Yfirgnæfandi meirihluti Grikkja hefur hafnað samkomulaginu - 61 prósent segja nei

h_52039262-1.jpg
Auglýsing

Nú þegar meira en helm­ingur atkvæða hefur verið tal­inn í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni í Grikk­land­i, hafa ríf­lega 61 ­pró­sent grískra kjós­enda kosið að hafna sam­komu­lagi við kröfu­hafa gríska rík­is­ins um frek­ari aðhalds­að­gerðir í rík­is­rekstr­inum í skiptum fyrir frek­ari fjár­hags­að­stoð. Um 39 pró­sent vildu hins vegar fall­ast á sam­komu­lag­ið.

Kjör­staðir í Grikk­landi lok­uðu klukkan 16 í dag, en Grikkjum var ein­ungis heim­ilt að kjósa í því kjör­dæmi sem þeir höfðu lög­heim­ili í, og voru því margir Grikkir á far­alds­fæti í dag og und­an­farna daga. Fyrstu útgöngu­spár bentu til þess að svona myndi fara, að Grikkir myndu segja nei við sam­komu­lag­inu, en naum­lega þó.

Annað hefur þó komið á dag­inn, enda hafa helstu stjórn­mála­leið­togar lands­ins, þeirra á meðal for­seti lands­ins Alexis Tsipras, hvatt lands­menn sína und­an­farna daga til að hafna sam­komu­lag­inu. Það virð­ist hafa borið árangur því yfir­gnæf­andi meiri­hluti Grikkja hefur ákveðið að kjósa nei við sam­komu­lag­inu, en gríð­ar­leg­ur ­mann­fjöldi hefur safn­ast saman í mið­borg Aþenu til að fagna úrslit­un­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt BBC eru engin funda­höld á milli leið­toga helstu ríkja Evr­ópu fyr­ir­huguð í kvöld eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una, en Ang­ela Merkel kansl­ari Þýska­lands og Francoise Holland, for­seti Frakk­lands, ætla á hitt­ast til að ræða stöð­una sem uppi er.

Búist er við þvi að Syr­iza-­flokk­ur­inn, sem leiðir rík­is­stjórn Grikk­lands, muni nota afger­andi nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar til að styrkja samn­ings­stöðu sína ­gagn­vart helstu kröfu­höfum lands­ins, þrí­eyk­inu sem sam­anstendur af Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, Evr­ópska Seðla­bank­anum og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins.

 

 

Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None