Í nýjustu útgáfu Kjarnans er greint frá tölvupósti sem Helgi Magnússon, varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sendi á 25 manna hóp, sem að mestu er skipaður áhrifamönnum innan atvinnulífsins, þann 16. mars síðastliðinn. Í póstinum rakti Helgi áhyggjur sínar af því ástandi sem skapast hefur á Íslandi. Hægt er að lesa frekar um póst Helga HÉR.
Einn þeirra sem svaraði póstinum er Sigurður Arngrímsson, fjárfestir, ráðgjafi og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley-bankans í London. Orðrétt segir hann í svari sínu: „Ég fæ ekki betur séð en þetta sé allt rétt. Davíð er auðvitað að draga athyglina frá sjálfum sér hvað varðar klúður í Seðlabankanum. Ég fæ ekki betur séð en hann sé nú klárlega dýrasti maður lýðveldisins. Hvernig væri að fara svolítið yfir það?“