Árið 2014: Bárðarbunga bærir á sér

arid2014-holuhraun.jpg
Auglýsing

Ég er í dokt­ors­námi við Cambridgehá­skóla í Bret­landi og lenti í ótrú­legri atburða­rás þegar Bárð­ar­bunga fór að bæra á sér. Ég var nýbyrjuð í nám­inu þannig að Bárð­ar­bunga hefur yfir­tekið verk­efnið mitt. Ótrú­leg heppni að lenda í miðri hring­iðunni. Cambridge hefur verið með skjálfta­mæla­net á Öskju­svæð­inu síðan 2006 sem hefur hægt og rólega farið stækk­andi. Þegar aukin skjálfta­virkni í Bárð­ar­bungu hófst vildi svo vel til að ég var á Íslandi og við vorum með marga skjálfta­mæla í geymslu í Reykja­vík sem biðu þess að verða settir út um haust­ið. Við buðum því Veð­ur­stof­unni og Almanna­vörnum að samnýta nokkra af mæl­unum okkar til að fá betri upp­lýs­ingar um hvað var að ger­ast.

Allir voru mjög óró­legir því gos undir mörg hund­ruð metra þykkum jökli getur valdið stóru jök­ul­hlaupi. Sem betur fer hefur það ekki gerst þar sem kvikan rennur eftir neð­an­jarð­ar­gangi undir Dyngju­jökli og kemur upp í til­tölu­lega stöð­ugu hraun­gosi í Holu­hrauni NNA af Bárð­ar­bungu.

Vegna þess­ara jarð­hrær­ing­ana í Bárð­ar­bungu settum við upp fleiri skjálfta­mæla á Vatna­jökul og við enda kviku­gangs­ins í Holu­hrauni í lok ágúst, til að fá nákvæm­ari stað­setn­ingar á jarð­skjálft­unum undir jökl­inum og átta sig þannig betur á því hvar kvikan var að brjóta sér leið neð­an­jarð­ar. Við erum nú með 75 mæli­tæki á svæð­inu. Jarð­skjálfta­virknin í Vatna­jökli, og kviku­hlaupið þaðan yfir í Holu­hraun er merki­legur atburður á heims­vísu og með því að vera skráður af til­tölu­lega þéttu neti jarð­eðl­is­fræði­legra mæli­tækja m.a. frá Cambridgehá­skóla, Veð­ur­stofu Íslands og Jarð­vís­inda­stofnun háskól­ans hafa safn­ast mjög mik­il­væg vís­inda­gögn. Það er gríð­ar­lega merki­legt að sjá kviku­gang ferð­ast 45 km frá eld­stöð­inni út í sprungu­sveim­inn og fá svo gos í ofaná­lag.

Auglýsing

Það er gríð­ar­lega mikil vinna að setja upp og þjón­usta stórt skálfta­mæla­net. Þegar skjálfta­virknin hófst þann 17. ágúst fór ég með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unnar og tækni­manni Veð­ur­stofu Íslands auk nokk­urra starfs­manna Alm­ana­varna að setja niður skjálfta­mæli á Vatna­jökli. Það tókst þrátt fyrir að stuttur tími hafi gef­ist til verks­ins, því var farið nokkrum dögum seinna á vélsleðum aftur uppá Vatna­jökul að setja niður fleiri skjálfta­mæla og GPS tæki fyrir Cambridgehá­skóla Veð­ur­stofu Íslands og Jarð­vís­inda­stofnun háskól­ans.

Margir skjálftamælar biðu þess að vera settir upp þegar Bárðarbunga fór að bæra á sér í sumar. (Mynd: Þorbjörg Ágústsdóttir) Margir skjálfta­mælar biðu þess að vera settir upp þegar Bárð­ar­bunga fór að bæra á sér í sum­ar. (Mynd: Þor­björg Ágústs­dótt­ir)

Cambridge-hóp­ur­inn var eini vísnda­hóp­ur­inn að störfum á lok­aða svæð­inu norðan Vatna­jök­uls og í Öskju þegar fyrsta gosið hófst uppúr mið­nætti 29. ágúst.Við vorum kölluð út rétt eftir mið­nætti til að athuga hvort bjarm­inn á vef­mynda­vél Mílu væri raun­veru­leg­ur. Við fórum strax á vett­fang og stað­festum það að gos væri hafið á um 600 metra langri sprungu í gömlu gíga­röð­inni í Holu­hrauni, norðan Dyngju­jök­uls. Gosið stóð í rúm­lega 4 klukku­stund­ir. Við tókum einnig fyrstu hraun­sýnin sem lög­reglan flutti með hraði í bæinn til efna­grein­ingar hjá Jarð­vís­inda­stofn­un. Þann 31. ágúst klukk­an 4 um morg­un­inn vorum við ræst út aft­ur. Þá var marg­falt stærra gos hafið í Holu­hrauni. Gossprungan mynd­aði um 1,5 km langan eld­vegg. Það var ótrú­leg upp­lifun að sjá svona stórt eld­gos og vera fyrst á stað­inn.

