Þótt vinsælasta leiksvæðið í Esjunni sé leiðin frá Mógilsá upp að Steini eða á Þverfellshorn, þá býr fjallið yfir fleiri leikvöllum, enda ekki eitt fjall heldur bálkur fjalla.
Síðastliðinn laugardag safnaðist dálítill hópur fólks saman við bílavigtina rétt austan við Blikdalsá vestanvert við Esjuna. Veðrið var úrvalsgott en þó mátti greina kvíðablandna eftirvæntingu í svip þátttakenda þegar þeir skimuðu til fjalls.
Þarna voru komnir þátttakendur í verkefni á vegum Ferðafélags Íslands, sem ber yfirskriftina: Alla leið. Það vísar til þess að verkefnið snýst um undirbúning fyrir háfjallagöngur í Öræfasveit að vori. Í lok maí ganga þátttakendur annað hvort á Hrútfjallstinda eða Hvannadalshnúk í Öræfajökli og hafa þá lokið röð undirbúningsgangna ásamt fræðslu til þess að búa þá undir að takast á við verkefnið.
Þetta er örstutt útgáfa af umfjöllun um undirbúninginn fyrir Hvannadalshnúk. Lestu hana í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.