Íslendingar eru oft fljótir að gleyma. Vandræði sitjandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í skuldaniðurfellingarmálum, makríldeilumálum, Evrópumálum, kjarasamningamálum og alls kyns öðrum málum hafa dregið athyglina frá fortíðinni.
Síðasta ríkisstjórn, mynduð af Samfylkingunni og Vinstri-hreyfingunni-grænu framboði, var þó ekki með allt sitt á hreinu. Þvert á móti tóku meðlimir hennar nokkrar ákvarðanir sem munu sögulega teljast með þeim verstu sem íslensk stjórnvöld hafa nokkru sinni tekið. Kjarninn gerði topp fimm lista yfir þær helstu.
4. Versti Banki Sögunnar
VBS Fjárfestingarbanki fékk 26,4 milljarða króna fyrirgreiðslu frá ríkissjóði í mars 2009, mánuði eftir að ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við. Bankinn núvirti 9,4 milljarða króna af henni, færði sem eign og gat þannig sýnt fram á sýndarheilbrigði. Með því keypti VBS sér líftíma sem hann stóð, vægast sagt, ekki undir.
VBS fór loks í þrot í mars 2010. Lýstar kröfur í búið voru 48 milljarðar króna og ljóst að einungis brotabrot fæst upp í þær. Síðar kom í ljós að staða VBS hafði verið svo slæm á þeim aukna líftíma sem ríkið veitti honum, og var meðal annars nýttur í ýmiss konar gjörninga sem kröfuhafar, slitastjórn og ákæruvaldið hafa síðar þurft að reyna að vinda ofan af og/eða upplýsa um, að Seðlabanki Íslands neyddist til að lána bankanum 53 milljónir króna í ágúst 2009 til að hann gæti borgað laun. Morgunljóst virðist hafa verið að VBS, sem stundum er sagður skammstöfun fyrir Versta Banka Sögunnar, átti aldrei möguleika á að lifa af og því er óskiljanlegt að ríkisstjórn þess tíma hafi veitt honum lengingu í hengingarsnörunni.
Smelltu hér til að lesa topp fimm listann í nýjustu útgáfu Kjarnans.