Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Og hvað má barnið heita? Mannanafnanefnd linast í afstöðu sinni

nafnagrafik.png
Auglýsing

Á síð­ustu tveimur árum hefur Manna­nafna­nefnd sam­þykkt fleiri eig­in- og mill­i­nöfn en hún gerði að jafn­aði á tíma­bil­inu 2001 til 2012. Í fyrra var 16 nöfnum hafn­að, eða tæp­lega 20% allra eig­in- og milli­nafna sem bár­ust nefnd­inni, og árið 2013 var aðeins 13 nöfnum hafn­að. Það eru mun færri nöfn en nefndin hafn­aði á árunum 2001 til 2012, þegar tæp­lega 30 nöfnum var hafnað að með­al­tali ár hvert, eða þriðj­ungi allra beiðna sem bár­ust nefnd­inni. Dæmi eru um að nöfn sem áður feng­ust ekki sam­þykkt hafi síðar hlotið náð fyrir augum nefnd­ar­inn­ar, eftir að óskað var eftir end­ur­skoðun á fyrri ákvörðun þriggja manna nefnd­ar­inn­ar.

Frá árs­byrjun 2001 til árs­loka 2014 bár­ust nefnd­inni sam­tals um 1.200 mál sem vörð­uðu ný eig­in- eða mill­i­nöfn, það eru nöfn sem ekki eru skráð á svo­kalla manna­nafna­skrá Þjóð­skrár. Það gera að jafn­aði 90 nöfn á ári sem bár­ust nefnd­inni. Að með­al­tali hefur nefndin sam­þykkt sjö af hverjum tíu nöfnum sem ber­ast.

Færri nöfnum hafnað



Auglýsing

|Create infograp­hics

Fjöldi nafna sem manna­nafna­nefnd hafn­aði     2001 til 2014 |Create infograp­hics



Mynd­irnar hér að ofan sýna hversu mörgum nöfnun manna­nafna­nefnd hafn­aði á ári hverju frá 2001 til 2014. Efri myndin sýnir hafn­anir sem hlut­fall af öllum beiðnum en sú neðri sýnir fjölda hafn­ana hvert ár. Bæði gröfin sýna glögg­lega hvernig nefndin hafn­aði um þriðj­ungi allra beiðna frá 2005 til 2010, en sam­þykkti mun fleiri frá 2011.

Ef tíma­bilið frá 2005-2010 er borið saman við tíma­bilið 2011-2014 sést mun­ur­inn vel. Á fyrra tíma­bil­inu er 36,5% umsókna hafnað af nefnd­inni. Á því seinna er tæp­lega 21% umsókna hafn­að. Ef litið er til fjölda hafn­anna, þá var 35 umsóknum hafnað að með­al­tali á árunum 2005-2010 en ein­ungis 18 á síð­ustu 4 árum.

Hvorki breyt­ingar á lögum um manna­nöfn né á reglum nefnd­ar­innar skýra lin­ari afstöðu nefnd­ar­inn­ar. Lögin hafa ein­ungis tekið lít­ils­háttar breyt­ingum frá þvi þau tóku gildi þann 1. jan­úar 1997, flestar breyt­ing­arnar varða ein­göngu breyt­ingar á mál­efna­sviðum ráðu­neyta og hafa ekki tekið til inn­taks lag­anna.

Christa og Cesar unnu



Dæmi eru um að nöfnum sem eitt sinn var hafnað af nefnd­inni hafi feng­ist sam­þykkt síð­ar. Sem dæmi taldi nefndin árið 2006 að kven­manns­nafnið Christa og karl­manns­nafnið Cesar upp­fylltu ekki skil­yrði um íslensk manna­nöfn. Í til­viki Ces­ars var bent á að bók­staf­ur­inn „C“ sé ekki í íslensku staf­rófi og í til­viki Christu sagði nefndin að sam­stafan „ch“ telj­ist ekki í sam­ræmi við almennar rit­reglur íslensks máls. Þrátt fyrir að tvær íslenskar konur hafi á þeim tíma borið nafn­ið, þá sé það ekki nóg til að upp­fylla skil­yrði nefnd­ar­innar sem eru meðal ann­ars:

a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslend­ingum (með Íslend­ingum er átt við þá íslensku rík­is­borg­ara sem eiga eða hafa átt lög­heim­ili hér á land­i);

b. Það er nú borið af 10–14 Íslend­ingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c. Það er nú borið af 5–9 Íslend­ingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d. Það er nú borið af 1–4 Íslend­ingum og kemur þegar fyrir í mann­tal­inu 1910;

e. Það er ekki borið af neinum Íslend­ingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur mann­tölum frá 1703–1910.

