Vísbendingar um að öflug samkeppni skiptir meira máli en hver á fyrirtækin

Skýrsla sem var tilbúin í fyrra, en ekki birt fyrr en nýverið, færir rök fyrir því að það skipti ekki endilega máli hver eigi fyrirtæki. Neysluverð á Íslandi er 54 prósent yfir meðaltali ESB en raforkuverð hér er 35 prósent lægra en innan sambandsins.

Íslendingar borga miklu meira fyrir mat, föt og skó en íbúar ESB en miklu minna fyrir rafmagn til heimila þar sem seljandinn er í opinberri eigu.
Íslendingar borga miklu meira fyrir mat, föt og skó en íbúar ESB en miklu minna fyrir rafmagn til heimila þar sem seljandinn er í opinberri eigu.
Auglýsing

Margt mælir með því að inn­leiða sam­keppni þar sem henni verður komið við á Íslandi. Því fylgir aðhald, nýjar fram­leiðslu­leiðir eru reyndar og nýjar vörur boðnar fram á mörk­uðum sem hafa staðn­að. Vís­bend­ingar eru um að öflug sam­keppni skipti meira máli en hver á fyr­ir­tækin en ef sam­keppnin á að blómstra þá verða aðstæður fyr­ir­tækja að vera jafn­ar. Þannig hafði  afnám einka­leyfis fyr­ir­tækja í eigu hins opin­bera ekki skýr áhrif á verð á póst­þjón­ustu, raf­magni til almenn­ings eða síma­þjón­ust­u. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um mat áhrifum sam­keppn­is­rekstrar hins opin­vera á virka sam­keppni og heil­brigði atvinnu­lífs hér­lend­is, sem unnin var af Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands. Tvö ár eru síðan að atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið samdi við Hag­fræði­stofnun um að vinna skýrsl­una, en til­efnið var fyr­ir­spurn tíu þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Alþingi um mál­ið.

Skýrslan var unnin af Sig­urði Jóhann­essyni, for­stöðu­manni stofn­un­ar­inn­ar, og tveimur hag­fræð­ing­um. Hún var auk þess rýnd af tveimur óháðum sér­fræð­ing­um. 

Þrátt fyrir að hafa verið til­búin í októ­ber 2020 og skilað til ráðu­neyt­is­ins var hún ekki birt á þeim tíma. Sam­kvæmt frétt Við­skipta­blaðs­ins um mál­ið, sem birt­ist um síð­ustu helgi, var það vegna þess að atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið vildi það ekki. Hag­fræði­stofnun tók ein­hliða ákvörðun um birt­ingu hennar fyrir skemmstu og er skýrslan nú aðgengi­leg á heima­síðu stofn­un­ar­inn­ar. Hún hefur hins vegar ekki verið birt á vef atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins. 

Neyslu­verð 54 pró­sent yfir með­al­tali ESB

Í upp­hafi skýrsl­unnar er spurt af hverju ríki og sveit­ar­fé­lög reki fyr­ir­tæki. Þátt­taka í atvinnu­líf­inu sé áhættu­söm og skatt­borg­arar hafi ekki allir jafn­mik­inn áhuga á að taka slíka áhætt­u. 

Auglýsing
Rök fyrir atvinnu­rekstri hins opin­bera séu þó af ýmsu tagi. Stundum þurfi að leið­rétta mark­aðs­bresti. Stundum á rekst­ur­inn að stuðla að jöfn­uði. Atvinnu­stefna kemur við sögu. Sums staðar virð­ast sögu­legar ástæður vega þung­t. 

Í skýrsl­unni er rakið að neyslu­verð á Íslandi sé með því hæsta í Evr­ópu og að árið 2019 hafi það verið 54 pró­sent yfir með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B). Matur og drykkur er til að mynda 40 pró­sent dýr­ari hér en að með­al­tali innan sam­bands­ins og föt og skór eru sömu­leiðis 35-40 pró­sent dýr­ari. 

Það er þó ekki allt dýr­ara hér. Raf­magns­verð til heim­ila er til að mynda 35 pró­sent undir með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ins og í skýrsl­unni er farið yfir að fyrir því geti verið ýmsar ástæð­ur. „ Ein er ódýrt opin­bert fjár­magn, sem nýtt hefur verið til þess að byggja upp flest fyr­ir­tæki á mark­aði með raf­magn og önnur er hag­stæðar aðstæður af hendi nátt­úr­unn­ar. Þriðja ástæðan gæti verið að íslensk orku­fyr­ir­tæki – sem flest eru í eigu hins opin­bera – séu svona vel rek­in.“ 

Þá er rakið að fjar­skipti séu álíka dýr hér og í Evr­ópu­sam­band­inu en hið opin­bera hefur dregið sig með öllu úr úr öllum síma­rekstri. Í ljós­leið­ara­þjón­ustu keppir hins vegar eitt einka­rekið fyr­ir­tæki, Míla í eigu Sím­ans, við Gagna­veit­una (í eigu Orku­veitu Reykja­víkur sem er að uppi­stöðu í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar). 

Tæki­færi til að taka frek­ari skref

Skýrslu­höf­undar segja að ýmis­legt hafi verið gert á und­an­förnum árum til að jafna leik­inn í sam­keppni fyr­ir­tækja ríkis og sveit­ar­fé­laga og einka­fyr­ir­tækja en að stíga megi frek­ari skref.

Á meðal leiða sem þeir nefna er að æski­legt þyki að starfs­svið opin­berra fyr­ir­tækja sé almennt betur afmarkað og þeim sett skýr­ari afkomu­mark­mið. Fengur yrði að eig­anda­stefnu fyrir orku­fyr­ir­tæki lands­ins og skilja mætti á milli eign­ar­halds á orku­fram­leiðslu og einka­sölu á raf­magni. Þar er helst nefnt að kljúfa raf­magns­fram­leiðslu utan Þjórsár og Fljóts­dals­stöðvar frá Lands­virkjun og skipta henni milli nokk­urra fyr­ir­tækja. „Þannig yrði þess freistað að efla sam­keppni á almennum raf­magns­mark­aði. Sem stendur er Lands­virkjun eina fyr­ir­tækið sem getur boðið raf­magn í heild­sölu hér á landi sem nokkru nem­ur. Það hamlar gegn því að skap­ast geti virkur heild­sölu­mark­að­ur. Ekki yrði hróflað við sölu Lands­virkj­unar til stór­kaup­enda.“

Þá telja skýrslu­höf­undar að bjóða ætti alþjón­ustu í póst­flutn­ingum út í stað þess að binda hana við Íslands­póst og að skoða mætti betur hvort rétt sé að draga Rík­is­út­varpið af aug­lýs­inga­mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent