Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ráðamenn fengið kynningu á tillögum

mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Eitt af því sem skýrslur Alþjóðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjalla um er fjármagnshöftin og staða Íslands út frá utanríkis- og viðskiptapólitískum forsendum í ljósi þeirra.

Þung greiðslubyrði

Greiðslujafnaðarvandi Íslands, það er þung greiðslubyrði erlendra skulda þjóðarbúsins á næstu árum, tengist þessu vandamáli beint, enda erlendir lánamarkaðir erlendis svo gott sem lokaðir fyrir íslenskum aðilum ennþá.

Auglýsing

Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kynnt var í gær kemur fram að greiðslujafnaðar­vandi landsins sé enn alvarlegur og ljóst að viðskiptajöfnuður landsins dugar að óbreyttu ekki til þess að framleiða nægilega mikið af gjaldeyri til þess að mæta greiðslum. Í fyrra mældist undirliggjandi viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins 82 milljarðar króna, eða sem nemur 4,6 prósentum af landsframleiðslu. Þetta er mesti viðskiptajöfnuður frá árinu 2010, og skýrist meðal annars af öflugri ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þetta eru blikur á lofti, meðal annars vegna óvissu um hvernig unnið verður úr eignum þrotabúa föllnu bankanna. Samkvæmt Fjármálastöðugleika er uppfært mat á krónueign föllnu bankanna nú 497 milljarðar króna, og hefur farið hækkandi undanfarin misseri.

almennt_10_04_2014

Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur lítill hópur ráðamanna landsins fengið kynningu frá sérfræðingahópi stjórnvalda um afnám hafta á mögulegum leiðum út úr vandanum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru þar á meðal og hafa þeir allir fengið kynningu á skýrslu hópsins og vinnu hans. Þá átti hópurinn fund með slitastjórn Glitnis síðastliðinn föstudag, þar sem skipst var á upplýsingum og málin rædd án þess að skýrt hafi komið fram hvaða leiðir yrðu ræddar.

Ekki nauðasamningsleið

Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur hópurinn talað fyrir því að farin verði gjaldþrotaleið með búin fremur en nauðasamningsleið, það er að búin greiði út í krónum og að búunum verði slitið. Endanleg útfærsla verður þó í höndum ráðamanna þjóðarinnar, stjórnvalda og seðlabankans, og að einhverju leyti háð ytri efnahagslegum aðstæðum. Eitt af því sem horfa þarf til í þessum efnum er framtíðarskipan fjármála­kerfisins, það er að stefna um eignarhald á endurreistu bönkunum þremur, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, þarf að liggja fyrir þegar á endanum verður ráðist í aðgerðir.

Útfærslan þarf að samræmast íslenskum rétti og hefur hópurinn horft til þess að ekki þurfi að koma til sérstakra lagabreytinga vegna þessa, þar sem slíkt gæti styrkt málstað kröfuhafa sem fastlega er búist við að muni bregðast við af hörku ef þessi leið verður farin, þar sem leiðin myndi þýða verulega rýrnun á eignum fyrir kröfuhafa og gera þeim erfiðara um vik að komast með eignir í erlendri mynt frá landinu.

Í sérfræðingahópnum, sem hefur lokið störfum, eiga sæti Sigurbjörn Þorkelsson, Jón Helgi Egilsson, Ragnar Árnason, Reimar Pétursson, Jón Birgir Jónsson og Eiríkur Svavarsson.

Pólitískur samráðshópur um afnám hafta, sem allir stjórnmálaflokkar eiga sæti í, hefur ekki enn fengið kynningu á vinnu sérfræðingahópsins. Þingmenn sem eiga sæti í hópnum hafa skrifað undir eið þess efnis að þeir láti ekki upplýsingar til þriðja aðila um mál sem snúa að afnámi hafta.

Lesa má meira um þessi mál og önnur í nýjustu útgáfu Kjarnans hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None