Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Uppáhalds jólabíómyndir Katrínar Jakobsdóttur

kata-mcclain.jpg
Auglýsing

Jóla­há­tíðin er sá tími árs þegar flestir fá tæki­færi til að njóta lang­þráðar stundar með fjöl­skyld­unni. Eftir allt hangi­kjötsátið og nammigúffið getur verið gott að koma allri fjöl­skyld­unni fyrir í sóf­anum og setja skemmti­lega fjöl­skyldu­mynd í tæk­ið. Kjarn­inn hafði sam­band við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, alþing­is­mann og for­mann Vinstri grænna, og bað hana um að velja fimm upp­á­halds jóla­mynd­irnar sín­ar.

5. Þetta er ynd­is­legt líf (It's a Wond­erful Life) - 1946its-a-wonderful-life-3

„Bestu jóla­myndir sög­unnar eru sam­kvæmt flestum gagn­rýnendum frá fimmta ára­tug tutt­ug­ustu aldar og það á við um þessa frægu mynd með James Stewart í aðal­hlut­verki. Kannski er þetta ára­tugur jóla­mynd­anna (Miracle on 34th Street var gerð 1947) áður en kap­ít­al­ism­inn náði tökum á jól­un­um, seinni heims­styrj­öldin nýbúin og kalda stríðið enn ekki haf­ið. Þetta er þéttur pakki af frið og kær­leika.“

4. Die Hard - 1988die-hard-main

„Ég verð að nefna Die Hard (og raunar líka Die Hard II frá 1990), báðar ger­ast um jól og batna þótt ótrú­legt megi virð­ast með árun­um. Sú fyrri er sér­stak­lega vel heppnuð og vel skrifuð spennu­mynd. Svo finnst mér alveg óborg­an­legt þegar Bruce Willis sendir fax með fingraförum á flug­vell­inum í númer tvö, það hefur svo ótrú­lega margt breyst!“

Auglýsing

3. Fanny og Alex­ander - 1982FA1

„Fanny og Alex­ander eftir Ing­mar Berg­man frá 1982 er lík­lega ein fremsta kvik­mynd sein­ustu ára­tuga og ger­ist að hluta á jól­um, líka fjöl­skyldu­saga þó að sann­ar­lega sé hún áleitin og erfið á köflum en það skipt­ist líka á skin og skúrir í fjöl­skyld­um, stundum líka fyrir jól.“

2. Jóla­saga (Un conte de noël) - 2008Film Title: Un Conte de Noel

„Jóla­saga frá 2008 er svört kómedía með jóla­þema og Catherine Deneuve í lyk­il­hlut­verki, ekta fjöl­skyldu­drama til að horfa á fyrir jól (og prísa sig um leið sæla með eigin fjöl­skyld­u!).“

1. Jóla­draumur Prúðu­leik­ar­anna (The Muppet Christmas Carol) - 1992Movie-MCC-Finale

„Jóla­draumur Prúðu­leik­ar­anna er í miklu dálæti á mínu heim­ili. Jóla­draumur Charles Dic­kens er jóla­saga með stóru joði og flest gott efni er enn betra með Prúðu­leik­ur­un­um! Þessi mynd er óvenju vel heppnuð með mörgum eft­ir­minni­legum tón­list­ar­at­rið­um. Við mæðginin heima reynum að horfa á hana fyrir hver jól og ég kemst alltaf í jóla­skap.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiTopp 5
None