Vefrisinn Yahoo á í samningaviðræðum um kaup á hlut í Snapchat, að því er fram kom á vefsíðu New York Times.
Yahoo hagnaðist verulega á skráningu Alibaba á markað en fyrirtækið var meðal hluthafa þess þegar kom að skráningunni. Að því er fram kemur í frétt New York Times nemur verðmætaaukningin um 6 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 800 milljörðum króna.
Snapchat hefur notið mikilla vinsælda um allan heim síðan það kom á markað en með Appinu geta notendur skipst á myndskeiðum og myndum sem síðan er eytt sjálfkrafa.
Um 100 milljónir manna um allan heim nota Snapchat en Facebook bauð 3 milljarða dala í félagið í fyrra, en því var neitað. Um 70 prósent af virkum notendum Snapchat eru konur.
Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í umfjöllun Bloomberg er talið að Yahoo ætlar sér að kaupa hlut í Snapchat miðað þær forsendur að félagið sé metið á 10 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 1.200 milljörðum króna.