Wikileaks: Íslenska lögreglan forvitnaðist um njósnaforrit fyrir síma hjá Hacking Team

15175523421_f0c14443c9_z.jpg
Auglýsing

Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hefur birt meira en milljón tölvupósta frá ítalska fyrirtækinu Hacking Team. Fyrirtækið sérhæfir sig í njósnaforrit fyrir tölvur og snjallsíma og er mjög umdeilt fyrir að framleiða forrit sem gerir aðilum kleyft að rjúfa friðhelgi einkalífs og brjóta á mannréttindum fólks á netinu.

Í töluvpóstunum má finna samskipti milli rannsóknarlögreglumannsins Ragnars Ragnarssonar hjá tölvurannsókna- og rafeindadeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins og starfsmanns Hacking Team, þar sem íslenska lögreglan spyrst fyrir um njósnaforrit fyrir snjallsíma. Reykjavík Grapevine greindi fyrstur íslenskra fjölmiðla frá málinu.

Tölvupóstssamskiptin eru frá árinu 2011, en samkvæmt gögnunum frá Wikileaks hófust þau þegar starfsmaður Hacking Team sendi íslenska rannsóknarlögreglumanninum tölvupóst í lok maí það ár, þar sem hann greinir frá því að fyrirtækið muni taka þátt í sölusýningu.

Auglýsing

Í tölvupóstinum greinir starfsmaðurinn frá því að fyrirtækið muni kynna nýtt njósnaforrit fyrir PC-tölvur og snjallsíma á sýningunni, sem geti fylgst leynt með samskiptum meðal annars í gegnum Skype og MSN, tekið afrit af skrám, ljósmyndum og virkjað hljóðnema til að hlera úr vasa. Forritið er kallað RCS, eða Remote Control System.

Nokkrum dögum síðar sendi íslenski rannsóknarlögreglumaður tölvupóst á starfsmann Hacking Team og óskar frekari upplýsinga um lausnir fyrirtækisins til að fylgjast með notkun snjallsíma. Starfsmaðurinn sendir þá lögreglumanninum tölvupóst þar sem hann tilgreinir að RSC virki til að „njósna“ um flestar gerðir snjallsíma.

Svarið hefur greinilega ekki verið fullnægjandi því að lögreglumaðurinn sendir starfsmanni Hacking Team aftur tölvupóst og spyr: „Ég er að leita eftir ítarlegri upplýsingum, sérstaklega er varða lausnir fyrir snjallsíma, verð o.s.frv. Getur farsímakerfið náð voip (Voice Over Internet Protocol) samskiptum?“

VoIP eru meðal annars símasamskipti manna á milli á netinu, eins og til dæmis í gegnum forrit eins og Skype.

Í svari starfsmanns Hacking Team við fyrirspurn íslenska rannsóknarlögreglumannsins kemur fram að ekki sé hægt að hlera VoIP samskipti, en fyrirtækið geti mögulega unnið slíka lausn sé þess óskað. Þá óskar starfsmaðurinn eftir því að lögreglumaðurinn sendi sér öryggiskóða óski hann eftir frekari upplýsingum. „Eins og þú getur ímyndað þér þá yrðu gögnin sem ég myndi senda þér mjög viðkvæm,“ eins og segir í tölvupóstinum.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None