Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Lagðar til breytingar á hlutafé MP banka

Sigur.ur_atli13.jpg
Auglýsing

Hlutafé MP banka verður fært niður með svo­kall­aðri öfugri jöfnun á aðal­fundi bank­ans, sem er fyr­ir­hug­aður 11. apríl næst­kom­andi, sam­kvæmt til­lögum sem sendar voru til hlut­hafa á síð­ustu dög­um. Sá sem átti áður­ fimm hluti myndi eftir breyt­ingu eiga einn, þrátt fyrir að virði eignar hans sé enn það sama. Verð­gildi hvers hlutar verður ein­fald­lega fimm­falt eftir breyt­ing­una.

Ætl­uðu að sækja sér tvo millj­arða

Á hlut­hafa­fundi sem MP banki hélt í nóv­em­ber 2012 var sam­þykkt heim­ild til að auka hlutafé bank­ans um tvo millj­arða króna. Í til­kynn­ingu sagði að þetta ætti að gera til að styðja við útlána­vöxt bank­ans og vera „mik­il­vægur liður og stórt skref í átt að skrán­ingu bank­ans á verð­bréfa­markað árið 2014“. Í kjöl­farið sagði Skúli Mog­en­sen, sem þá var stærsti ein­staki eig­andi MP banka, að hann ætl­aði að taka þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni og verja 17,3 pró­sent hlut sinn í bank­an­um.

Auglýsing

bordi_27_03_2014

Þrátt fyrir þessa opin­skáu til­kynn­ingu um ætl­aða hluta­fjár­aukn­ingu hefur hún ekki gengið eft­ir. Þ.e. hvorki hefur tek­ist að safna þessum tveimur millj­örðum króna og núver­andi eig­endur hafa ekki viljað leggja fram nýtt eigið fé ef undan er skilin 300 millj­óna króna hluta­fjár­aukn­ing sem átti sér stað í fyrra­sum­ar. Síðan að upp­runa­lega til­kynn­ingin var gefin út hefur Skúli skilið við fyrrum eig­in­konu sína, Mar­gréti Ásgeirs­dótt­ur. Sem hluti af upp­gjöri þeirra á milli við skiln­að­inn eign­að­ist Mar­grét 8,2 pró­sent hlut í MP banka. Skúli á nú 9,91 pró­sent og er ekki lengur stærsti ein­staki hlut­hafi MP banka.

Opnað á sveigj­an­leika

Í hluta­fé­laga­lögum er skýrt að greiða verður krónu fyrir krónu í hluta­fjár­aukn­ingu.  MP banki hefur lent í tölu­verðu basli með eignir sem bank­inn keypti frá gamla MP banka á sínum tíma. Þurft hefur að gjald­færa stórar upp­hæðir vegna þess að þær reynd­ust ekki jafn verð­miklar og reiknað var með. Það hefur því reynst erfitt að sækja nýtt hlutafé á geng­inu einn eða hærra auk þess sem núver­andi hlut­hafar eru treg­ari til að leggja meira fé inn eftir að eign þeirra hefur rýrnað vegna þess­arra gjald­færslna.

Að sögn Sig­urðar Atla eiga þær breyt­ingar sem nú verður ráð­ist í að opna á þann sveigj­an­leika að fara í hluta­fjár­aukn­ingu á nýju gengi. „Ef að það sem þarf er annað gengi, þá á stjórn þennan mögu­leika. Það eru margir sam­verk­andi þættir sem valda því að hluta­féð hefur ekki verið aukið fram til þessa. Fyrir það fyrsta var farið af stað í þessa aukn­ingu með það fyrir augum að núver­andi hlut­hafar ætl­uðu að skrá sig fyrir helm­ingnum af henni. Um millj­arði króna. Svo á ein­hverjum tíma­puntki kemur í ljós að þau plön eru breytt og það hefur áhrif á aðra áhuga­sama. Félagið hefði ekki farið af stað með þessa hluta­fjár­aukn­ingu fyrir opnum tjöldum nema að það hefði legið fyrir þessi áhugi núver­andi hlut­hafa. En aðstæður manna geta breyst.“

Ein­blína á kjarna­starf­semi

Tölu­verðar breyt­ingar hafa átt sér stað hjá MP banka að und­an­förnu. Bank­inn seldi hlut sinn í GAMMA, féll frá kaup­samn­ingi á meiri­hluta í Íslenskum verð­bréfum og seldi eigna­leigu­starf­sem­ina Lyk­ill, sem er rétt tveggja ára, til Lýs­ing­ar. Aðspurður um hvort til standi að selja fleiri eignir segir Sig­urður Atli svo ekki endi­lega vera. „Það hefur verið stefna okkar frá því seint á árinu 2011 að vera ekki inná smá­sölu­banka­mark­aði. Fók­us­inn hefur verið á fyr­ir­tæki og það sem kallað er á banka­máli athafna­sama ein­stak­linga. Við erum að fylgja þeim fókus enn betur en við höfum gert til þessa. Við erum fyrst og fremst að selja eignir sem tengj­ast ekki alveg okkar kjarna­starf­semi, eins og hlut­inn í GAMMA og eigna­leigu­starf­sem­ina okk­ar. Að öðru leyti höfum við verið að skoða fjár­mögnun utan efna­hags á sumum eignum en það er ekki búið að ganga frá neinu þar.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans snýst sú leið um að fá sjóði í stýr­ingu sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækja til að koma að fjár­mögnun á völdum eignum MP banka.

MP banki mun birta upp­lýs­ingar um upp­gjör árs­ins 2013 á morg­un, fimmtu­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarninn
None