Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Græða á gagnanotkun, gefa símtöl

skreytimynd.jpg
Auglýsing

Þegar farsímavæðingin hafði raungerst, og landlínusímtöl úreltust að mestu, snerist baráttan á fjarskiptamarkaði lengi vel um að ná í viðskiptavini og láta þá hringja og/eða senda mynd- eða smáskilaboð til hvors annars. Því meira sem fólk hringdi og því fleiri skilaboð sem það sendi, því meiri varð arður fjarskiptafyrirtækjanna. Sérstaklega ef viðskipta­vinirnir voru erlendis. Þá kostuðu símtölin og skeytasendingarnar oft ótrúlegar upphæðir, oft á tíðum án þess að fyrir rukkuninni væru viðskiptalegar forsendur.

Nú er farsímatímabil fjarskiptageirans að líða undir lok og gagnaflutningatímabilið að taka við. Tíðniheimildir fyrir 3G, fyrstu háhraðakynslóð farsímanetskerfisins, voru boðnar út í lok árs 2006. Kerfið er í raun mun frekar netkerfi en farsímakerfi og gerði gagnaflutning mögulegan. Allt í einu var mögulegt að hlaða niður tónlist og horfa á kvikmyndir eða þætti í símanum sínum.

almennt_10_04_2014

Auglýsing

Nú stendur næsti fasi yfir. 4G-væðingin er í fullum gangi. Skrefið sem verður tekið upp á við með henni er stærra en margir átta sig á. Hraðinn á 4G-tengingu er tíu sinnum hraðari en í 3G og um þrisvar sinnum hraðari en hröðustu ADSL-tengingar.

Allir taka við sér
Öll stærstu íslensku fjarskiptafyrirtækin, Síminn, Voda­fone, Nova og Tal, hafa nýverið kynnt nýjar þjónustuleiðir sem taka mið af þessum nýja veruleika í notkun. Í grófum dráttum snúast þær um að viðskiptavinir borga ekki lengur fyrir símtöl og skilaboðasendingar heldur greiða þess í stað fyrir ákveðinn megabætapakka. Og verðið fyrir gagnapakkana hækkaði mjög mikið við þessar breytingar.

Þetta er örstutt brot úr umfjöllun Kjarnans um ný viðskiptamódel fjarskiptafyrirtækja. Lestu hann í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None