Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum

Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.

Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Auglýsing

Alls 23 þing­menn úr sjö af þeim átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi standa saman að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð hefur verið fram á þingi um heim­ild til rann­sókna og notk­unar á efn­inu sílósíbíni, sem er virka efnið í ofskynj­un­ar­svepp­um, í geð­lækn­inga­skyni. Vil­hjálmur Árna­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar og að minnsta kosti einn þing­maður allra flokka nema Vinstri grænna setur nafn sitt við hana.

Til­lagan felur í sér að Alþingi feli heil­brigð­is­ráð­herra, í sam­starfi við aðra ráð­herra sem málið snert­ir, að „und­ir­búa og leggja til nauð­syn­legar breyt­ing­ar, hvort sem er á lög­um, reglu­gerðum eða með öðrum hætti, sem heim­ila rann­sóknir og til­raunir með hug­víkk­andi efnið sílósíbín í geð­lækn­inga­skyni og skapa skýra umgjörð fyrir sér­hæfða með­ferð­ar­að­ila um notkun efn­is­ins í þeim til­gang­i“.

Þing­menn­irnir vilja að til­lögur ráð­herra um þetta liggi fyrir eigi síðar en næsta vor.

Sílósíbin er sem áður segir virka efnið í ofskynj­un­ar­svepp­um, en á und­an­förnum árum og ára­tugum hafa marg­vís­­legar rann­­sóknir farið fram á gildi þessa virka efnis til með­­höndl­unar á ýmsum kvillum sem hrjá mann­kyn­ið, til dæmis geð­rænum vanda­­málum á borð við kvíða og þung­­lyndi og svo fíkn­i­­sjúk­­dóm­­um.

Ísland verði leið­andi í rann­sóknum á hug­víkk­andi efnum

Mark­mið þing­mann­anna með til­lög­unni er, sam­kvæmt því sem segir í grein­ar­gerð, „að Ísland verði leið­andi í rann­sóknum á gagn­semi hug­víkk­andi efna í geð­lækn­inga­skyni“ og „að rann­sóknir og til­raunir með hug­víkk­andi efni í geð­lækn­inga­skyni verði alfarið í höndum fag­fólks í heil­brigð­is­þjón­ust­u“.

Í dag eru falla hug­víkk­andi efni á borð við sílósíbin undir skil­grein­ingar laga um ávana- og fíkni­efni og varsla þeirra því óheim­il. Í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni segir að mögu­leikar þess í geð­lækn­inga­skyni séu miklir, en að for­dómar gagn­vart notkun efn­is­ins séu tölu­verðir og brýnt sé að vinna bug á þeim svo unnt sé að stunda frek­ari og útbreidd­ari rann­sóknir á efn­inu.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð­inni eru nið­ur­stöður ýmissa vís­inda­rann­sókna á virkni sílósíbins settar fram, auk þess sem vísað er til umfjall­ana sem birst hafa í íslenskum fjöl­miðlum á und­an­förnum árum.

Þannig er vísað til þess að í febr­úar á þessu ári var fjallað um mögu­leika sem fælust í notkun efn­is­ins í geð­lækn­inga­skyni í Kveik á RÚV. Þar var rætt við Víði Sig­rún­ar­son geð­lækni á Vogi, sem benti á að efnið væri ekki ávana­bind­andi og því tak­mörkuð hætta á að ein­stak­lingar ánetj­uð­ust efn­inu. Víðir var­aði hins vegar við því efnið væri notað sam­fara öðrum efn­um, og án sam­ráðs við fag­fólk.

Einnig vísa þing­menn­irnir í grein­ar­gerð sinni til þess að Pétur Henry Pet­er­sen, pró­fessor við lækna­deild HÍ og sér­fræð­ingur í tauga­vís­ind­um, hafi varað við því í við­tali í útvarps­þætt­inum Harma­geddon á X977 að ein­stak­lingar neyttu sílósíbíns á eigin vegum líkt og algengt væri.

„Flutn­ings­menn til­lög­unnar telja brýnt að rann­sóknir á notkun sílósíbíns í geð­lækn­inga­skyni verði alfarið fram­kvæmdar á vegum fag­fólks og að kannað verði til þrautar hvort efnið geti valdið þeim straum­hvörfum í geð­lækn­ingum sem ýmsir fræði­menn hafa boð­að. Ávinn­ing­ur­inn gæti orðið veru­leg­ur, ekki síst á Íslandi þar sem um 60.000 ein­stak­lingar glíma við geð­ræn vanda­mál. Geð­lyfja­notkun á Íslandi hefur rúm­lega tvö­fald­ast á síð­ustu 15 árum. Árið 2005 var 627 skömmtum af geð­lyfjum ávísað á hverja 100.000 íbúa, en árið 2020 voru skammt­arnir orðnir 1.317. Talið er að hefð­bundin þung­lynd­is­lyf gagn­ist ekki í um þriðj­ungi til­fella,“ segir í grein­ar­gerð þing­mann­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent