Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Uppáhalds jólabíómyndir Katrínar Jakobsdóttur

kata-mcclain.jpg
Auglýsing

Jóla­há­tíðin er sá tími árs þegar flestir fá tæki­færi til að njóta lang­þráðar stundar með fjöl­skyld­unni. Eftir allt hangi­kjötsátið og nammigúffið getur verið gott að koma allri fjöl­skyld­unni fyrir í sóf­anum og setja skemmti­lega fjöl­skyldu­mynd í tæk­ið. Kjarn­inn hafði sam­band við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, alþing­is­mann og for­mann Vinstri grænna, og bað hana um að velja fimm upp­á­halds jóla­mynd­irnar sín­ar.

5. Þetta er ynd­is­legt líf (It's a Wond­erful Life) - 1946its-a-wonderful-life-3

„Bestu jóla­myndir sög­unnar eru sam­kvæmt flestum gagn­rýnendum frá fimmta ára­tug tutt­ug­ustu aldar og það á við um þessa frægu mynd með James Stewart í aðal­hlut­verki. Kannski er þetta ára­tugur jóla­mynd­anna (Miracle on 34th Street var gerð 1947) áður en kap­ít­al­ism­inn náði tökum á jól­un­um, seinni heims­styrj­öldin nýbúin og kalda stríðið enn ekki haf­ið. Þetta er þéttur pakki af frið og kær­leika.“

4. Die Hard - 1988die-hard-main

„Ég verð að nefna Die Hard (og raunar líka Die Hard II frá 1990), báðar ger­ast um jól og batna þótt ótrú­legt megi virð­ast með árun­um. Sú fyrri er sér­stak­lega vel heppnuð og vel skrifuð spennu­mynd. Svo finnst mér alveg óborg­an­legt þegar Bruce Willis sendir fax með fingraförum á flug­vell­inum í númer tvö, það hefur svo ótrú­lega margt breyst!“

Auglýsing

3. Fanny og Alex­ander - 1982FA1

„Fanny og Alex­ander eftir Ing­mar Berg­man frá 1982 er lík­lega ein fremsta kvik­mynd sein­ustu ára­tuga og ger­ist að hluta á jól­um, líka fjöl­skyldu­saga þó að sann­ar­lega sé hún áleitin og erfið á köflum en það skipt­ist líka á skin og skúrir í fjöl­skyld­um, stundum líka fyrir jól.“

2. Jóla­saga (Un conte de noël) - 2008Film Title: Un Conte de Noel

„Jóla­saga frá 2008 er svört kómedía með jóla­þema og Catherine Deneuve í lyk­il­hlut­verki, ekta fjöl­skyldu­drama til að horfa á fyrir jól (og prísa sig um leið sæla með eigin fjöl­skyld­u!).“

1. Jóla­draumur Prúðu­leik­ar­anna (The Muppet Christmas Carol) - 1992Movie-MCC-Finale

„Jóla­draumur Prúðu­leik­ar­anna er í miklu dálæti á mínu heim­ili. Jóla­draumur Charles Dic­kens er jóla­saga með stóru joði og flest gott efni er enn betra með Prúðu­leik­ur­un­um! Þessi mynd er óvenju vel heppnuð með mörgum eft­ir­minni­legum tón­list­ar­at­rið­um. Við mæðginin heima reynum að horfa á hana fyrir hver jól og ég kemst alltaf í jóla­skap.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiTopp 5
None