Wikileaks: Íslenska lögreglan forvitnaðist um njósnaforrit fyrir síma hjá Hacking Team

15175523421_f0c14443c9_z.jpg
Auglýsing

Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hefur birt meira en milljón tölvupósta frá ítalska fyrirtækinu Hacking Team. Fyrirtækið sérhæfir sig í njósnaforrit fyrir tölvur og snjallsíma og er mjög umdeilt fyrir að framleiða forrit sem gerir aðilum kleyft að rjúfa friðhelgi einkalífs og brjóta á mannréttindum fólks á netinu.

Í töluvpóstunum má finna samskipti milli rannsóknarlögreglumannsins Ragnars Ragnarssonar hjá tölvurannsókna- og rafeindadeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins og starfsmanns Hacking Team, þar sem íslenska lögreglan spyrst fyrir um njósnaforrit fyrir snjallsíma. Reykjavík Grapevine greindi fyrstur íslenskra fjölmiðla frá málinu.

Tölvupóstssamskiptin eru frá árinu 2011, en samkvæmt gögnunum frá Wikileaks hófust þau þegar starfsmaður Hacking Team sendi íslenska rannsóknarlögreglumanninum tölvupóst í lok maí það ár, þar sem hann greinir frá því að fyrirtækið muni taka þátt í sölusýningu.

Auglýsing

Í tölvupóstinum greinir starfsmaðurinn frá því að fyrirtækið muni kynna nýtt njósnaforrit fyrir PC-tölvur og snjallsíma á sýningunni, sem geti fylgst leynt með samskiptum meðal annars í gegnum Skype og MSN, tekið afrit af skrám, ljósmyndum og virkjað hljóðnema til að hlera úr vasa. Forritið er kallað RCS, eða Remote Control System.

Nokkrum dögum síðar sendi íslenski rannsóknarlögreglumaður tölvupóst á starfsmann Hacking Team og óskar frekari upplýsinga um lausnir fyrirtækisins til að fylgjast með notkun snjallsíma. Starfsmaðurinn sendir þá lögreglumanninum tölvupóst þar sem hann tilgreinir að RSC virki til að „njósna“ um flestar gerðir snjallsíma.

Svarið hefur greinilega ekki verið fullnægjandi því að lögreglumaðurinn sendir starfsmanni Hacking Team aftur tölvupóst og spyr: „Ég er að leita eftir ítarlegri upplýsingum, sérstaklega er varða lausnir fyrir snjallsíma, verð o.s.frv. Getur farsímakerfið náð voip (Voice Over Internet Protocol) samskiptum?“

VoIP eru meðal annars símasamskipti manna á milli á netinu, eins og til dæmis í gegnum forrit eins og Skype.

Í svari starfsmanns Hacking Team við fyrirspurn íslenska rannsóknarlögreglumannsins kemur fram að ekki sé hægt að hlera VoIP samskipti, en fyrirtækið geti mögulega unnið slíka lausn sé þess óskað. Þá óskar starfsmaðurinn eftir því að lögreglumaðurinn sendi sér öryggiskóða óski hann eftir frekari upplýsingum. „Eins og þú getur ímyndað þér þá yrðu gögnin sem ég myndi senda þér mjög viðkvæm,“ eins og segir í tölvupóstinum.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None