En viti menn, á síð­asta ári tók manna­nafna­nefnd fyrir beiðnir um end­ur­skoðun á nið­ur­stöðu sinni um að hafna nöfn­unum tveim­ur, og feng­ust þau bæði sam­þykkt. Cesar má heita Cesar og Christa má heita Christa. Fleiri svipuð dæmi er að finna í úrskurðum manna­nafna­nefndar frá 2001, til dæmis karl­manns­nafnið Hávarr sem var þrí­vegis hafn­að, fyrst árið 2005, þar til það var loks sam­þykkt árið 2010.

Ætlað að koma í veg fyrir „ama“



Til­vist manna­nafna­nefndar er umdeild og lögðu þing­menn Bjartar fram­tíð­ar, auk þriggja þing­manna Pírata, tveggja fram­sókn­ar­manna og þriggja sjálf­stæð­is­manna, fram frum­varp á síð­asta þingi þar sem lagt er til að manna­nafna­nefnd verði lögð niður og öll ákvæði um hana verði felld brott. Nokkrar vikur eru síðan frum­varpið var lagt fram og er það nú í nefnd.

Þeir sem talað hafa fyrir aflagn­ingu manna­nafna­nefndar hafa einkum bent á það ójafn­rétti sem felst í ákvarð­ana­valdi henn­ar, þ.e. að ein­stak­lingur sé bund­inn rík­is­valdi um hvað hann megi heita. Ótt­arr Proppé, þing­maður og flutn­ings­maður frum­varps­ins um aflagn­ingu nefnd­ar­inn­ar, sagði í við­tali við Mbl.is í nóv­em­ber að málið snérist um mann­rétt­indi og jafn­ræði. „Að við treystum ein­stak­ling­unum sjálfum fyrir því að ákveða hvað þeir heita og göngum út frá því að ein­stak­lingar taki þá ákvörð­un, fyrir sína hönd og barn­anna sinna, ekki af létt­úð. Og það sé ekki rétt að stjórn­völd stjórni því hvernig fólk kennir sig,“ sagði hann. Benda má á að Ótt­arr heitir einmitt nafni líku mörgum þeim sem manna­nafna­nefnd hefur ítrekað hafn­að, það eru karl­mannsnöfn sem enda á tveimur R.

Fylgj­endur nefnd­ar­innar telja hana gegna hlut­verki sem varðar verndun móð­ur­máls­ins, auk þess sem það er bein­línis kveðið á um í lög­unum um manna­nöfn að eig­in­nafn megi ekki geta orðið nafn­bera til ama. Túlkun á því hvaða manna­nafn getur verið ein­stak­lingi til ama er lögð í hendur manna­nafna­nefnd­ar.

„Er­lend­um“ nöfnum hafnað



Þegar þau eig­in- og mill­i­nöfn sem nefndin hefur tekið fyrir frá árinu 2001 eru skoð­uð, sam­tals um 1.200 tals­ins, sjást fá dæmi þar sem hægt er að ímynda sér að til­tekið nafn geti valdið ama. Nefndin hafn­aði nafn­inu Eld­flaug árið 2013, en hafa ber í huga að sú bón var lögð fram af lög­ráða ein­stak­lingi, og eru fjölda­mörg dæmi þess að full­orðnir vilji fá að breyta eigin nafni.

Stór hluti þeirra nafna sem nefndin hafnar eru raunar góð og gild nöfn víða erlend­is. Í fyrra var nöfn­unum Michael, Clint­on, Diamond, Lady, Karma, Hect­or, Duane og Fletcher öllum hafnað þar sem þau þóttu ekki nægi­lega íslensk. Þessi erlendu nöfn, átta tals­ins, eru helm­ingur allra nafna sem nefndin hafn­aði í fyrra. Hin nöfnin voru mill­i­nöfnin Dal­berg og Vil­berg, og eig­innöfnin Íshak, Míriel (Míríel var sam­þykkt), Sveinnóli, Kaia, Haugeland og Huxland.

Þessi afstaða manna­nafna­nefnd­ar, að sam­þykkja ekki „er­lend“ manna­nöfn hefur valdið nafn­berum vand­ræð­um, eins og bæði inn­lendir og erlendir fjöl­miðlar greindu frá á liðnu ári. Duncan og Harriet Car­dew, sem eru 10 og 11 ára, heita Drengur og Stúlka í Þjóð­skrá vegna þess að manna­nafna­nefnd sam­þykkti ekki nöfnin þeirra árið 2010, og olli því að þau fengu ekki útgefið íslenskt vega­bréf.

Og hvað má barnið þá heita, eða sá sem vill af ein­hverri ástæðu breyta nafn­inu sínu? Í það minnsta ekki þetta:

Nöfnum sem var hafnað 2009 til 2014 |Create infograp­hics

Nöfnum sem var hafnað 2003 til 2008 |Create infograp­hics

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None