Hæð byggðar í Mjódd lækkuð og blásið á hugmyndir um búðarkjarna við Bauhaus

Aðalskipulag Reykjavíkur fram til ársins 2040 var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar á miðvikudag. Helsta breytingin frá auglýstri tillögu er sögð sú að viðmiðunarhæð byggðar í Mjódd lækkar niður í 4-7 hæðir.

neðrabreiðholt.png
Auglýsing

Breytt aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur­borgar fram til árs­ins 2040 var sam­þykkt í skipu­lags- og sam­göngu­ráði borg­ar­innar á mið­viku­dag. Þær breyt­ingar hafa helst verið gerðar frá aug­lýstri til­lögu að hæða­við­mið bygg­inga í Mjódd verður 4-7 hæð­ir, en hund­ruð íbúa í grennd­inni mót­mæltu því að fyr­ir­hugað væri að við­mið um byggð­ina yrði 5-8 hæð­ir, eins og Kjarn­inn sagði frá á dög­un­um.

Í svari frá borg­inni við athuga­semdum sem settar voru fram af hálfu íbúa í Neðra-Breið­holti er áréttað að aðeins stakar bygg­ingar muni geta notið hámarks­heim­ilda og því sé „hæpin for­senda“ að gefa sér að byggðin verði almennt 8 hæðir eða jafn­vel hærri, eins og gert var í sumum inn­sendum athuga­semdum frá íbú­um.

Þá segir einnig í svar­inu frá borg­inni að „við mótun byggðar yrði vænt­an­lega leit­ast við að skala byggð­ina niður næst hinni lágreistu íbúð­ar­byggð og lág­marka þannig skugga­varp,“ og að við mótun byggð­ar­innar á þessu svæði þurfi einnig að gæta að mögu­legri útsýn­is­skerð­ingu, sem þó sé „erfitt að kom­ast hjá í öllum til­vik­um“.

Þétt­leik­inn vænt­an­lega svip­aður og á RÚV-reit

Í þessu svari borg­ar­innar við athuga­semdum íbúa í Neðra-Breið­holti vegna fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ingar á reitum í Mjódd­inni segir að ekki hafi verið teknar end­an­legar ákvarð­anir um mögu­legan íbúða­fjölda né bygg­ing­ar­magn á svæð­inu – og að sú ákvörðun muni meðal ann­ars grund­vall­ast á mati á áhrifum upp­bygg­ingar á grunn­skóla og áhrifum á sam­göng­ur.

Auglýsing

„Miðað við þau þétt­leika­við­mið sem gefin eru upp vegna nálægðar við Borg­ar­línu – m.v. upp­gefið hámark – þá yrði meðal þétt­leiki á svæð­inu full­byggðu svip­aður og er á RÚV-reit í dag,“ segir í svar­inu frá borg­inni og er þá vísað til þeirra íbúð­ar­húsa sem hafa sprottið upp á síð­ustu árum við hlið Útvarps­húss­ins í Efsta­leiti.

Blásið á hug­mynd um mat­vöru­verslun á bílaplani Bauhaus

Eins og Kjarn­inn sagði nýlega frá vildi fast­eigna­fé­lagið Lamb­haga­veg­ur, sem á hús­næðið sem hýsir bygg­ing­ar­vöru­versl­un­ina Bauhaus, fá leyfi til þess að byggja nýjan 3.-4.000 fer­metra versl­un­ar­kjarna með mat­vöru­verslun og annarri þjón­ustu á bílaplan­inu framan við Bauhaus.

Mynd: Úr innsendu erindi Lamhagavegar til borgarinnar.

Skipu­lags­yf­ir­völd taka heldur fálega í þá hug­mynd, sam­kvæmt svari við inn­sendu erindi Bauhaus. Í því svari segir að ein­kenni starf­semi og skipu­lags á svæð­inu sé þess eðlis að svæðið upp­fylli ekki skil­yrði þess að vera borg­ar­hluta­kjarni fyrir við­kom­andi borg­ar­hluta.

Vegna þessa, og í sam­ræmi við það mark­mið stefnu um mat­vöru­versl­anir sem sé í aðal­skipu­lagi borg­ar­innar – „að þær séu einkum innan íbúð­ar­byggðar eða í fjöl­breyttum kjörnum í jaðri henn­ar“ – er ekki gert ráð fyrir heim­ildum um nýjar mat­vöru­versl­anir á umræddu svæði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent