Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Árið 2014: Vinsælast í Kjarnanum á árinu

arid2014-vinsaelt.jpg
Auglýsing

Alm­an­aks­árið hefur verið við­burða­ríkt í Kjar­an­um. Kjarn­inn færði sig alfarið á ver­ald­ar­vef­inn í lok sum­ars og hefur nú eitt heim­il­is­fang í stað nokk­urra. Fjöldi heim­sókna á kjarn­inn.is síðan þá hefur verið framar vonum og því áhuga­vert að kanna hvaða færslur hafa verið vin­sælastar meðal les­enda á þessum tíma.

10. Gáma­kyn­slóðin



hrafn_jonsson

Hrafn Jóns­son, einn pistla­höf­unda Kjarn­ans, átti eina af vin­sæl­ustu færslum árs­ins þegar hann birti pistil sinn um leigu­mark­að­inn og hvernig hann er dæmdur til að berj­ast um litla kjall­ara­í­búð í hung­ur­leikum yfir­stétt­ar­inn­ar. Hann full­yrðir jafn­framt að milli­stéttin sé „að leys­ast upp, fremja sjálfs­morð. Dýrasta kyn­slóð sög­unnar á ekki neitt.“

Þangað til ég finn banka­bók­ina eða kemst eitt­hvað áleiðis í því að fá Björgólf Thor til að afsala til mín 0,01% af eignum sínum ligg ég eins og ormur á leigu­í­búð­inni minni.


Ætli Björgólfur sé búinn að skrifa til baka?

9. Kærður fyrir svindl í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu



Kjarn­inn flutti fyrstur miðla fréttir af því að hugs­an­lega hefði sig­ur­veg­ar­inn í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu í sumar svindlað með því að hljóta aðstoð í hlaup­inu. Málið vatt hratt upp á sig og skók mara­þon­heim­inn. Kjarn­inn fylgd­ist með til enda.

Auglýsing

8. Partí­blöðrur



magga_maack

Mar­grét Erla Maack skrifar reglu­lega pistla í Kjarn­ann. Í sept­em­ber skrif­aði hún um þvag­lát á almanna­færi í borg­ar­um­hverfi og hvað það væri nú ógeðs­legt.

Á galeið­unni virð­ist sem kló­sett fyrir karl­pen­ing­inn séu af skornum skammti, ekki kom­ist allir að sem vilja og því bregði karl­menn á það ráð að merkja sér ann­ara manna hús.


7. Útsýnið úr fíla­beins­turn­inum



Hrafn á jafn­framt sjö­unda mest lesnu færsl­una á árinu. Útsýnið úr fíla­beins­turn­inum fjall­aði um þá Sig­mund Davíð og Bjarna Bene­dikts­son og hvernig þeir rétt­læta skulda­nið­ur­fell­ing­arnar og lyga­vef Gísa Freys Val­dórs­son­ar, sem hafði þá nýverið við­ur­kennt lygar sín­ar.

Í myrkv­uðu húsi í Garða­bænum hefur kveðið við annan tón þar sem Bjarni Bene­dikts­son hefur staðið glas­eygður og grá­baug­aður fyrir framan bað­her­berg­is­speg­il­inn og sagt við sjálfan sig: „Sama hvað ger­ist á morgun þá ertu ennþá flottur strák­ur,“ og hnyklað svo brjóst­vöðvana á sér mátt­leys­is­lega því til ósann­færðar stað­fest­ing­ar.


6. Sjálf­dautt mann­orð



Hrafn varð enn og aftur „viral“ þegar hann skrif­aði Kjaftæði í nóv­em­ber þar sem hann tók snún­ing á yfir­tök­unni á DV. Pistill­inn var stór­kos­legur og þar sann­aði Hrafn hversu góður hann er að skella upp mynd af sam­fé­lag­inu með kolsvörtum húmor.

