Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

5. sæti yfir afleiki vinstristjórnar: Icesave 1

topp5_vef.jpg
Auglýsing

Íslendingar eru oft fljótir að gleyma. Vandræði sitjandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í skuldaniðurfellingarmálum, makríldeilumálum, Evrópumálum, kjarasamningamálum og alls kyns öðrum málum hafa dregið athyglina frá fortíðinni.

Síðasta ríkisstjórn, mynduð af Samfylkingunni og Vinstri-hreyfingunni-grænu framboði, var þó ekki með allt sitt á hreinu. Þvert á móti tóku meðlimir hennar nokkrar ákvarðanir sem munu sögulega teljast með þeim verstu sem íslensk stjórnvöld hafa nokkru sinni tekið. Kjarninn gerði topp fimm lista yfir þær helstu.

almennt_03_04_2014

Auglýsing

5. Icesave 1
„Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér,“ sagði Svavar Gestsson í viðtali við Morgunblaðið 6. júní 2009. Hann hafði þá stýrt samninganefnd Íslands vegna Icesave-reikninganna sem náði samkomulagi sem í daglegu tali er aldrei kallað annað en Icesave 1. Þremur dögum áður hafði Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, sagt Alþingi að ekki stæði til að ganga frá „einhverju samkomulagi á morgun eða einhverja næstu daga“.
Skemmst er frá því að segja að allt varð vitlaust í samfélaginu vegna þessa samnings. Bæði þóttu kjörin sem samið var um þess eðlis að Ísland myndi aldrei ráða við þau og stór hluti þjóðarinnar var líka þeirrar skoðunar að ríkið ætti ekkert að axla þessar einkaskuldir Landsbankans. Eftir margra mánaða hark og breytingar voru lögin loks samþykkt á Alþingi 30. desember 2009. Forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar nokkrum dögum síðar og málið fór þaðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í henni sögðu 93,2 prósent þeirra sem greiddu atkvæði nei við samningnum. Já sögðu 1,8 prósent. Það er líkast til fátt sem klauf þjóðina frá þinginu sínu jafn skarpt og Icesave 1. Og í þann klofning glittir enn í dag.

Smelltu hér til að lesa topp fimm listann í nýjustu útgáfu Kjarnans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None