Forseti Rússlands, Vladímir Pútín, hefur verið valinn maður ársins í Rússlandi, fimmtánda árið í röð, í sjálfstæðri könnun Public Opinion Foundation. Breska blaðið Independent gerði niðurstöðuna að umtalsefni í umfjöllun sinni. Töluvert hefur verið gert úr þessari niðurstöðu á hverju ári, undanfarin fimmtán ár, þó að umfang könnunarinnar sé verulega lítið í hlutfalli við íbúafjölda í Rússlandi, en ríflega 143 milljónir manna búa í landinu. Könnun náði til 1.500 manns í 43 héröðum landsins.
Óhætt er að segja að niðurstaðan komi fram á frekar slæmum tíma fyrir Pútín. Efnahagur Rússlands er fallvaltur eftir stjórnlaust fall rúblunnar fyrr í vikunni, sem meðal annars er rakið til skarprar lækkunar á olíuverði. Frá því í júlí hefur verð á olíu fallið um meira en 40 prósent, sem hefur komið illa við olíuiðnaðinn í Rússlandi. Seðlabanki Rússlands hefur reynt af veikum mætti að sporna gegn falli rúblunnar, meðal annars með því að hækka stýrivexti úr 10,5 í 17 prósent.
Drum roll please: Russia's man of the year for the 15th time in a row is... http://t.co/p8AiVtYySX pic.twitter.com/B2P9j7AH7D
— The Independent (@Independent) December 17, 2014
Auglýsing