Vísbendingar um að öflug samkeppni skiptir meira máli en hver á fyrirtækin

Skýrsla sem var tilbúin í fyrra, en ekki birt fyrr en nýverið, færir rök fyrir því að það skipti ekki endilega máli hver eigi fyrirtæki. Neysluverð á Íslandi er 54 prósent yfir meðaltali ESB en raforkuverð hér er 35 prósent lægra en innan sambandsins.

Íslendingar borga miklu meira fyrir mat, föt og skó en íbúar ESB en miklu minna fyrir rafmagn til heimila þar sem seljandinn er í opinberri eigu.
Íslendingar borga miklu meira fyrir mat, föt og skó en íbúar ESB en miklu minna fyrir rafmagn til heimila þar sem seljandinn er í opinberri eigu.
Auglýsing

Margt mælir með því að inn­leiða sam­keppni þar sem henni verður komið við á Íslandi. Því fylgir aðhald, nýjar fram­leiðslu­leiðir eru reyndar og nýjar vörur boðnar fram á mörk­uðum sem hafa staðn­að. Vís­bend­ingar eru um að öflug sam­keppni skipti meira máli en hver á fyr­ir­tækin en ef sam­keppnin á að blómstra þá verða aðstæður fyr­ir­tækja að vera jafn­ar. Þannig hafði  afnám einka­leyfis fyr­ir­tækja í eigu hins opin­bera ekki skýr áhrif á verð á póst­þjón­ustu, raf­magni til almenn­ings eða síma­þjón­ust­u. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um mat áhrifum sam­keppn­is­rekstrar hins opin­vera á virka sam­keppni og heil­brigði atvinnu­lífs hér­lend­is, sem unnin var af Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands. Tvö ár eru síðan að atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið samdi við Hag­fræði­stofnun um að vinna skýrsl­una, en til­efnið var fyr­ir­spurn tíu þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Alþingi um mál­ið.

Skýrslan var unnin af Sig­urði Jóhann­essyni, for­stöðu­manni stofn­un­ar­inn­ar, og tveimur hag­fræð­ing­um. Hún var auk þess rýnd af tveimur óháðum sér­fræð­ing­um. 

Þrátt fyrir að hafa verið til­búin í októ­ber 2020 og skilað til ráðu­neyt­is­ins var hún ekki birt á þeim tíma. Sam­kvæmt frétt Við­skipta­blaðs­ins um mál­ið, sem birt­ist um síð­ustu helgi, var það vegna þess að atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið vildi það ekki. Hag­fræði­stofnun tók ein­hliða ákvörðun um birt­ingu hennar fyrir skemmstu og er skýrslan nú aðgengi­leg á heima­síðu stofn­un­ar­inn­ar. Hún hefur hins vegar ekki verið birt á vef atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins. 

Neyslu­verð 54 pró­sent yfir með­al­tali ESB

Í upp­hafi skýrsl­unnar er spurt af hverju ríki og sveit­ar­fé­lög reki fyr­ir­tæki. Þátt­taka í atvinnu­líf­inu sé áhættu­söm og skatt­borg­arar hafi ekki allir jafn­mik­inn áhuga á að taka slíka áhætt­u. 

Auglýsing
Rök fyrir atvinnu­rekstri hins opin­bera séu þó af ýmsu tagi. Stundum þurfi að leið­rétta mark­aðs­bresti. Stundum á rekst­ur­inn að stuðla að jöfn­uði. Atvinnu­stefna kemur við sögu. Sums staðar virð­ast sögu­legar ástæður vega þung­t. 

Í skýrsl­unni er rakið að neyslu­verð á Íslandi sé með því hæsta í Evr­ópu og að árið 2019 hafi það verið 54 pró­sent yfir með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B). Matur og drykkur er til að mynda 40 pró­sent dýr­ari hér en að með­al­tali innan sam­bands­ins og föt og skór eru sömu­leiðis 35-40 pró­sent dýr­ari. 

Það er þó ekki allt dýr­ara hér. Raf­magns­verð til heim­ila er til að mynda 35 pró­sent undir með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ins og í skýrsl­unni er farið yfir að fyrir því geti verið ýmsar ástæð­ur. „ Ein er ódýrt opin­bert fjár­magn, sem nýtt hefur verið til þess að byggja upp flest fyr­ir­tæki á mark­aði með raf­magn og önnur er hag­stæðar aðstæður af hendi nátt­úr­unn­ar. Þriðja ástæðan gæti verið að íslensk orku­fyr­ir­tæki – sem flest eru í eigu hins opin­bera – séu svona vel rek­in.“ 

Þá er rakið að fjar­skipti séu álíka dýr hér og í Evr­ópu­sam­band­inu en hið opin­bera hefur dregið sig með öllu úr úr öllum síma­rekstri. Í ljós­leið­ara­þjón­ustu keppir hins vegar eitt einka­rekið fyr­ir­tæki, Míla í eigu Sím­ans, við Gagna­veit­una (í eigu Orku­veitu Reykja­víkur sem er að uppi­stöðu í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar). 

Tæki­færi til að taka frek­ari skref

Skýrslu­höf­undar segja að ýmis­legt hafi verið gert á und­an­förnum árum til að jafna leik­inn í sam­keppni fyr­ir­tækja ríkis og sveit­ar­fé­laga og einka­fyr­ir­tækja en að stíga megi frek­ari skref.

Á meðal leiða sem þeir nefna er að æski­legt þyki að starfs­svið opin­berra fyr­ir­tækja sé almennt betur afmarkað og þeim sett skýr­ari afkomu­mark­mið. Fengur yrði að eig­anda­stefnu fyrir orku­fyr­ir­tæki lands­ins og skilja mætti á milli eign­ar­halds á orku­fram­leiðslu og einka­sölu á raf­magni. Þar er helst nefnt að kljúfa raf­magns­fram­leiðslu utan Þjórsár og Fljóts­dals­stöðvar frá Lands­virkjun og skipta henni milli nokk­urra fyr­ir­tækja. „Þannig yrði þess freistað að efla sam­keppni á almennum raf­magns­mark­aði. Sem stendur er Lands­virkjun eina fyr­ir­tækið sem getur boðið raf­magn í heild­sölu hér á landi sem nokkru nem­ur. Það hamlar gegn því að skap­ast geti virkur heild­sölu­mark­að­ur. Ekki yrði hróflað við sölu Lands­virkj­unar til stór­kaup­enda.“

Þá telja skýrslu­höf­undar að bjóða ætti alþjón­ustu í póst­flutn­ingum út í stað þess að binda hana við Íslands­póst og að skoða mætti betur hvort rétt sé að draga Rík­is­út­varpið af aug­lýs­inga­mark­aði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent