Thomas Gilbert, stofnandi vogunarsjóðs sem á eignir upp á um 25 milljarða króna, um 200 milljónir Bandaríkjadala, fannst látinn í íbúð sinni á Manhattan í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til, var hann skotinn til bana. Hann var sjötugur að aldri og virtur fyrir störf sín á fjármálamarkaði.
Sjóðurinn, Wainscott Capital Partners, var stofnaður árið 2011. Enginn hefur verið handtekinn ennþá, samkvæmt frásögn BBC, en lögreglan er að rannsaka málið og er að reyna að ná tali af syni Gilberts, en hann er talinn vera sá síðasti sem sá hann á lífi, samkvæmt því sem talsmaður lögreglunnar í New York, John Grimpel, segir í viðtali við BBC.
Wainscott Capital Partners einblíndi öðru fremur á fjárfestingartækifæri í heilbrigðisgeiranum.