Vöruskiptajöfnuður jákvæður - auknar tekjur vegna áls og fiskimjöls helsta ástæðan

g.000.mar_.jpg
Auglýsing

Vöru­skipta­jöfn­uð­ur, mun­ur­inn á virði þeirra vara sem Íslend­ingar fluttu inn og út úr land­inu, var jákvæður um 5,2 millj­arða króna á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins. Alls fluttum við út vörur fyrir 221,9 millj­arða króna á tíma­bil­inu en inn vörur fyrir rúma 216,6 millj­arða króna. Lang­mest mun­aði um jákvæðan vöru­skipta­jöfnuð í apr­íl, en þá voru vöru­skipti hag­stæð um 4,7 millj­arða króna. Fyrstu þrjá mán­uði árs­ins fluttum við því út vörur fyrir ein­ungis 500 millj­ónir króna meira en við fluttum inn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands sem voru birtar í dag.

Vöru­skipta­jöfn­uður dróst mikið saman milli áranna 2013 og 2014. Á fyrra árinu var hann jákvæður um 40,2 millj­arða króna en í fyrra voru vöru­skipti hag­stæð um 4,2 millj­arða króna. Afgang­ur­inn af vöru­skiptum var því ein­ungis einn tíundi af því sem hann var á árinu 2013. Á árinu 2014 flutt­u Ís­lend­ingar fluttu út vörur fyrir 590,5 millj­arða króna á síð­asta ári en inn vörur fyrir 586,3 millj­arða króna. Vöru­út­flutn­ingur dróst saman um 3,3 pró­sent frá fyrra ári, á gengi hvors árs, en vöru­inn­flutn­ingur jókst um 2,8 pró­sent.

Fyrstu fjóra mán­uði árs­ins 2015 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 221,9 millj­arða króna en inn fyrir rúma 216,6 millj­arða króna. Afgangur var því af vöru­skiptum við útlönd sem nam 5,2 millj­örðum króna. Á sama tíma árið áður voru þau óhag­stæð um 2,8 millj­arða króna á gengi hvors árs. Vöru­skipta­jöfn­uð­ur­inn á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins var því  átta millj­örðum króna hag­stæð­ari en á sama tíma árið áður.

Auglýsing

Iðn­að­ar­vör­ur, aðal­lega ál, voru stærsti hluti útfluttra vara, eða 55,9 pró­sent alls útflutn­ings. Verð­mæti þeirra vara var 40,7 pró­sent hærra en árið áður og því ljóst að hækk­andi álverð er megin ástæða þess að vöru­skipta­jöfn­uður er betri nú en í fyrra. Sjáv­ar­af­urðir voru 40 pró­sent alls vöru­út­flutn­ings og var verð­mæti þeirra 18 pró­sent hærra en á sama tíma í fyrra. Helsta ástæða hækk­un­ar­innar er, sam­kvæmt Hag­stof­unni, útflutn­ingur á fiski­mjöli.

Á sama tíma og hærra heims­mark­aðs­verð fyrir ál og sjáv­ar­af­urðir skilar okkur meiri tekjum í kass­ann erum við að flytja inn vörur fyrir mun hærri upp­hæðir en áður. Alls borg­uðu Íslend­ingar 39,3 millj­örðum krónum meira fyrir vörur sem voru fluttar inn á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins 2015 en á sama tíma­bili í fyrra. Helstu ástæður þessa eru vegna hrá- og rekstr­ar­vöru og flug­véla. Á móti dróst inn­flutn­ingur á elds­neyti saman sam­hliða því að olíuu­verð nú er mun lægra en það var á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins 2014.

Vert er að taka fram að sú atvinnu­stoð sem skilað þjóð­ar­bú­inu mestum tekj­um, ferða­þjón­usta, mælist ekki með í vöru­skiptum heldur þjón­ustu­skipt­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None