Þeir ættu samt að fylgja for­dæmi Björns Leifs­sonar sem loks­ins tókst að sanna að besta leiðin til að þagga niður í mann­orðs­morð­ingjum sé að kaupa þá ofan í gröf­ina þegar hann ark­aði bón­að­ari og bísperrt­ari en steypu­skauf­inn sem hann lét reisa fyrir utan Laugar – með 15 ára gömul Oakley-­sól­gler­augu eins og sam­blanda af horm­óna­bættum hjól­reiða­kappa og auka­leik­ara í Dolph Lund­gren-­sjón­varps­mynd – inn í hlut­hafa­hóp DV og til­kynnti að hann ætl­aði að bæta blaða­mennsku á Íslandi með því að kaupa hana.


5. Birtið upp­tök­una strax



doddi_leidari

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, skrif­aði leið­ara í októ­ber þar sem hann fjall­aði um sam­tal Geirs H. Haarde og Dav­íðs Odds­sonar sem þeir áttu í miðju efna­hags­hruns­ins 2008.

Til þess að geta horft áfram þurfum við að geta hætt að horfa aft­urá­bak. Það ger­ist ekki nema myndin sem blasir við í bak­sýn­is­spegl­inum sé skýr. Og hún verður mun skýr­ari strax eftir að búið verður að spila sam­tal Geirs og Dav­íðs upp­hátt og fyrir alla.


4. Hinn fár­sjúki farsi Hönnu Birnu



Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur beitt fordæmalausum þrýstingi á ýmsar stofnanir vegna lekamálsins.

Kjarn­anum barst pist­ill frá Krist­jáni Hrann­ari Páls­syni þar sem hann fjallar um Leka­málið og ber það saman við það þegar alkó­hólistar ljúga að öllum til að kom­ast undan fíkn sinni.

3. Bene­dikt Erlings­son móðg­aði Ill­uga á verð­launa­af­hend­ingu



„Ég hitti Illuga og við áttum ákveðnar viðræður upp á vestfirsku. Hann gerði athugasemdir við ræðuna mína, hann hefur jú málfrelsi eins og ég hef málfrelsi. Eru stjórnmálamenn ekki annars með harðan skráp?,“ sagði Benedikt Erlingsson í samtali við Kjarnann eftir að hafa gagnrýnt stjórnvöld í ræðu sinni þegar mynd hans hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs.

Leik­stjór­inn og leik­ar­inn Bene­dikt Erlings­son skaut föstum skotum að mennta­mála­ráð­herra á verð­launa­af­hend­ingu í Stokk­hólmi í októ­ber. Gagn­rýndi hann ­stjórn­völd fyrir nið­ur­skurð á fjár­fram­lögum til kvik­mynda­gerðar þegar hann veitti verð­launum fyrir Hross í oss við­töku.

2. Leið­rétt­ing­ar­dæmi: Fékk 50% af eft­ir­stöðvum láns­ins nið­ur­fellt



sdgleidretting

Kjarn­inn birti raun­veru­leg dæmi um leið­rétt­ing­una sem ein­stak­lingar fengu í nóv­em­ber, sam­kvæmt aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Eitt þess­ara ­dæma var af hjón­um ­sem keyptu sér ein­býl­is­hús fyrir 75 millj­ónir króna árið 2005, greiddu lánin af því að mestu upp árið 2008 og seldu húsið árið 2012 fyrir meira en upp­reiknað kaup­verð að við­bættum end­ur­bót­um, fá 3,6 millj­ónir króna í leið­rétt­ingu.

1. Ísland er ónýtt



mynduppi

Pist­ill Braga Páls Sig­urð­ar­sonar er vin­sælasta færslan á vef Kjarn­ans á árin­u. Bragi Páll var mjög gagn­rýn­inn á sam­fé­lagið og stjórn­völd og hefur greini­lega slegið á við­kvæma strengi meðal þjóð­ar­inn­ar.

En svo kom skell­ur­inn. Hrunið sem var svo dásam­legt. Algjört wake up call. Allt í einu ferskir vindar og fólk að tala um ójöfn­uð­inn og brjál­æðið sem hafði við­geng­ist. Ég trúði því í alvör­unni að eitt­hvað gæti breyst. Til hins betra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None