Yfirlýsing MP banka: Tengsl stjórnenda við forsætisráðherra hafa engin áhrif á rekstur

sigurduratli.jpg
Auglýsing

MP banki seg­ist ekki geta tjáð sig efn­is­lega um hvort nafn­greindir ein­stak­ling­ar eða fyr­ir­tæki eru, eða eru ekki, í við­skiptum við bank­ann. Bank­inn geti ekki rofið trúnað um við­skipta­vini eða ein­stök við­skipti en full­yrðir að vinnu­lag bank­ans er í öllum til­vikum í fullu sam­ræmi við þau lög sem gilda um starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem bank­inn sendi frá sér vegna frétta um að upp­lýs­ingar sem áttu að koma Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra illa, og hótað var að gera opin­berar í fjár­kúg­un­ar­bréfi sem stílað var á eig­in­konu hans, snér­ust um að Sig­mundur Davíð eða aðilar tengdir honum hafi haft aðkomu að því að Pressan ehf. hafi fengið lána­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka. Aðal­eig­andi Pressunnar er Björn Ingi Hrafns­son.

Í yfir­lýs­ing­unni er einnig fjallað um tengsl for­sæt­is­ráð­herra við stjórn­endur MP banka. Þar segir meðal ann­ars: "Í fréttum hefur jafn­framt verið fjallað um tengsl for­sæt­is­ráð­herra við MP banka. Rétt er að fjöl­skyldu­tengsl eru á milli for­stjóra bank­ans og for­sæt­is­ráð­herra. Þau tengsl hafa legið fyrir lengi og hafa engin áhrif haft á rekstur bank­ans."

Auglýsing

Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri MP banka er kvæntur systur Sig­mundar Dav­íðs. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar MP banka, er einn nán­asti ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra í efna­hags­málum og hefur gengt ýmsum trún­að­ar­störfum fyrir hann.

Yfir­lýs­ing MP banka:MP banki vill koma eft­ir­far­andi á fram­færi í tengslum við rann­sókn lög­reglu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á til­raun til þess að beita for­sæt­is­ráð­herra Íslands og fjöl­skyldu hans fjár­kúg­un:

„Fjöl­miðlar hafa fjallað um tengsl MP banka við rann­sókn lög­reglu á til­raun til að kúga fé út úr for­sæt­is­ráð­herra. Full­yrt hefur verið í fréttum að í bréfi sem sent var á heim­ili for­sæt­is­ráð­herra komi fram að ráð­herr­ann hafi beitt sér fyrir láni frá MP banka til til­greindra fyr­ir­tækja. Bréfið sem um ræðir er sönn­un­ar­gagn í lög­reglu­rann­sókn og hefur ekki verið gert opin­bert. For­svars­menn MP banka hafa ekki séð bréfið og þekkja ekki þær ásak­anir sem þar eru settar fram.

MP banki getur ekki tjáð sig efn­is­lega um hvort nafn­greindir ein­stak­lingar eða fyr­ir­tæki eru, eða eru ekki, í við­skiptum við bank­ann. Bank­inn getur ekki rofið trúnað um við­skipta­vini eða ein­stök við­skipti. Við getum þó full­yrt að vinnu­lag bank­ans er í öllum til­vikum í fullu sam­ræmi við þau lög sem gilda um starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Í fréttum hefur jafn­framt verið fjallað um tengsl for­sæt­is­ráð­herra við MP banka. Rétt er að fjöl­skyldu­tengsl eru á milli for­stjóra bank­ans og for­sæt­is­ráð­herra. Þau tengsl hafa legið fyrir lengi og hafa engin áhrif haft á rekstur bank­ans. MP banki er starf­ræktur með fag­legum hætti þar sem hagur við­skipta­vina og hlut­hafa bank­ans er hafður að leið­ar­ljósi.

Einnig hefur verið fjallað um þá stað­reynd að starfs­menn bank­ans hafa fengið leyfi frá störfum til að vinna með stjórn­völdum að vanda­sömum úrlausn­ar­efnum sem varða þjóð­ar­hag, þar með talið aflétt­ingu gjald­eyr­is­hafta. Hjá MP banka vinna margir hæfir sér­fræð­ing­ar. Stjórn­völd hafa leitað eftir því að fá að njóta starfs­krafta þriggja starfs­manna bank­ans vegna tíma­bund­inna verk­efna. Einn þeirra hætti hjá bank­anum til að geta sinnt slíku verk­efni og tveimur þeirra hefur bank­inn veitt leyfi frá störfum til að sinna þessum verk­efn­um. MP banki hefur ekki hags­muni af því en lítur á það sem sam­fé­lags­lega skyldu bank­ans að starfs­fólkið fái leyfi frá störfum til að sinna þessum þjóð­hags­lega mik­il­vægu verk­efn­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None