Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Uppáhalds jólabíómyndir Katrínar Jakobsdóttur

kata-mcclain.jpg
Auglýsing

Jólahátíðin er sá tími árs þegar flestir fá tækifæri til að njóta langþráðar stundar með fjölskyldunni. Eftir allt hangikjötsátið og nammigúffið getur verið gott að koma allri fjölskyldunni fyrir í sófanum og setja skemmtilega fjölskyldumynd í tækið. Kjarninn hafði samband við Katrínu Jakobsdóttur, alþingismann og formann Vinstri grænna, og bað hana um að velja fimm uppáhalds jólamyndirnar sínar.

5. Þetta er yndislegt líf (It's a Wonderful Life) - 1946


its-a-wonderful-life-3

„Bestu jólamyndir sögunnar eru samkvæmt flestum gagnrýnendum frá fimmta áratug tuttugustu aldar og það á við um þessa frægu mynd með James Stewart í aðalhlutverki. Kannski er þetta áratugur jólamyndanna (Miracle on 34th Street var gerð 1947) áður en kapítalisminn náði tökum á jólunum, seinni heimsstyrjöldin nýbúin og kalda stríðið enn ekki hafið. Þetta er þéttur pakki af frið og kærleika.“

4. Die Hard - 1988


die-hard-main

„Ég verð að nefna Die Hard (og raunar líka Die Hard II frá 1990), báðar gerast um jól og batna þótt ótrúlegt megi virðast með árunum. Sú fyrri er sérstaklega vel heppnuð og vel skrifuð spennumynd. Svo finnst mér alveg óborganlegt þegar Bruce Willis sendir fax með fingraförum á flugvellinum í númer tvö, það hefur svo ótrúlega margt breyst!“

3. Fanny og Alexander - 1982


FA1

Auglýsing

„Fanny og Alexander eftir Ingmar Bergman frá 1982 er líklega ein fremsta kvikmynd seinustu áratuga og gerist að hluta á jólum, líka fjölskyldusaga þó að sannarlega sé hún áleitin og erfið á köflum en það skiptist líka á skin og skúrir í fjölskyldum, stundum líka fyrir jól.“

2. Jólasaga (Un conte de noël) - 2008


Film Title: Un Conte de Noel

„Jólasaga frá 2008 er svört kómedía með jólaþema og Catherine Deneuve í lykilhlutverki, ekta fjölskyldudrama til að horfa á fyrir jól (og prísa sig um leið sæla með eigin fjölskyldu!).“

1. Jóladraumur Prúðuleikaranna (The Muppet Christmas Carol) - 1992


Movie-MCC-Finale

„Jóladraumur Prúðuleikaranna er í miklu dálæti á mínu heimili. Jóladraumur Charles Dickens er jólasaga með stóru joði og flest gott efni er enn betra með Prúðuleikurunum! Þessi mynd er óvenju vel heppnuð með mörgum eftirminnilegum tónlistaratriðum. Við mæðginin heima reynum að horfa á hana fyrir hver jól og ég kemst alltaf í jólaskap.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiTopp 5
None