Sjö af hverjum tíu rekist á falsfréttir á síðustu tólf mánuðum – mest á Facebook

Fjölmiðlanefnd hefur kannað miðlalæsi almennings með það meðal annars að markmiði að kortleggja færni almennings til að þekkja falsfréttir og átta sig á uppruna heimilda. 69 prósent höfðu séð misvísandi upplýsinguarum kórónuveirufaraldurinn síðasta árið.

Mest er um að fólk rekist á falsfréttir á Facebook. Nokkuð er um að fólk rekist á misvísandi upplýsingar eða falsfréttir á öðrum samfélagsmiðlum, líkt og Twitter, Snapchat, TikTok, Instagram eða WhatsApp
Mest er um að fólk rekist á falsfréttir á Facebook. Nokkuð er um að fólk rekist á misvísandi upplýsingar eða falsfréttir á öðrum samfélagsmiðlum, líkt og Twitter, Snapchat, TikTok, Instagram eða WhatsApp
Auglýsing

Átta af hverjum tíu hafa á síð­ustu tólf mán­uðum efast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga sem við­kom­andi hafa rek­ist á á net­inu og sjö af hverjum tíu hafa séð fals­frétt­ir, fengið þær sendar eða rek­ist á þær með öðrum hætti á sama tíma­bili. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjöl­miðla­nefndar um fals­fréttir og upp­lýs­inga­óreiðu en fjöl­miðla­nefnd lét fram­kvæma spurn­inga­könnun um efnið í febr­úar og mars á þessu ári.

Tölu­vert er um mis­vísandi upp­lýs­ingar um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn á net­inu, alls höfðu 69 pró­sent þátt­tak­enda orðið vör við upp­lýs­inga­óreiðu eða rek­ist á fals­fréttir um far­ald­ur­inn á net­inu. Þar af sögð­ust rúm­lega 83 pró­sent hafa rek­ist á slíkt á Face­book, rétt tæp 50 pró­sent á vef­svæðum sem ekki hafa rit­stjórn og tæp 39 pró­sent á öðrum sam­fé­lags­miðl­um, líkt og Twitt­er, Snapchat, TikT­ok, Instagram eða WhatsApp. Í sam­bæri­legri könnun sem gerð var í Nor­egi hafði um helm­ingur þátt­tak­enda rek­ist á fals­fréttir um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og einn af hverjum þremur sagði það hafa verið á Face­book.

„Nið­ur­stöð­urnar eru sér­lega athygl­is­verðar þegar að þær eru bornar saman við sam­bæri­lega könnun sem gerð var í Nor­egi, þar sem hlut­fall þeirra sem segj­ast hafa séð fals­fréttir eða efast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga á net­inu er mun hærra á Íslandi en í Nor­eg­i,“ segir Skúli Bragi Geir­dal verk­efna­stjóri miðla­læsis hjá fjöl­miðla­nefnd í til­kynn­ingu. Í Nor­egi voru 13,4% færri sem efuð­ust um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga heldur en á Íslandi og 25,7% færri sem höfðu rek­ist á eða fengið sendar fals­frétt­ir.

Auglýsing

Ólíkir ald­urs­hópar bregð­ast ólíkt við

Yngsti ald­urs­hóp­ur­inn, 15 til 17 ára, er sá ald­urs­hópur sem er ólík­leg­astur til að efast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga, sá ald­urs­hópur er aftur á móti lík­leg­astur til þess að leita ráða hjá öðrum vegna ótrú­verð­ugra frétta eða upp­lýs­inga.

Fæstir í ald­urs­hópnum 60 ára og eldri töldu sig hafa séð fals­frétt­ir, fengið þær sendar eða rek­ist á þær á síð­ustu tólf mán­uð­um. Tæpur helm­ing­ur, 48,1 pró­sent, taldi sig hafa séð fals­fréttir á tíma­bil­inu. Með­al­talið í öllum öðrum ald­urs­hópum var 72,1 pró­sent. Elsti ald­urs­hóp­ur­inn var aftur á móti sá hópur sem átti í mestum erf­ið­leikum með að bregð­ast við fals­frétt­um, „þ.e. að láta blekkj­ast af fals­frétt­um, efast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga á net­inu og mynda sér ranga skoðun á opin­berri per­sónu vegna vill­andi upp­lýs­inga í fjöl­miðl­u­m.“

Meðal þeirra ráða sem þátt­tak­endur könn­un­ar­innar gripu til þegar þau höfðu síð­ast rek­ist á frétt sem þau efuð­ust um að væri sönn og rétt var að kanna aðrar heim­ildir sem þau treystu. Það gerðu um 55 pró­sent þátt­tak­enda. Tæp 39 pró­sent slógu efni frétt­ar­innar inn í leit­ar­vél til að kanna sann­leiks­gildi hennar en tæpur fjórð­ungur sagð­ist ekk­ert hafa aðhafst. Rúm­lega fimmt­ungur hafði kannað vefslóð eða IP-­tölu við­kom­andi vef­mið­ils.

Kanna miðla­læsi ólíkra hópa

Í inn­gangskafla skýrsl­unnar segir að fjöl­miðla­nefnd sé ætlað það hlut­verk sam­kvæmt lögum að efla miðla­læsi og auka skiln­ing á hlut­verki og notkun ólíkra miðla. Með inn­leið­ingu nýrrar hljóð- og mynd­miðl­un­ar­til­skip­unar Evr­ópu­sam­bands­ins verður þetta hlut­verk nefnd­ar­innar áréttað enn frekar en með til­skip­un­inni er gert ráð fyrir að fjöl­miðla­nefnd geri áætlun og ráð­staf­anir til að efla og þroska miðla­læsi almenn­ings og að nefndin skili skýrslu til Eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar EFTA um árang­ur­inn þriðja hvert ár.

Mik­il­vægt sé að fyrir liggi upp­lýs­ingar um færni og þekk­ingu ólíkra hópa í sam­fé­lag­inu til þess að hægt sé að móta heild­stæða stefnu á sviði miðla­læsis og ákveða for­gangs­röðun verk­efna, segir enn fremur í inn­gangi skýrsl­unn­ar. Því hafi nefndin gert víð­tæka spurn­inga­könnun í febr­úar og mars á þessu ári. Könn­unin byggir á norskri fyr­ir­mynd sem hefur það að mark­miði „að kort­leggja færni almenn­ings til að þekkja fals­frétt­ir, geta greint rit­stjórn­ar­efni frá aug­lýs­ing­um, geta áttað sig á upp­runa heim­ilda, trausti til ólíkra miðla og hvernig eigi að gæta að með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga á net­in­u.“

Starfs­hópur um upp­lýs­inga­óreiðu skip­aður í fyrra

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð ákvað í fyrra­vor að koma á fót starfs­hópi til að kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera til­lögur um aðgerðir til að sporna við henni. Í til­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins þegar starfs­hópnum var komið á fót segir að íslensk stjórn­völd hafi átt í sam­starfi við önnur EES-­ríki um að sporna gegn upp­lýs­inga­óreiðu og rang­færlsum í tengslum við COVID-19.

Meðal þess sem upp­lýs­inga­óreiðu­hóp­ur­inn hefur gert til þessa er að koma á sam­starfi við rit­nefnd COVID-19 verk­efnis Vís­inda­vefs Háskóla Íslands, en á Vís­inda­vefnum hafa verið sett fram svör við fjöl­mörgum spurn­ingum um veiru­far­ald­ur­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent