þessu ári. Könnunin byggir á norskri fyrirmynd sem hefur það að markmiði „að kortleggja færni almennings til að þekkja falsfréttir, geta greint ritstjórnarefni frá auglýsingum, geta áttað sig á uppruna heimilda, trausti til ólíkra miðla og hvernig eigi að gæta að meðferð persónuupplýsinga á netinu.“

Starfshópur um upplýsingaóreiðu skipaður í fyrra

Þjóðaröryggisráð ákvað í fyrravor að koma á fót starfshópi til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til að sporna við henni. Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins þegar starfshópnum var komið á fót segir að íslensk stjórnvöld hafi átt í samstarfi við önnur EES-ríki um að sporna gegn upplýsingaóreiðu og rangfærlsum í tengslum við COVID-19.

Meðal þess sem upplýsingaóreiðuhópurinn hefur gert til þessa er að koma á samstarfi við ritnefnd COVID-19 verkefnis Vísindavefs Háskóla Íslands, en á Vísindavefnum hafa verið sett fram svör við fjölmörgum spurningum um veirufaraldurinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent