Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Á endanum yfirgefa tækifærin okkur

ccp_vef.jpg
Auglýsing

Ótrú­leg fyr­ir­tæki hafa byggst upp á Íslandi með hug­viti Íslend­inga. Nú horfa þau mörg hver, í mik­illi alvöru, fram á að geta ekki lengur starf­­rækt höf­uð­stöðvar sínar hér­lend­is. „Hjart­að“ í rekstr­inum fær ein­fald­lega ekki það súr­efni sem til þarf svo það slái í réttum takti. Og sjúk­dóm­ur­inn sem hrjáir það er að langstærstu leyti heima­til­bú­inn.

almennt_03_04_2014

Þarna er átt við fyr­ir­tæki eins og Mar­el, Össur og CCP. Þau hafa þurft að sætta sig við ýmis­legt á eft­ir­hrunsárum hafta til að halda tengsl­unum við Ísland en nú virð­ast ætla að verða vatna­skil. Útspil stjórn­valda um að ætla að draga til baka aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu var síð­asta hálm­stráið hjá mörgum sem tengj­ast þessum fyr­ir­tækj­um. Með því að mögu­leik­anum á aðild væri haldið lif­andi var í það minnsta von um að Ísland gæti tengt sig alþjóð­legum mörk­uðum og mynt. Nú telja þeir að sá mögu­leiki sé horf­inn og það er ljóst á sam­ræðum við fólk í kringum hlut­hafa fyr­ir­tækja í verð­mæta­sköpun að bar­áttan fyrir því að halda höf­uð­stöðvum þess­arra fyr­ir­tækja á Íslandi er að tap­ast.

Auglýsing

Vaxa erlendis

Ástæður þessa eru ein­faldar og vel þekkt­ar. Öll fyr­ir­­tækin sem um ræðir eru í alþjóð­legri starf­semi. Öll vaxt­ar­tæki­færi þeirra liggja ann­ars staðar en á Íslandi. Öll eru með umfangs­meiri starf­semi erlendis en á Íslandi. Öll eru að mestu með útlenda fjár­mögnun sem er á mun betri kjörum en þeim bjóð­ast nokkru sinni á Íslandi. Öll gera upp og greiða starfs­mönnum sínum í öðrum gjald­miðli en íslensku krón­unni. Öll myndu vera sam­keppn­is­hæf­ari um starfs­fólk ef þau væru stað­sett í Banda­ríkj­un­um, Kanada eða á meg­in­landi Evr­ópu. Stórir hlut­hafar í öllum þeirra eru erlendir aðil­ar. Einu ástæð­urnar sem eru fyrir því að þessi fyr­ir­tæki eru enn með höf­uð­­stöðvar á Íslandi eru ein­fald­lega þær að til­vera þeirra byggir á hug­­myndum sem Íslend­ingar fengu, þeim er stýrt af Íslend­ingum og til­finn­inga­tengslin við heima­hag­anna gera flutn­ing þeim mun þung­bær­ari.

Það er samt sem áður ekki langt síðan risa­stórt alþjóð­legt fyr­ir­tæki, með sterkar rætur á Íslandi, reif sig upp og flutti höf­uð­stöðvar sínar til Zug í Sviss þar sem skatta­legt hag­ræði er mun meira og, sam­kvæmt þáver­andi for­stjór­anum Claudio Albrecht, mun hent­ugra var að ná í „fólk með alþjóð­lega reynslu til að starfa þar“. Þetta gerð­ist árið 2011 og fyr­ir­tækið sem flutti heitir Act­a­v­is.

Upp­gjör þrota­búa skiptir miklu máli

Með hverjum deg­inum sem Ísland er fast í höftum og tak­mörk­unum íslensku krón­unnar minnka lík­urnar á því að snúið verði af þess­ari brott­far­ar­leið hug­vits­fyr­ir­tækj­anna okk­ar. Og það eru ekki bara Evr­ópu­málin sem spila þar inn í, þótt þau hafi markað vatna­skil. Alls­herj­ar­á­ætlun stjórn­valda varð­andi upp­gjör á þrota­búum föllnu bank­anna, sem er nátengt mögu­leikum Íslands á að lyfta nokkru sinni gjald­eyr­is­­höft­um, spilar líka stóra rullu. Sú áætlun sem flestir innan íslensks við­skipta­lífs virð­ast sann­færðir um að hrint verði í fram­kvæmd snýst um að keyra þrota­búin í þrot og láta þau greiða út í íslenskum krónum sem dótt­ur­fé­lag Seðla­banka Íslands leysir til sín frá kröfu­höfum með miklum afslætti en úthlutar síðan aftur til inn­lendra aðila. Á meðal þess­ara eigna eru Arion banki og Íslands­banki, sem eru að mestu leyti í eigu þrota­búa fyr­ir­renn­ara sinna.

