Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

2. sæti: Gullát í boði Landsbankans

Svn_____jpg_620x800_q95.jpg
Auglýsing

Á uppgangsárunum fyrir hrun höfðu íslenskir athafnamenn, og sérstaklega bankamenn, uppgötvað að þeir væru merkilegri og  klárari en allir aðrir í heiminum. Þeir höfðu auðvitað rangt fyrir sér, eins og stærsta efnahagshrun miðað við höfðatölu vottar. Á þessum árum tókst þeim hins vegar að hlaða í nokkra gjörninga sem á þeim tíma hafa ugglaust þótt nýmóðins og til merkis um hvað íslenska elítan væri miklir heimsborgarar. Þegar þeir eru skoðaðir í baksýnisspeglinum eru þessar yfigengilegu góðærisathafnir þó í besta falli hlægilegar. Og pínulítið sorglegar.

almennt_22_05_2014

2. Gullát í boði Landsbankans


Í september 2007 var mikið að gera hjá Landsbankanum. Hann byrjaði á því að fljúga öllum helstu stjórnendum og viðskiptavinum bankans til Hong Kong til að vera viðstaddir opnun útibús bankans þar í landi, en hún átti að vera upphafið að Asíuútrás bankans. Allir gestir gistu á lúxushótelum, flogið var með hundrað kílóa ísklump úr Vatnajökli og boðið upp á heilsteiktan grís, sem Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri skar eftirminnilega.
Í sama mánuði hélt Landsbankinn annað partí í Mílanó. Um 300 manns var boðið og voru leigðar tvær farþegaþotur undir hersinguna, sem gisti á einu flottasta hóteli borgarinnar, Principe di Davoia. Auk þess mættu ýmsir aðrir gestir í um 20 einkaþotum. Á meðal þeirra sem voru í partíinu voru helstu stjórnendur Landsbankans, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson, Magnús Ármann og að sjálfsögðu Björgólfur Thor Björgólfsson. Partíið var í 15. aldar hallargarði og á meðal þess sem gestum var boðið upp á var risotto með gullflögum. Þeir átu gull.

Innan við tveimur árum síðar var Baugur orðinn gjaldþrota í einu stærsta þroti Íslandssögunnar.

Auglýsing

Lestu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiTopp 5
None