Ísland er þrettánda hamingjusamasta þjóðin, samkvæmt útreikningum Bloomberg fréttastofunnar á hamingju-vísitölu 51 þjóðar á árinu 2015, svokallaðri volæðis-vísitölu. Atvinnuleysi, verðbólga, tekjur og jákvætt umhverfi fyrir neytendur eru meðal þátta sem litið er til við útreikning vísitölunnar.
Efst á lista Bloomberg er Tæland, þökk sé afar lágu atvinnuleysi í landinu og lítilli verðbólgu. „Land brosanna, þar sem herlög gilda eftir yfirtöku hersins á síðasta ári, á þó langt í land með að ná sömu lífsgæðum og þróaðri ríki,“ segir í grein Bloomberg en Tæland skákar löndum á borð við Noreg, Sviss og Danmörku á listanum.
Hamingjusömustu löndin samkvæmt Volæðisvísitölunni eru:
1. Tæland
2. Sviss
3. Japan
4. Suður-Kórea
5. Tævan
6. Danmörk
7. Kína
8. Bandaríkin
9. Noregur
10. Bretland
11. Ástralía
12. Nýja-Sjáland
13. Ísland
14. Malasía
15. Þýskaland
Neðst á listanum, og því efst samkvæmt volæðis-vísitölunni, eru Venesúela, Argentína, S-Afríka, Úkraína og Grikkland.