Á uppgangsárunum fyrir hrun höfðu íslenskir athafnamenn, og sérstaklega bankamenn, uppgötvað að þeir væru merkilegri og klárari en allir aðrir í heiminum. Þeir höfðu auðvitað rangt fyrir sér, eins og stærsta efnahagshrun miðað við höfðatölu vottar. Á þessum árum tókst þeim hins vegar að hlaða í nokkra gjörninga sem á þeim tíma hafa ugglaust þótt nýmóðins og til merkis um hvað íslenska elítan væri miklir heimsborgarar. Þegar þeir eru skoðaðir í baksýnisspeglinum eru þessar yfigengilegu góðærisathafnir þó í besta falli hlægilegar. Og pínulítið sorglegar.
2. Gullát í boði Landsbankans
Í september 2007 var mikið að gera hjá Landsbankanum. Hann byrjaði á því að fljúga öllum helstu stjórnendum og viðskiptavinum bankans til Hong Kong til að vera viðstaddir opnun útibús bankans þar í landi, en hún átti að vera upphafið að Asíuútrás bankans. Allir gestir gistu á lúxushótelum, flogið var með hundrað kílóa ísklump úr Vatnajökli og boðið upp á heilsteiktan grís, sem Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri skar eftirminnilega.
Í sama mánuði hélt Landsbankinn annað partí í Mílanó. Um 300 manns var boðið og voru leigðar tvær farþegaþotur undir hersinguna, sem gisti á einu flottasta hóteli borgarinnar, Principe di Davoia. Auk þess mættu ýmsir aðrir gestir í um 20 einkaþotum. Á meðal þeirra sem voru í partíinu voru helstu stjórnendur Landsbankans, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson, Magnús Ármann og að sjálfsögðu Björgólfur Thor Björgólfsson. Partíið var í 15. aldar hallargarði og á meðal þess sem gestum var boðið upp á var risotto með gullflögum. Þeir átu gull.
Innan við tveimur árum síðar var Baugur orðinn gjaldþrota í einu stærsta þroti Íslandssögunnar.
Lestu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.