Wikileaks: Íslenska lögreglan forvitnaðist um njósnaforrit fyrir síma hjá Hacking Team

15175523421_f0c14443c9_z.jpg
Auglýsing

Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hefur birt meira en milljón tölvupósta frá ítalska fyrirtækinu Hacking Team. Fyrirtækið sérhæfir sig í njósnaforrit fyrir tölvur og snjallsíma og er mjög umdeilt fyrir að framleiða forrit sem gerir aðilum kleyft að rjúfa friðhelgi einkalífs og brjóta á mannréttindum fólks á netinu.

Í töluvpóstunum má finna samskipti milli rannsóknarlögreglumannsins Ragnars Ragnarssonar hjá tölvurannsókna- og rafeindadeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins og starfsmanns Hacking Team, þar sem íslenska lögreglan spyrst fyrir um njósnaforrit fyrir snjallsíma. Reykjavík Grapevine greindi fyrstur íslenskra fjölmiðla frá málinu.

Tölvupóstssamskiptin eru frá árinu 2011, en samkvæmt gögnunum frá Wikileaks hófust þau þegar starfsmaður Hacking Team sendi íslenska rannsóknarlögreglumanninum tölvupóst í lok maí það ár, þar sem hann greinir frá því að fyrirtækið muni taka þátt í sölusýningu.

Auglýsing

Í tölvupóstinum greinir starfsmaðurinn frá því að fyrirtækið muni kynna nýtt njósnaforrit fyrir PC-tölvur og snjallsíma á sýningunni, sem geti fylgst leynt með samskiptum meðal annars í gegnum Skype og MSN, tekið afrit af skrám, ljósmyndum og virkjað hljóðnema til að hlera úr vasa. Forritið er kallað RCS, eða Remote Control System.

Nokkrum dögum síðar sendi íslenski rannsóknarlögreglumaður tölvupóst á starfsmann Hacking Team og óskar frekari upplýsinga um lausnir fyrirtækisins til að fylgjast með notkun snjallsíma. Starfsmaðurinn sendir þá lögreglumanninum tölvupóst þar sem hann tilgreinir að RSC virki til að „njósna“ um flestar gerðir snjallsíma.

Svarið hefur greinilega ekki verið fullnægjandi því að lögreglumaðurinn sendir starfsmanni Hacking Team aftur tölvupóst og spyr: „Ég er að leita eftir ítarlegri upplýsingum, sérstaklega er varða lausnir fyrir snjallsíma, verð o.s.frv. Getur farsímakerfið náð voip (Voice Over Internet Protocol) samskiptum?“

VoIP eru meðal annars símasamskipti manna á milli á netinu, eins og til dæmis í gegnum forrit eins og Skype.

Í svari starfsmanns Hacking Team við fyrirspurn íslenska rannsóknarlögreglumannsins kemur fram að ekki sé hægt að hlera VoIP samskipti, en fyrirtækið geti mögulega unnið slíka lausn sé þess óskað. Þá óskar starfsmaðurinn eftir því að lögreglumaðurinn sendi sér öryggiskóða óski hann eftir frekari upplýsingum. „Eins og þú getur ímyndað þér þá yrðu gögnin sem ég myndi senda þér mjög viðkvæm,“ eins og segir í tölvupóstinum.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None