Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Árið 2014: Seinni hluti tónlistarársins

arid-2014-tonleikar-.jpg
Auglýsing

Líkt og í sam­an­tekt und­ir­rit­aðrar yfir áhuga­verðar plötur sem gefnar voru út fyrri part árs­ins 2014 er af nógu að taka þegar litið er til útgáfa síð­ari hluta árs­ins. Hlustið og njót­ið!

Tony Allen – Film Of Life



https://www.youtu­be.com/watch?v=OeNCLU_Ho6M

Fyrrum liðs­maður Fela Kuti og einn guð­feðra afró-bíts­ins sendi frá sér skemmti­lega plötu sem heldur þétt­ings­fast í ein­kenn­is­hljóm Allen en kynnir jafnt til leiks nýjan hljóm hans, til að mynda með sam­starfs­mönnum á borð við Damon Albarn.

alt-J – This Is All Yours



https://www.youtu­be.com/watch?v=dCCXq9QB-dQ

Það verður seint sagt um alt-J, eða ∆, að sveitin kunni ekki að semja gríp­andi jað­ar­popp­lög. This Is All Yours er kannski ekki jafn sneisa­full af slög­urum og for­veri hennar An Awesome Wave, en hún er heil­steypt­ara verk sem rennur vel í gegn.

Auglýsing

Oren Ambarchi - Quixot­ism



https://www.youtu­be.com/watch?v=u­u11GQL8IQA

Oren Ambarchi lyftir til­raunatón­list á hærra plan með Quixot­ism, sem sam­anstendur af fimm pörtum sem meðal ann­ars voru teknir upp í Hörpu ásamt Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og í Japan með goð­sögn­inni Jim O’Ro­ur­ke. Sjaldan hafa raf­tónar bland­ast klass­ísk á jafn fagran máta.

Aphex Twin - Syro



End­ur­koma raf­goðs­ins Aphex Twin var ein stærsta tón­list­ar­frétt árins og biðu margir með önd­ina í háls­inum eftir Syro, hans fyrsta verki síðan árið 2001. Þrátt fyrir háar vænt­ingar féll platan vel í geðið hjá aðdá­endum tón­list­ar­manns­ins sem er greini­lega hvergi nærri hætt­ur.

Ariel Pink – Pom Pom



https://www.youtu­be.com/watch?v=YS87mPfD_yI

Ariel Pink gefur hljóm­sveit sinni Haunted Graffiti frí á Pom Pom og heyr­ist það glöggt á breyttum hljóm á plöt­unni sem er tals­vert frá­brugðin plöt­unum á und­an. Það kemur þó ekki að sök; platan er stór­skemmti­legur sýru-popp­bræð­ingur eins og for­sprakk­anum er einum lag­ið.

Avi Buffalo – At Best Cuckold



https://www.youtu­be.com/watch?v=jaF­h5Aq­Go0g

Lág­stemmdi ljúf­ling­ur­inn Avigdor Zahner-Isen­berg byrj­aði að semja tón­list í menntó sem Avi Buffalo. Nokkrum árum og ágætis plötu síðar sendir hann loks frá sér sína aðra plötu. At Best Cuckold er metn­að­ar­full og flott plata, með skemmti­lega texta og sér­staka rödd Avi í for­grunni.

Blonde Redhead - Barragán



https://www.youtu­be.com/watch?v=lNi­o2x­D­wTYg

Hið töfr­andi tríó Blonde Redhead hefur sætt gagn­rýni fyrir síð­ustu plötur sínar sem hafa þótt lak­ari en hinar stór­kost­legu Melody of Certain Damaged Lemons og Mis­ery is a Butt­er­fly. Und­ir­rituð er ein þess­ara gagn­rýn­is­radda og því kom skemmti­lega á óvart að heyra Barragán – sem er besta verk sveit­ar­innar í heil tíu ár.

Bonnie ‘Prince’ Billy – Sin­ger’s Grave a Sea of Tongues



htt­p://yout­u.be/t­IWWs­reneG8

Will Old­ham er margt til lista lagt og hefur hann verið iðinn við að spreyta sig á mis­mun­andi tón­list­ar­stefnum í fjöl­mörg ár sem hann gefur svo jafnan út án þess að aug­lýsa plötur sínar af ein­hverju viti. Sin­ger’s Grave a Sea of Tongues sam­anstendur að miklu leiti af end­ur­gerð laga af plöt­unni Wol­froy Goes To Town sem kom út árið 2011, en hér öðl­ast þau betra líf og nýju lögin eru með því betra sem Old­ham hefur sent frá sér.

The Budos Band – Burnt Offer­ing



https://www.youtu­be.com/watch?v=tO8CAjZYAY4

Dapto­nes hljóm­sveitin Budos Band er í sér­flokki þegar kemur að nýstár­legri heims­tón­list eins og Burnt Offering er skýrt dæmi um. Á plöt­unni kemur í ljós dekkri hlið á sveit­inni sem fer henni afar vel. Stutt er í til­rauna­mennsku og spil­a­gleðin er við völd.

