Wikileaks: Íslenska lögreglan forvitnaðist um njósnaforrit fyrir síma hjá Hacking Team

15175523421_f0c14443c9_z.jpg
Auglýsing

Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hefur birt meira en milljón tölvupósta frá ítalska fyrirtækinu Hacking Team. Fyrirtækið sérhæfir sig í njósnaforrit fyrir tölvur og snjallsíma og er mjög umdeilt fyrir að framleiða forrit sem gerir aðilum kleyft að rjúfa friðhelgi einkalífs og brjóta á mannréttindum fólks á netinu.

Í töluvpóstunum má finna samskipti milli rannsóknarlögreglumannsins Ragnars Ragnarssonar hjá tölvurannsókna- og rafeindadeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins og starfsmanns Hacking Team, þar sem íslenska lögreglan spyrst fyrir um njósnaforrit fyrir snjallsíma. Reykjavík Grapevine greindi fyrstur íslenskra fjölmiðla frá málinu.

Tölvupóstssamskiptin eru frá árinu 2011, en samkvæmt gögnunum frá Wikileaks hófust þau þegar starfsmaður Hacking Team sendi íslenska rannsóknarlögreglumanninum tölvupóst í lok maí það ár, þar sem hann greinir frá því að fyrirtækið muni taka þátt í sölusýningu.

Auglýsing

Í tölvupóstinum greinir starfsmaðurinn frá því að fyrirtækið muni kynna nýtt njósnaforrit fyrir PC-tölvur og snjallsíma á sýningunni, sem geti fylgst leynt með samskiptum meðal annars í gegnum Skype og MSN, tekið afrit af skrám, ljósmyndum og virkjað hljóðnema til að hlera úr vasa. Forritið er kallað RCS, eða Remote Control System.

Nokkrum dögum síðar sendi íslenski rannsóknarlögreglumaður tölvupóst á starfsmann Hacking Team og óskar frekari upplýsinga um lausnir fyrirtækisins til að fylgjast með notkun snjallsíma. Starfsmaðurinn sendir þá lögreglumanninum tölvupóst þar sem hann tilgreinir að RSC virki til að „njósna“ um flestar gerðir snjallsíma.

Svarið hefur greinilega ekki verið fullnægjandi því að lögreglumaðurinn sendir starfsmanni Hacking Team aftur tölvupóst og spyr: „Ég er að leita eftir ítarlegri upplýsingum, sérstaklega er varða lausnir fyrir snjallsíma, verð o.s.frv. Getur farsímakerfið náð voip (Voice Over Internet Protocol) samskiptum?“

VoIP eru meðal annars símasamskipti manna á milli á netinu, eins og til dæmis í gegnum forrit eins og Skype.

Í svari starfsmanns Hacking Team við fyrirspurn íslenska rannsóknarlögreglumannsins kemur fram að ekki sé hægt að hlera VoIP samskipti, en fyrirtækið geti mögulega unnið slíka lausn sé þess óskað. Þá óskar starfsmaðurinn eftir því að lögreglumaðurinn sendi sér öryggiskóða óski hann eftir frekari upplýsingum. „Eins og þú getur ímyndað þér þá yrðu gögnin sem ég myndi senda þér mjög viðkvæm,“ eins og segir í tölvupóstinum.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None