Íslendingar eru oft fljótir að gleyma. Vandræði sitjandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í skuldaniðurfellingarmálum, makríldeilumálum, Evrópumálum, kjarasamningamálum og alls kyns öðrum málum hafa dregið athyglina frá fortíðinni.
Síðasta ríkisstjórn, mynduð af Samfylkingunni og Vinstri-hreyfingunni-grænu framboði, var þó ekki með allt sitt á hreinu. Þvert á móti tóku meðlimir hennar nokkrar ákvarðanir sem munu sögulega teljast með þeim verstu sem íslensk stjórnvöld hafa nokkru sinni tekið. Kjarninn gerði topp fimm lista yfir þær helstu.
1. Ríkið verðlaunar starfsmenn Landsbankans fyrir frábæra rukkun
Þegar íslenska ríkið samdi við kröfuhafa gamla Landsbankans í desember 2009 um skiptingu eigna hans fékk ríkið 80 prósenta hlut í nýja Landsbankanum, sem stofnaður var á rústum hins gamla. Þessi hlutur gat hækkað umtalsvert ef vel gengi að innheimta tvö lánasöfn, sem heita Pony og Pegasus. Afrakstur þeirrar innheimtu átti að renna til gamla Landsbankans og hlutur ríkisins myndi vaxa upp að 97,9 prósentum ef endurheimtir yrðu góðar. Afganginn, 2,1 prósent, áttu starfsmenn nýja Landsbankans að fá í verðlaun fyrir vel heppnaða rukkun. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, skrifaði undir samninginn fyrir hönd íslenska ríkisins.
Niðurstaðan varð sú að endurheimtir urðu með hæsta móti og starfsmennirnir fengu umræddan hlut gefins. Miðað við eiginfjárstöðu Landsbankans um síðustu áramót var innra virði hlutarins um 4,7 milljarðar króna. Hluta eignarinnar verður haldið eftir til að gera upp skatta, gjöld og annan kostnað. Starfsmennirnir munu fá um 144 milljónir króna í arð vegna eignar sinnar á þessu ári og verða þar með einu starfsmenn fyrirtækis í eigu ríkisins sem fá greiddan arð vegna hlutabréfa sem þeir fengu gefins.
Smelltu hér til að lesa topp fimm listann í nýjustu útgáfu Kjarnans.