Vænt­ingar hug­mynda­fræð­inga þess­arar leiðar eru að með þessu verði hægt að ná stórum hluta eigna þrota­bú­anna undir yfir­ráð Seðla­banka Íslands. Áður en ráð­ist verður í þessa aðgerð á hins vegar að skipta út stjórn­endum bank­ans til að stefna hans gangi meira í takt við stefnu ráða­manna.

Þetta er skoðun sem er að finna víða í atvinnu­líf­inu. Hún er meðal ann­ars sett fram í tölvu­pósti frá Helga Magn­ús­syni, vara­for­manni næst­stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins, til ýmissa áhrifa­manna í íslensku við­skipta­­lífi sem Kjarn­inn birtir í dag. Hann telur að raun­veru­lega ástæðan að baki breyt­ingum á lögum um Seðla­banka Íslands sé að koma eigi Arion banka og Íslands­banka í hend­urnar á ann­ars vegar fram­sókn­ar­mönnum og hins vegar ein­hverjum sem séu hand­gengnir Sjál­stæð­is­flokkn­um. Og þetta verði að ger­ast á góðu verði. „Helm­inga­skipta­mórall­inn er enn í fullu gild­i,“ segir Helgi.

Við­spyrna við­búin

Kröfu­hafar föllnu bank­anna ætla þó ekki að taka þessum tíð­indum þegj­andi. Margir þeirra eru með stór veð­mál undir hér­lendis og hafa fjár­fest víða ann­ars staðar á Íslandi en í kröfum á fallna banka. Þeir eru farnir að búa sig undir að fara í hart við íslensk stjórn­völd verði gjald­þrota­leiðin far­in. Aðgerðir þeirra munu að ein­hverju leyti snú­ast um að koma í veg fyrir að erlendar eignir föllnu bank­anna verði fluttar til Íslands á grund­velli skila­skyldu Seðla­bank­ans. Þeim verður hrint í fram­kvæmd fyrir erlendum dóm­stól­um.

Þeir kröfu­hafar sem eiga „gömlu snjó­hengj­una“, á fjórða hund­rað millj­arða króna af kvikum krónum sem eru fastar í skulda­bréfum og inn­stæð­um, sýndu klærnar um dag­inn þegar þeir komu í veg fyrir að fé kæm­ist inn til Íslands i gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans með því að bjóða þannig að Seðla­bank­inn gat ekki tekið til­boðum þeirra. Sá ógagn­sæi hópur sem á þessar eignir er reyndar tal­inn mjög fámennur og að hluta til sam­an­settur af Íslend­ingum sem ómögu­legt er að fá upp­lýs­ingar um hverjir eru. En þetta olli því að mörg fjár­fest­ing­ar­verk­efni á Íslandi sem höfðu beðið eftir afslátt­ar­krónum fjár­fest­inga­leið­ar­innar þurftu að fara á ís fram að næsta útboði.

Fram­tíð hug­mynda er ann­ars staðar

Sá leikur sem stendur yfir mun hafa gríð­ar­leg áhrif á fram­tíð Íslands. Aðferða­fræði stjórn­valda í bar­átt­unni fyrir afnámi hafta virð­ist snú­ast um að leggja mikið undir og búast við stórum vinn­ingi. En ef veð­málið tap­ast mun Ísland sitja ein­angrað í súp­unni. Hér verður til staðar hag­kerfi með ónýta mynt, áfram­hald­andi gjald­eyr­is­höft og litla mögu­leika á alþjóð­legum fjár­mögn­un­ar­mörk­uðum sem hvílir á örfáum auð­linda­geirum og bindur fram­tíð­ar­vonir sínar við skipa­flutn­inga á norð­ur­slóðum og mögu­legan olíufund á Dreka­svæð­inu.

Skap­andi iðn­fyr­ir­tæki munu ekki þríf­ast hér. Þau sem eru fyrir munu fara og nýju sprot­arnir sem spretta upp munu skrá sig í Delaware eða annarri skattapara­dís. Nú þegar er það raunin með mörg þeirra íslensku sprota sem hafa fótað sig á erlendum vett­vangi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarninn
None