Stærsta meg­in­eld­stöð lands­ins



Jarð­skjálftar hafa mælst reglu­lega í Bárð­ar­bungu síðan mæl­ingar hófust fyrir meira en 40 árum. Það hefur því verið fylgst vel með Bárða­bungu frá upp­hafi mæl­inga. En Bárð­ar­bunga er stærsta meg­in­eld­stöð lands­ins með 80 km2 ísfylltri öskju og til­heyrir stærsta eld­stöðvakefi lands­ins sem er yfir 190 km á lengd. Á sögu­legum tíma hefur að með­al­tali gosið einu sinni á hverjum 50 árum, síð­ast 1862-1864, í sprungu­sveimnum suð­vestan Bárð­ar­bungu, þá rann Trölla­hraun 1.

Eldsum­brotin í Holu­hrauni eru nú þau mestu að rúm­máli síðan í Skaft­ár­eldum 1783–84. Þetta er því orð­inn mun stærri atburður en Kröflu­eldar 1975–1984. Hraunið er nú orðið rúm­lega 82 km2 að flat­ar­máli en um 1 km3 að rúm­máli. Holu­hraun­seldar eru þó ein­ungis brot af Skaft­ár­eld­um. Hraunið sem mynd­að­ist í Skaft­ár­eldum er um 600 km2 að flat­ar­máli og um 15 km3 að rúm­máli 2. Ómögu­legt er að segja hversu lengi gosið í Holu­hrauni var­ir. Enn er nokkur kraftur í gos­inu og hraunið stækk­ar, þó mun hægar en í upp­hafi. Einnig er tölu­verð skjálfta­vikrni í Bárð­ar­bungu auk þess sem askjan sjálf hefur sigið meira en 50 m.

Cambridgeháskóli hefur verið með skjálftamælanet á Öskjusvæðinu síðan 2006 sem Þorbjörg og samnemendur hennar hafa stuðst við í rannsóknum sínum á eldsumbrotunum norðan Vatnajökuls. (Mynd: Þorbjörg Ágústsdóttir) Cambridgehá­skóli hefur verið með skjálfta­mæla­net á Öskju­svæð­inu síðan 2006 sem Þor­björg og sam­nem­endur hennar hafa stuðst við í rann­sóknum sínum á eldsum­brot­unum norðan Vatna­jök­uls. (Mynd: Þor­björg Ágústs­dótt­ir)

Vís­inda­manna­ráð Almanna­varna hefur sett fram nokkrar hugs­an­legar atburða­r­ásir sem þeir telja að séu lík­legri en aðrar þó ekki sé hægt að úti­loka neitt og áfram verður að fylgj­ast náið með gos­inu og Bárð­ar­bungu sjálfri. Mögu­leik­arnir þrír sem taldir eru lík­leg­astir varð­andi fram­vind­una eru:



  1. Gosið í Holu­hrauni fjarar út og öskju­sig í Bárð­ar­bungu hætt­ir.


  2. Stórt öskju­sig í Bárð­ar­bungu. Gos í Holu­hrauni verður lang­vinnt eða vex. Mögu­legt er að sprungan leng­ist til suð­urs inn undir Dyngju­jökul og valdi jök­ul­hlaupum og gjósku­falli. Einnig er mögu­legt að sprungur opn­ist ann­ars staðar undir jökl­in­um.


  3. Stórt öskju­sig í Bárð­ar­bungu og gos í öskju­broti. Slíkt gos gæti brætt mik­inn ís og valdið veru­legu jök­ul­hlaupi. Ösku­fall gæti orðið nokk­urt.




Skjálfta­virknin í Bárða­bungu, sig­ið, fram­rás kviku­gangs­ins og eld­gosið eru saman ein­stakur atburður sem hefur mikla þýð­ingu fyrir fræði­menn. Aldrei hafa fleiri mæli­tæki verið til staðar né heldur fleiri teg­undir mæli­tækja. Einnig hefur verið hægt að fylgj­ast með gos­inu í miklu návigi sem er ómet­an­legt. Rann­sókn­irnar auka skiln­ing á hvernig eld­stöðin Bárð­ar­bunga hegðar sér; hvernig gangur ferð­ast um í jarð­skorp­unni á hvaða dýpi, hve hratt hann ferð­ast og hvernig hann breytir spenn­unni í jarð­skorp­unni og hefur áhrif á nær­liggj­andi eld­fjöll. Einn­ing veitir þetta fræði­mönnum mik­il­væga inn­sýn í hvernig jarð­skorpa mynd­ast á dýpi og á yfir­borði. En flestir svona kviku­gangar ná aldrei til yfir­borðs heldur kólna og frjósa djúpt í jarð­skorp­unni.

Hægt er að fylgj­ast með skjálfta­virkn­inni og fleiri mæl­ingum Veð­ur­stof­unnar á jarð­skjálfta­vefnum. Einnig er hægt að sjá áhuga­verðar myndir á fés­bók­ar­síðum Jarð­vís­inda­stofn­unar og Veð­ur­stofu Íslands.

Heim­ild­ir:



1 Sig­urður Þór­ar­ar­ins­son, 1972. Trölla­gígar og Trölla­hraun. Jök­ull, 22, bls 19-26.

2 Nátt­úruvá á Íslandi, eld­gos og jarð­skjálftar, 2013. Rit­stjór­ar: Júl­íus Sól­nes, Frey­steinn Sig­munds­son og Bjarni Bessa­son. Háskóla­út­gáfan, Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None