Hæð byggðar í Mjódd lækkuð og blásið á hugmyndir um búðarkjarna við Bauhaus

Aðalskipulag Reykjavíkur fram til ársins 2040 var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar á miðvikudag. Helsta breytingin frá auglýstri tillögu er sögð sú að viðmiðunarhæð byggðar í Mjódd lækkar niður í 4-7 hæðir.

neðrabreiðholt.png
Auglýsing

Breytt aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur­borgar fram til árs­ins 2040 var sam­þykkt í skipu­lags- og sam­göngu­ráði borg­ar­innar á mið­viku­dag. Þær breyt­ingar hafa helst verið gerðar frá aug­lýstri til­lögu að hæða­við­mið bygg­inga í Mjódd verður 4-7 hæð­ir, en hund­ruð íbúa í grennd­inni mót­mæltu því að fyr­ir­hugað væri að við­mið um byggð­ina yrði 5-8 hæð­ir, eins og Kjarn­inn sagði frá á dög­un­um.

Í svari frá borg­inni við athuga­semdum sem settar voru fram af hálfu íbúa í Neðra-Breið­holti er áréttað að aðeins stakar bygg­ingar muni geta notið hámarks­heim­ilda og því sé „hæpin for­senda“ að gefa sér að byggðin verði almennt 8 hæðir eða jafn­vel hærri, eins og gert var í sumum inn­sendum athuga­semdum frá íbú­um.

Þá segir einnig í svar­inu frá borg­inni að „við mótun byggðar yrði vænt­an­lega leit­ast við að skala byggð­ina niður næst hinni lágreistu íbúð­ar­byggð og lág­marka þannig skugga­varp,“ og að við mótun byggð­ar­innar á þessu svæði þurfi einnig að gæta að mögu­legri útsýn­is­skerð­ingu, sem þó sé „erfitt að kom­ast hjá í öllum til­vik­um“.

Þétt­leik­inn vænt­an­lega svip­aður og á RÚV-reit

Í þessu svari borg­ar­innar við athuga­semdum íbúa í Neðra-Breið­holti vegna fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ingar á reitum í Mjódd­inni segir að ekki hafi verið teknar end­an­legar ákvarð­anir um mögu­legan íbúða­fjölda né bygg­ing­ar­magn á svæð­inu – og að sú ákvörðun muni meðal ann­ars grund­vall­ast á mati á áhrifum upp­bygg­ingar á grunn­skóla og áhrifum á sam­göng­ur.

Auglýsing

„Miðað við þau þétt­leika­við­mið sem gefin eru upp vegna nálægðar við Borg­ar­línu – m.v. upp­gefið hámark – þá yrði meðal þétt­leiki á svæð­inu full­byggðu svip­aður og er á RÚV-reit í dag,“ segir í svar­inu frá borg­inni og er þá vísað til þeirra íbúð­ar­húsa sem hafa sprottið upp á síð­ustu árum við hlið Útvarps­húss­ins í Efsta­leiti.

Blásið á hug­mynd um mat­vöru­verslun á bílaplani Bauhaus

Eins og Kjarn­inn sagði nýlega frá vildi fast­eigna­fé­lagið Lamb­haga­veg­ur, sem á hús­næðið sem hýsir bygg­ing­ar­vöru­versl­un­ina Bauhaus, fá leyfi til þess að byggja nýjan 3.-4.000 fer­metra versl­un­ar­kjarna með mat­vöru­verslun og annarri þjón­ustu á bílaplan­inu framan við Bauhaus.

Mynd: Úr innsendu erindi Lamhagavegar til borgarinnar.

Skipu­lags­yf­ir­völd taka heldur fálega í þá hug­mynd, sam­kvæmt svari við inn­sendu erindi Bauhaus. Í því svari segir að ein­kenni starf­semi og skipu­lags á svæð­inu sé þess eðlis að svæðið upp­fylli ekki skil­yrði þess að vera borg­ar­hluta­kjarni fyrir við­kom­andi borg­ar­hluta.

Vegna þessa, og í sam­ræmi við það mark­mið stefnu um mat­vöru­versl­anir sem sé í aðal­skipu­lagi borg­ar­innar – „að þær séu einkum innan íbúð­ar­byggðar eða í fjöl­breyttum kjörnum í jaðri henn­ar“ – er ekki gert ráð fyrir heim­ildum um nýjar mat­vöru­versl­anir á umræddu svæði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent