Yfirmaður norska lággjaldaflugfélagið Norwegian greindi frá því síðdegis í dag að flugfélagið ætli að krefjast þess að ávallt séu tveir í flugstjórnarklefum véla félagsins. Wow Air og Icelandair fylgdu í kjölfarið skömmu síðar. RÚV greindir frá þessu.
Er þetta gert í kjölfar flugslyssins í frönsku ölpunum, þegar Airbus þotu Germanwings var flogið til jarðar. Talið er að flugmaðurinn, Andreas Lubitz, hafi jafnvel framið sjálfsvíg með þessum skelfilegu afleiðingum, en allir um borð, 150 manns, létust. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir, en samkvæmt upplýsingum úr flugrita vélarinnar flaug Lubitz vélinni vísvitandi inn í fjallgarðinn.
Germanwings co-pilot Andreas Lubitz was "100% flightworthy without any limitations," Lufthansa spokesman says http://t.co/ac31ur4orV
— New York Times World (@nytimesworld) March 26, 2015
Auglýsing
Í regluverki sem í gildi er um flug í Evrópu er ekki krafa um að tveir séu í flugstjórnarklefanum, en slíkt er skilyrði í flugi í Bandaríkjunum, segir í frétt RÚV.