Vöruskipti í júní voru óhagstæð um tæplega 10,4 milljarða króna. Virði útflutnings nam 56 milljörðum en virði innflutnings var tæplega 66,4 milljarðar króna. Er þetta annan mánuðinn í röð þar sem innflutningur er meiri en útflutningur. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um vöruskipti Íslands í júní en sérstök athygli er vakin á því að áætlun um eldsneytiskaup íslenskra flutningsfara erlendis er nú meðtali í tölunum.
Vöruskiptajöfnuður, þ.e. munur á innflutningi og útflutningi, er neikvæður um rúmlega 8 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fluttar hafa verið út vörur fyrir um 332 milljarða króna en inn fyrir um 340,4 milljarða.