Virði veðsettra hlutabréfa lækkaði um 42 milljarða króna á þremur mánuðum

Samhliða því að hlutabréfaverð hefur fallið skarpt það sem af er ári hefur markaðsvirði þeirra hlutabréfa sem eru veðsett með beinum hætti lækkað. Hlutfall veðtöku af heildarmarkaðsvirði hefur hins vegar hækkað.

nasdaqkauphöll.jpg
Auglýsing

Mark­aðsvirði þeirra hluta­bréfa í Kaup­höll Íslands sem veð­sett eru með beinum hætti hefur lækkað ansi skarpt á síð­ustu mán­uð­um. Í lok mars­mán­aðar var það tæp­lega 294 millj­arðar króna og hafði þá aldrei verið hærra frá því að hluta­bréfa­mark­að­ur­inn var end­ur­reistur eftir banka­hrun. Í lok júní var það hins vegar komið niður í um 252 millj­arða króna. Virði veð­settra bréfa hafði því lækkað um rúma 42 millj­arða króna á þremur mán­uð­um, eða 14,3 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina. 

Nas­daq Iceland birtir árs­fjórð­ungs­lega upp­lýs­ingar um heild­ar­veð­setn­ingu á þeim hluta­bréfum sem skráð eru á mörk­uðum Nas­daq Iceland og eru jafn­framt raf­rænt skráðir hjá Nas­daq verð­bréfa­mið­stöð. Nánar til­tekið er um að ræða upp­lýs­ingar um með­al­veð­setn­ingu allra félaga á hluta­bréfa­mörk­uðum Nas­daq Iceland, Aðal­mark­aði og Nas­daq First North, reiknað út frá vægi hvers og eins félags.

Upp­lýs­ingar um veð­setn­ingu geta veitt ákveðnar vís­bend­ingar um umfang skuld­setn­ingar á hluta­bréfa­mark­aði, það er hversu mikið fjár­festar hafa fengið að láni til að kaupa í skráðum félög­um. Gögnin sýna hins vegar ein­ungis beina veð­setn­ingu, en taka ekki til­lit til þess að lán­veit­andi geti verið með veð í öllum eignum lán­tak­anda, þar með talið hluta­bréf­um, né inni­halda þau upp­lýs­ingar um óbeinar veð­tökur með gerð fram­virkra samn­inga.

Í ljósi þess að umtals­verðir hlutir í skráðum félögum eru skráðir á fjár­mála­fyr­ir­tæki vegna þess að gerðir hafa verið fram­virkir samn­ingar við við­skipta­vini sem eru í reynd þeir sem taka áhættu af við­skipt­un­um, liggur fyrir að veð­setn­ing hluta­bréfa er í heild mun meiri en tölur Nas­daq Iceland gefa til kynna. 

Mikil veð­­­setn­ing á árunum fyrir hrun

Veð­­­setn­ing hluta­bréfa var mjög algeng á árunum fyrir hrun, og bjó meðal ann­­­ars til mikla kerf­is­lega áhættu hér­­­­­lend­­­is. Stór fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­fé­lög, sem áttu meðal ann­­­ars stóra hluti í bönk­­­um, fengu þá lán­aðar háar fjár­­­hæðir með veði í bréf­um, til að kaupa önnur hluta­bréf. Þegar eitt­hvað súrn­aði varð keðju­verkun vegna kross­­­eign­­­ar­halds. 

Auglýsing
Auk þess lán­uðu íslenskir bankar fyrir hluta­bréfa­­­kaupum í sjálfum sér með veði í bréf­unum sjálf­­­um. Með því var öll áhættan hjá bönk­­­unum sjálfum ef illa færi. Til­­­­­gang­­­ur­inn var að skapa markað fyrir bréf sem engin eðli­­­leg eft­ir­­­spurn var eft­ir, og þar með til að hafa áhrif á eðli­­­lega verð­­­mynd­un. Hæst­i­­­réttur Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í málum gegn öllum gömlu stóru bönk­­­unum þremur að þetta atferli hafi falið í sér mark­aðs­mis­­­­not­k­un. 

Tekið hefur verið fyrir þessa hegðun með laga­breyt­ingum á und­an­­­förnum árum.

Bólu­merki

Hluta­bréfa­verð hækk­aði skarpt á meðan að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn geis­aði af fullum krafti. Á árinu 2020 hækk­­aði úrvals­­vísi­tala Kaup­hallar Íslands, sem mælir þróun á virði bréfa þeirra tíu félaga sem eru með mestan selj­an­leika hverju sinni, um 20,5 pró­­sent og heild­­ar­­vísi­tala hluta­bréfa um 24,3 pró­­sent. 

Í fyrra gekk enn bet­­ur. Bréf í öllum félögum á aðal­­­mark­aði, og öllu nema einu á First North, hækk­­uðu. Alls hækk­­aði úrvals­­vísi­talan um 33 pró­­sent og heild­­ar­­vísi­tala hluta­bréfa um 40,2 pró­­sent. Þau tvö félög sem hækk­­uðu mest í virði, Arion banki og Eim­­skip, tvö­­­föld­uðu mark­aðsvirði sitt. 

Sam­hliða þessu jókst mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa mik­ið. Frá mars­mán­uði 2020 og fram til síð­ustu ára­móta jókst það um rúm­lega 107 millj­arða króna, eða 65 pró­sent, og var 273 millj­arðar króna. Vert er að taka fram að nýskrán­ingar áttu sér stað í milli­tíð­inni sem útskýrir hluta hækk­un­ar­inn­ar. 

Hækk­unin var drifin áfram af ódýru lánsfé og auknum sparn­aði lands­manna, en ekki und­ir­liggj­andi frammi­stöðu félag­anna á mark­aði. Því bar hún öll merki bólu. Margir bjugg­ust því við leið­rétt­ingu á virði skráðra hluta­bréfa.

Mikil lækkun það sem af er ári

Á þessu tíma­bili lækk­aði hlut­fall beinnar veð­töku mikið og var 10,67 pró­sent í lok árs í fyrra. Það hafði ekki verið lægra síðan á miðju ári 2017.

Það sem af er þessu ári hefur úrvals­vísi­talan hins vegar lækkað hratt, eða um 21,2 pró­sent. Kjarn­inn greindi frá því í byrjun síð­asta mán­aðar að hún hefði lækkað um 10,9 pró­sent í maí­mán­uði einum sam­an. Það er mesta lækkun innan mán­aðar síðan í maí 2010, eða í tólf ár. Lækkun á virði bréfa í Mar­el, lang­verð­mætasta skráða félags­ins á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, hefur leitt þessa þró­un. 

Þrátt fyrir að lækk­un­ar­hrinan væri hafin á fyrstu mán­uðum árs­ins 2022, og heild­ar­mark­aðsvirði hluta­bréfa dróst sam­hliða sam­an, jókst virði veð­settra hluta­bréfa frá ára­mótum og út mars­mánuð um 21 millj­arð króna. 

Síðan þá hefur heild­ar­virði þeirra hluta­bréfa sem veð­sett eru með beinum hætti hins vegar dreg­ist skarpt sam­an, eða um 42 millj­arða króna og hlut­fall beinnar veð­töku að sama skapi hækkað upp í 13,2 pró­sent af mark­aðsvirði bréfa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent