Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Lagðar til breytingar á hlutafé MP banka

Sigur.ur_atli13.jpg
Auglýsing

Hlutafé MP banka verður fært niður með svo­kall­aðri öfugri jöfnun á aðal­fundi bank­ans, sem er fyr­ir­hug­aður 11. apríl næst­kom­andi, sam­kvæmt til­lögum sem sendar voru til hlut­hafa á síð­ustu dög­um. Sá sem átti áður­ fimm hluti myndi eftir breyt­ingu eiga einn, þrátt fyrir að virði eignar hans sé enn það sama. Verð­gildi hvers hlutar verður ein­fald­lega fimm­falt eftir breyt­ing­una.

Ætl­uðu að sækja sér tvo millj­arða

Á hlut­hafa­fundi sem MP banki hélt í nóv­em­ber 2012 var sam­þykkt heim­ild til að auka hlutafé bank­ans um tvo millj­arða króna. Í til­kynn­ingu sagði að þetta ætti að gera til að styðja við útlána­vöxt bank­ans og vera „mik­il­vægur liður og stórt skref í átt að skrán­ingu bank­ans á verð­bréfa­markað árið 2014“. Í kjöl­farið sagði Skúli Mog­en­sen, sem þá var stærsti ein­staki eig­andi MP banka, að hann ætl­aði að taka þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni og verja 17,3 pró­sent hlut sinn í bank­an­um.

Auglýsing

bordi_27_03_2014

Þrátt fyrir þessa opin­skáu til­kynn­ingu um ætl­aða hluta­fjár­aukn­ingu hefur hún ekki gengið eft­ir. Þ.e. hvorki hefur tek­ist að safna þessum tveimur millj­örðum króna og núver­andi eig­endur hafa ekki viljað leggja fram nýtt eigið fé ef undan er skilin 300 millj­óna króna hluta­fjár­aukn­ing sem átti sér stað í fyrra­sum­ar. Síðan að upp­runa­lega til­kynn­ingin var gefin út hefur Skúli skilið við fyrrum eig­in­konu sína, Mar­gréti Ásgeirs­dótt­ur. Sem hluti af upp­gjöri þeirra á milli við skiln­að­inn eign­að­ist Mar­grét 8,2 pró­sent hlut í MP banka. Skúli á nú 9,91 pró­sent og er ekki lengur stærsti ein­staki hlut­hafi MP banka.

Opnað á sveigj­an­leika

Í hluta­fé­laga­lögum er skýrt að greiða verður krónu fyrir krónu í hluta­fjár­aukn­ingu.  MP banki hefur lent í tölu­verðu basli með eignir sem bank­inn keypti frá gamla MP banka á sínum tíma. Þurft hefur að gjald­færa stórar upp­hæðir vegna þess að þær reynd­ust ekki jafn verð­miklar og reiknað var með. Það hefur því reynst erfitt að sækja nýtt hlutafé á geng­inu einn eða hærra auk þess sem núver­andi hlut­hafar eru treg­ari til að leggja meira fé inn eftir að eign þeirra hefur rýrnað vegna þess­arra gjald­færslna.

Að sögn Sig­urðar Atla eiga þær breyt­ingar sem nú verður ráð­ist í að opna á þann sveigj­an­leika að fara í hluta­fjár­aukn­ingu á nýju gengi. „Ef að það sem þarf er annað gengi, þá á stjórn þennan mögu­leika. Það eru margir sam­verk­andi þættir sem valda því að hluta­féð hefur ekki verið aukið fram til þessa. Fyrir það fyrsta var farið af stað í þessa aukn­ingu með það fyrir augum að núver­andi hlut­hafar ætl­uðu að skrá sig fyrir helm­ingnum af henni. Um millj­arði króna. Svo á ein­hverjum tíma­puntki kemur í ljós að þau plön eru breytt og það hefur áhrif á aðra áhuga­sama. Félagið hefði ekki farið af stað með þessa hluta­fjár­aukn­ingu fyrir opnum tjöldum nema að það hefði legið fyrir þessi áhugi núver­andi hlut­hafa. En aðstæður manna geta breyst.“

Ein­blína á kjarna­starf­semi

Tölu­verðar breyt­ingar hafa átt sér stað hjá MP banka að und­an­förnu. Bank­inn seldi hlut sinn í GAMMA, féll frá kaup­samn­ingi á meiri­hluta í Íslenskum verð­bréfum og seldi eigna­leigu­starf­sem­ina Lyk­ill, sem er rétt tveggja ára, til Lýs­ing­ar. Aðspurður um hvort til standi að selja fleiri eignir segir Sig­urður Atli svo ekki endi­lega vera. „Það hefur verið stefna okkar frá því seint á árinu 2011 að vera ekki inná smá­sölu­banka­mark­aði. Fók­us­inn hefur verið á fyr­ir­tæki og það sem kallað er á banka­máli athafna­sama ein­stak­linga. Við erum að fylgja þeim fókus enn betur en við höfum gert til þessa. Við erum fyrst og fremst að selja eignir sem tengj­ast ekki alveg okkar kjarna­starf­semi, eins og hlut­inn í GAMMA og eigna­leigu­starf­sem­ina okk­ar. Að öðru leyti höfum við verið að skoða fjár­mögnun utan efna­hags á sumum eignum en það er ekki búið að ganga frá neinu þar.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans snýst sú leið um að fá sjóði í stýr­ingu sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækja til að koma að fjár­mögnun á völdum eignum MP banka.

MP banki mun birta upp­lýs­ingar um upp­gjör árs­ins 2013 á morg­un, fimmtu­dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiKjarninn
None