Á uppgangsárunum fyrir hrun höfðu íslenskir athafnamenn, og sérstaklega bankamenn, uppgötvað að þeir væru merkilegri og klárari en allir aðrir í heiminum. Þeir höfðu auðvitað rangt fyrir sér, eins og stærsta efnahagshrun miðað við höfðatölu vottar. Á þessum árum tókst þeim hins vegar að hlaða í nokkra gjörninga sem á þeim tíma hafa ugglaust þótt nýmóðins og til merkis um hvað íslenska elítan væri miklir heimsborgarar. Þegar þeir eru skoðaðir í baksýnisspeglinum eru þessar yfigengilegu góðærisathafnir þó í besta falli hlægilegar. Og pínulítið sorglegar.
3. Tilraunir til að bjarga ísbjörnum
Í byrjun júní 2008 gekk ísbjörn á land í Skagafirði. Í gang fór mikill og stórskrýtinn sirkus sem þrýsti á um að bangsinn yrði deyfður og fluttur í heimahagana. Ísbjörninn var felldur samdægurs og allt varð vitlaust, meðal annars í fjölmiðlum. Af hverju gat hið ríka Ísland ekki þyrmt dýri í útrýmingarhættu? Af hverju þurfum við að vera svona frumstæð? Þegar björninn var krufinn kom í ljós að hann var 22 ára, hundgamall, og illa haldinn af sníkjudýrasmiti sem dró úr hreyfigetu dýrsins.
Það var því mikil PR-gjöf þegar annar ísbjörn mætti á klakann tveimur vikum síðar. Nú átti ekki að klikka á neinu. Þórunni Sveinbjarnardóttur, þáverandi umhverfisráðherra, var flogið á staðinn í lítilli einkaflugvél og til stóð að svæfa björninn og flytja hann til Grænlands. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, bauðst til að borga brúsann og tiltók í tilkynningu að þetta væri „framlag til náttúruverndar“. Dönskum sérfræðingi og deyfipílunum hans var flogið til landsins, búr útbúið og lagt í að reyna að fanga bangsa. Hann reyndist styggur og var á endanum skotinn. Þegar hræið var skoðað kom í ljós að hann var særður, glorsoltinn og háaldraður, líkt og sá fyrri.
Lestu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.
Auglýsing