Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Árið 2014: Vinsælast í Kjarnanum á árinu

arid2014-vinsaelt.jpg
Auglýsing

Almanaksárið hefur verið viðburðaríkt í Kjaranum. Kjarninn færði sig alfarið á veraldarvefinn í lok sumars og hefur nú eitt heimilisfang í stað nokkurra. Fjöldi heimsókna á kjarninn.is síðan þá hefur verið framar vonum og því áhugavert að kanna hvaða færslur hafa verið vinsælastar meðal lesenda á þessum tíma.

10. Gámakynslóðin


hrafn_jonsson

Hrafn Jónsson, einn pistlahöfunda Kjarnans, átti eina af vinsælustu færslum ársins þegar hann birti pistil sinn um leigumarkaðinn og hvernig hann er dæmdur til að berjast um litla kjallaraíbúð í hungurleikum yfirstéttarinnar. Hann fullyrðir jafnframt að millistéttin sé „að leysast upp, fremja sjálfsmorð. Dýrasta kynslóð sögunnar á ekki neitt.“

Þangað til ég finn bankabókina eða kemst eitthvað áleiðis í því að fá Björgólf Thor til að afsala til mín 0,01% af eignum sínum ligg ég eins og ormur á leiguíbúðinni minni.

Ætli Björgólfur sé búinn að skrifa til baka?

9. Kærður fyrir svindl í Reykjavíkurmaraþoninu


Kjarninn flutti fyrstur miðla fréttir af því að hugsanlega hefði sigurvegarinn í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar svindlað með því að hljóta aðstoð í hlaupinu. Málið vatt hratt upp á sig og skók maraþonheiminn. Kjarninn fylgdist með til enda.

8. Partíblöðrur


magga_maack

Auglýsing

Margrét Erla Maack skrifar reglulega pistla í Kjarnann. Í september skrifaði hún um þvaglát á almannafæri í borgarumhverfi og hvað það væri nú ógeðslegt.

Á galeiðunni virðist sem klósett fyrir karlpeninginn séu af skornum skammti, ekki komist allir að sem vilja og því bregði karlmenn á það ráð að merkja sér annara manna hús.

7. Útsýnið úr fílabeinsturninum


Hrafn á jafnframt sjöunda mest lesnu færsluna á árinu. Útsýnið úr fílabeinsturninum fjallaði um þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson og hvernig þeir réttlæta skuldaniðurfellingarnar og lygavef Gísa Freys Valdórssonar, sem hafði þá nýverið viðurkennt lygar sínar.
Í myrkvuðu húsi í Garðabænum hefur kveðið við annan tón þar sem Bjarni Benediktsson hefur staðið glaseygður og grábaugaður fyrir framan baðherbergisspegilinn og sagt við sjálfan sig: „Sama hvað gerist á morgun þá ertu ennþá flottur strákur,“ og hnyklað svo brjóstvöðvana á sér máttleysislega því til ósannfærðar staðfestingar.

6. Sjálfdautt mannorð


Hrafn varð enn og aftur „viral“ þegar hann skrifaði Kjaftæði í nóvember þar sem hann tók snúning á yfirtökunni á DV. Pistillinn var stórkoslegur og þar sannaði Hrafn hversu góður hann er að skella upp mynd af samfélaginu með kolsvörtum húmor.
Þeir ættu samt að fylgja fordæmi Björns Leifssonar sem loksins tókst að sanna að besta leiðin til að þagga niður í mannorðsmorðingjum sé að kaupa þá ofan í gröfina þegar hann arkaði bónaðari og bísperrtari en steypuskaufinn sem hann lét reisa fyrir utan Laugar – með 15 ára gömul Oakley-sólgleraugu eins og samblanda af hormónabættum hjólreiðakappa og aukaleikara í Dolph Lundgren-sjónvarpsmynd – inn í hluthafahóp DV og tilkynnti að hann ætlaði að bæta blaðamennsku á Íslandi með því að kaupa hana.

5. Birtið upptökuna strax


doddi_leidari

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifaði leiðara í október þar sem hann fjallaði um samtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar sem þeir áttu í miðju efnahagshrunsins 2008.

Til þess að geta horft áfram þurfum við að geta hætt að horfa afturábak. Það gerist ekki nema myndin sem blasir við í baksýnisspeglinum sé skýr. Og hún verður mun skýrari strax eftir að búið verður að spila samtal Geirs og Davíðs upphátt og fyrir alla.

4. Hinn fársjúki farsi Hönnu Birnu


Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur beitt fordæmalausum þrýstingi á ýmsar stofnanir vegna lekamálsins.

Kjarnanum barst pistill frá Kristjáni Hrannari Pálssyni þar sem hann fjallar um Lekamálið og ber það saman við það þegar alkóhólistar ljúga að öllum til að komast undan fíkn sinni.

3. Benedikt Erlingsson móðgaði Illuga á verðlaunaafhendingu


„Ég hitti Illuga og við áttum ákveðnar viðræður upp á vestfirsku. Hann gerði athugasemdir við ræðuna mína, hann hefur jú málfrelsi eins og ég hef málfrelsi. Eru stjórnmálamenn ekki annars með harðan skráp?,“ sagði Benedikt Erlingsson í samtali við Kjarnann eftir að hafa gagnrýnt stjórnvöld í ræðu sinni þegar mynd hans hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs.

Leikstjórinn og leikarinn Benedikt Erlingsson skaut föstum skotum að menntamálaráðherra á verðlaunaafhendingu í Stokkhólmi í október. Gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir niðurskurð á fjárframlögum til kvikmyndagerðar þegar hann veitti verðlaunum fyrir Hross í oss viðtöku.

2. Leiðréttingardæmi: Fékk 50% af eftirstöðvum lánsins niðurfellt


sdgleidretting

Kjarninn birti raunveruleg dæmi um leiðréttinguna sem einstaklingar fengu í nóvember, samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Eitt þessara dæma var af hjónum sem keyptu sér einbýlishús fyrir 75 milljónir króna árið 2005, greiddu lánin af því að mestu upp árið 2008 og seldu húsið árið 2012 fyrir meira en uppreiknað kaupverð að viðbættum endurbótum, fá 3,6 milljónir króna í leiðréttingu.

1. Ísland er ónýtt


mynduppi

Pistill Braga Páls Sigurðarsonar er vinsælasta færslan á vef Kjarnans á árinu. Bragi Páll var mjög gagnrýninn á samfélagið og stjórnvöld og hefur greinilega slegið á viðkvæma strengi meðal þjóðarinnar.

En svo kom skellurinn. Hrunið sem var svo dásamlegt. Algjört wake up call. Allt í einu ferskir vindar og fólk að tala um ójöfnuðinn og brjálæðið sem hafði viðgengist. Ég trúði því í alvörunni að eitthvað gæti breyst. Til hins betra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None