Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

El Clasico: Ekkert toppar sólun á marklínu hjá Maradona

maradona.jpg
Auglýsing

Í dag fer fram stór­leikur Barcelona og Real Madrid, El Clasico, á Berna­beu heima­velli Real Madrid. Barcelona er efst í La Liga á Spáni, með 22 stig eftir átta leiki, hefur unnið sjö og gert eitt jafn­tefli. Marka­talan segir sína sögu um hvernig liðið hefur verið að spila; 22-0. And­stæð­ingum Barcelona hefur ekki enn tek­ist að skora gegn lið­inu í deild­inni, og hafa sókn­ar­menn liðs­ins farið ham­förum, ekki síst snill­ing­ur­inn Lionel Messi og brasil­íski fram­herj­inn Neym­ar.

Real Madrid er í þriðja sæti deild­ar­innar með 18 stig, hefur unnið sex en tapað tveim­ur. Í síð­ustu leikjum hefur liðið verið frá­bært með Crist­i­ano Ron­aldo fremstan í flokki. Hann er búinn að skora 15 mörk í fyrstu átta leikjum í deild­inni og hefur verið því sem næst óstöðv­andi. Óhætt er að segja að mikil eft­ir­vænt­ing ríki fyrir leik­inn, ekki síst þar sem Luis Suarez snýr aftur úr leik­banni í leikn­um.

Mörg glæsi­leg mörk hafa verið skoruð í viður­eignum þess­ara liða í gegnum tíð­ina. Kjarn­inn tók saman lista yfir fimm glæsi­leg El Clasico mörk.

Auglýsing
  1. Lionel Messi, 2006/2007. Ótrú­leg þrenna Lionel Messi í leiknum er sögu­leg. Síð­asta markið var sér­lega glæsi­legt. Eng­inn leik­maður hefur skorað meira í El Clasico, 21 mark. Eiður Smári Guðjohn­sen var í fremstu víg­línu í þessu sögu­lega leik, þegar Messi sýndi heims­byggð­inni að hann væri eng­inn venju­legur 19 ára gutti.

https://www.youtu­be.com/watch?v=LJ­EN­Mu­DLN4A

  1. Lionel Messi 2010/2011. Á þessum tíma var Messi, kannski líkt og Ron­aldo nú, nán­ast óstöðv­andi. Hann tók leik­inn gegn Real Madrid í sínar hendur og sól­aði í gegnum vörn­ina, og lagði bolt­ann snyrti­lega neðst í mark­horn­ið.

https://www.youtu­be.com/watch?v=UXt­iWLP­bXIM

  1. Crist­i­ano Ron­aldo 2011/2012. Stór­kost­legt skalla­mark hjá Ron­aldo í úrslita­leik Copa Del Rey. Eng­inn kemst með tærnar þar sem Ron­aldo hefur hæl­ana þegar kemur að sköll­um. Magnað mark.

https://www.youtu­be.com/watch?v=_BZFzu­A­O0fQ

  1. Dani Alvez 2012/2013. Stór­kost­legt lang­skot hjá þessum magn­aða bak­verði. Minnir mann á það hversu glóru­laust það var hjá Scol­ari fyrr­ver­andi lands­liðs­þjálf­ara Bras­ilíu að taka hann út úr lið­inu á HM í sum­ar, án þess að Brasilía hefði verið búið að tapa leik með hann inn­an­borðs, og setja hinn langtum verri Maicon inn í liðið í stað­inn.

https://www.youtu­be.com/watch?v=9d7MPyx­KYrI

  1. Diego Mara­dona 1983/1984. Það kann að vera að það hafi  verið skoruð fal­legri mörk í El Clasico. En þetta veður þó að telj­ast með ótrú­legri mörk­um. Mara­dona var ekki beint laus við sjálfs­traust sem leik­mað­ur, og ákveður í þessu marki að leika á varn­ar­mann­inn Chendo á marklín­unni, og senda hann á fullri ferð með klofið á stöng­ina, áður en bolt­anum er rennt inn fyrir lín­una. Síðan hleypur hann hlæj­andi í burtu. Á Bernebeau. Í  El Clasico! Svona gera menn nú frekar á æfing­um.

https://www.youtu­be.com/watch?v=oAQhbQ_EXhk

Leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 16:00 í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiTopp 5
None