Cari­bou – Our Love



https://www.youtu­be.com/watch?v=BI2Et19vDCM

Raf­sveitin Cari­bou með Dan Snaith fremst í flokki hefur heldur betur fest sig í sessi. Eftir hina frá­bæru Swim sem kom út árið 2010 er Our Love engu síðri – jafn­vel betri og er þá mikið sagt. Hrika­lega ávana­bind­andi plata með epískum smell­um.

Dean Blunt – Black Metal



https://www.youtu­be.com/watch?v=YQfwPziK-SA

Dean Blunt er með skrítn­ari tón­list­ar­mönnum okkar tíma. Fyrrum Hype Willi­ams-liðs­mað­ur­inn skrif­aði undir samn­ing við Rough Trade fyrir útgáfu Black Metal og er útkoman hreint út sagt mögn­uð. Platan er laus við til­gerð og laga­smíð­arnar eru ein­stakar og frá­bærar í kæru­leys­is­legum bún­ing sín­um.

FKA twigs – LP1



https://www.youtu­be.com/watch?v=3yDP9M­KV­hZc

FKA twigs er tví­mæla­laust ein skærasta stjarna árs­ins og hefur frægð­ar­sól hennar risið afar hratt síðan hún sendi frá sér stutt­skífu á síð­asta ári. Þó er rauður þráður í fjaðrafok­inu – tón­list FKA twigs er óneit­an­lega hríf­andi og ferskur blær inn í raf­poppið sem tröll­ríður öllu þessa dag­ana.

Flying Lotus – You’re Dead



https://www.youtu­be.com/watch?v=2lX­D0vv-ds8

Steven Elli­son, eða Flying Lotus, sendir frá sér sitt besta verk til þessa með hinni stjörnum prýddu You’re Dead þar sem hann tæklar við­fangs­efnið dauð­ann á sér­stak­lega vel heppn­aðan hátt.

Gooms – Beyond Life



https://soundclou­d.com/­gooms4li­fe/­gooms-trancers

Hin gjör­sam­lega óþekkta sveit Gooms kemur frá Dan­mörku og færir okkur kæru­leys­is­legan popp­rokk­bræð­ing sem minnir á flottar sýru­sveitir á borð við Animal Collect­i­ve. Sveit sem vert er að fylgj­ast með á næstu miss­er­um.

Jenny Hval & Sus­anna – Mes­hes of Voice



https://www.youtu­be.com/watch?v=FaZo5QK0R4A

Norsku tón­list­ar­kon­urnar Jenny Hval, einnig þekkt sem Rocket­tot­hesky, & Sus­anna sam­ein­uðu krafta sína og sendu frá sér hina töfr­andi Mes­hes of Voice. Það er ein­hver dulúð­legur kraftur í tón­list­inni sem þær skapa, sem er ólík flestu sem hefur heyrst áður og eru radd­irnar kvenn­ana engu lík­ar.

Old Man Gloom – The Ape Of God I & II



https://www.youtu­be.com/watch?v=s­F2YF­-yS­Hpw

https://www.youtu­be.com/watch?v=s­F2YF­-yS­HpwOld Man Gloom er eins­konar súpergrúppa harð­kjarna­sen­unnar í Boston og standa undir því nafni. The Ape Of God er ein þéttasta rokk­plata árs­ins. Eða, tvær þétt­ustu plötur árs­ins… I & II. Sveitin ákvað nefni­lega að rugla í aðdá­endum sínum og gagn­rýna um leið ólög­legt nið­ur­hal með því að senda fyrst frá sér ranga útgáfu af plöt­unni fyrir útgáfu­dag. Hvað sem því líður er tón­listin vel áheyrn­ar­innar virði.

Pall­be­arer – Founda­tions of Burden



https://www.youtu­be.com/watch?v=LTT­t-ikVJSk

Pall­be­arer feta línu milli hinna ýmsu tón­list­ar­stefna svo úr verður flottur bræð­ingur metals og sveim­rokks. Founda­tions of Burden er flott plata sem kinkar kolli til for­feðra þung­arokks­ins en setur í leið­inni tón­inn fyrir það sem koma skal.

Vashti Bunyan - Heart­leap



https://www.youtu­be.com/watch?v=QJ22A­aQAIvY

Vashti Bunyan hefur stundum verið kölluð guð­móðir þjóð­lagatón­list­ar, en saga hennar sem tón­list­ar­konu er ein­stök og ættu sem flestir að skoða hana. Heart­leap, hennar fyrsta plata í langan tíma, er ein­stak­lega fögur og brot­hætt – tíma­laust meist­ara­stykki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None