Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Lagðar til breytingar á hlutafé MP banka

Sigur.ur_atli13.jpg
Auglýsing

Hlutafé MP banka verður fært niður með svo­kall­aðri öfugri jöfnun á aðal­fundi bank­ans, sem er fyr­ir­hug­aður 11. apríl næst­kom­andi, sam­kvæmt til­lögum sem sendar voru til hlut­hafa á síð­ustu dög­um. Sá sem átti áður­ fimm hluti myndi eftir breyt­ingu eiga einn, þrátt fyrir að virði eignar hans sé enn það sama. Verð­gildi hvers hlutar verður ein­fald­lega fimm­falt eftir breyt­ing­una.

Ætl­uðu að sækja sér tvo millj­arða

Á hlut­hafa­fundi sem MP banki hélt í nóv­em­ber 2012 var sam­þykkt heim­ild til að auka hlutafé bank­ans um tvo millj­arða króna. Í til­kynn­ingu sagði að þetta ætti að gera til að styðja við útlána­vöxt bank­ans og vera „mik­il­vægur liður og stórt skref í átt að skrán­ingu bank­ans á verð­bréfa­markað árið 2014“. Í kjöl­farið sagði Skúli Mog­en­sen, sem þá var stærsti ein­staki eig­andi MP banka, að hann ætl­aði að taka þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni og verja 17,3 pró­sent hlut sinn í bank­an­um.

Auglýsing

bordi_27_03_2014

Þrátt fyrir þessa opin­skáu til­kynn­ingu um ætl­aða hluta­fjár­aukn­ingu hefur hún ekki gengið eft­ir. Þ.e. hvorki hefur tek­ist að safna þessum tveimur millj­örðum króna og núver­andi eig­endur hafa ekki viljað leggja fram nýtt eigið fé ef undan er skilin 300 millj­óna króna hluta­fjár­aukn­ing sem átti sér stað í fyrra­sum­ar. Síðan að upp­runa­lega til­kynn­ingin var gefin út hefur Skúli skilið við fyrrum eig­in­konu sína, Mar­gréti Ásgeirs­dótt­ur. Sem hluti af upp­gjöri þeirra á milli við skiln­að­inn eign­að­ist Mar­grét 8,2 pró­sent hlut í MP banka. Skúli á nú 9,91 pró­sent og er ekki lengur stærsti ein­staki hlut­hafi MP banka.

Opnað á sveigj­an­leika

Í hluta­fé­laga­lögum er skýrt að greiða verður krónu fyrir krónu í hluta­fjár­aukn­ingu.  MP banki hefur lent í tölu­verðu basli með eignir sem bank­inn keypti frá gamla MP banka á sínum tíma. Þurft hefur að gjald­færa stórar upp­hæðir vegna þess að þær reynd­ust ekki jafn verð­miklar og reiknað var með. Það hefur því reynst erfitt að sækja nýtt hlutafé á geng­inu einn eða hærra auk þess sem núver­andi hlut­hafar eru treg­ari til að leggja meira fé inn eftir að eign þeirra hefur rýrnað vegna þess­arra gjald­færslna.

Að sögn Sig­urðar Atla eiga þær breyt­ingar sem nú verður ráð­ist í að opna á þann sveigj­an­leika að fara í hluta­fjár­aukn­ingu á nýju gengi. „Ef að það sem þarf er annað gengi, þá á stjórn þennan mögu­leika. Það eru margir sam­verk­andi þættir sem valda því að hluta­féð hefur ekki verið aukið fram til þessa. Fyrir það fyrsta var farið af stað í þessa aukn­ingu með það fyrir augum að núver­andi hlut­hafar ætl­uðu að skrá sig fyrir helm­ingnum af henni. Um millj­arði króna. Svo á ein­hverjum tíma­puntki kemur í ljós að þau plön eru breytt og það hefur áhrif á aðra áhuga­sama. Félagið hefði ekki farið af stað með þessa hluta­fjár­aukn­ingu fyrir opnum tjöldum nema að það hefði legið fyrir þessi áhugi núver­andi hlut­hafa. En aðstæður manna geta breyst.“

Ein­blína á kjarna­starf­semi

Tölu­verðar breyt­ingar hafa átt sér stað hjá MP banka að und­an­förnu. Bank­inn seldi hlut sinn í GAMMA, féll frá kaup­samn­ingi á meiri­hluta í Íslenskum verð­bréfum og seldi eigna­leigu­starf­sem­ina Lyk­ill, sem er rétt tveggja ára, til Lýs­ing­ar. Aðspurður um hvort til standi að selja fleiri eignir segir Sig­urður Atli svo ekki endi­lega vera. „Það hefur verið stefna okkar frá því seint á árinu 2011 að vera ekki inná smá­sölu­banka­mark­aði. Fók­us­inn hefur verið á fyr­ir­tæki og það sem kallað er á banka­máli athafna­sama ein­stak­linga. Við erum að fylgja þeim fókus enn betur en við höfum gert til þessa. Við erum fyrst og fremst að selja eignir sem tengj­ast ekki alveg okkar kjarna­starf­semi, eins og hlut­inn í GAMMA og eigna­leigu­starf­sem­ina okk­ar. Að öðru leyti höfum við verið að skoða fjár­mögnun utan efna­hags á sumum eignum en það er ekki búið að ganga frá neinu þar.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans snýst sú leið um að fá sjóði í stýr­ingu sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækja til að koma að fjár­mögnun á völdum eignum MP banka.

MP banki mun birta upp­lýs­ingar um upp­gjör árs­ins 2013 á morg­un, fimmtu­dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None