Kjarninn og Baldur Héðinsson, doktor í stærðfræði frá Boston University, hafa tekið höndum saman og munu birta kosningaspá um fylgi stjórmálaflokka í Reykjavík fram að kosningum 31. maí. Vikuleg umfjöllun um nýjustu spána verður í Kjarnanum. Spáin sameinar niðurstöður fyrirliggjandi skoðanakannana og byggir á áreiðanleika könnunaraðila í síðustu þremur borgarstjórnar- og alþingiskosningum. Hún er því einstök í Íslandssögunni.
Fylgi framboða til borgarstjórnar í Reykjavík
samkvæmt nýjustu kosningaspá gerðri 26. mars 2014
[visualizer id="4609"]
Í fyrstu kosningaspánni kemur fram að Samfylkingin er stærsta stjórnmálaaflið í höfuðborginni með 25,5 prósenta fylgi. Björt framtíð, sem býður fram á grunni Besta flokksins, fylgir fast á hæla hennar með 24,9 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,8 prósenta fylgi. Þessir þrír flokkar ná allir í fjóra borgarfulltrúa samkvæmt spánni og því gæti núverandi meirihluti haldið velli. Píratar myndu ná tveimur fulltrúum inn en Vinstri græn einum. Framsóknarflokkurinn mælist með einungis 2,9 prósenta fylgi, sem er litlu meira en Dögun, sem mælist með 2,2 prósent. Hvorugt nær inn manni.
Röðun fulltrúa samkvæmt nýjustu spá
[visualizer id="4611"]
Þróun á fylgi flokka og fjölda borgarfulltrúa á flokk í Reykjavík
Kosningaspá keyrð á tímabilinu 26. febrúar til 26. mars 2014
[visualizer id="4616"]
Sjá nánar á www.kosningaspa.is